Vinnan


Vinnan - 01.12.1976, Qupperneq 26

Vinnan - 01.12.1976, Qupperneq 26
Verkamannabústaðirnir, verkalýðsbaráttan og húsnæðismálin. Þegar litið er yfir farinn veg virð- ist koma ótvírætt í ljós, að þeg- ar hinum beinu kaup- og kjaramál- um sleppir hafa verkaiýðssamtökin látið húsnæðismálin meira til sín taka en nokkum annan þjóðfélagsþátt. Þau afskipti hafa þó verið með ýmsum hætti. 1 upphafi vom þau fyrst og fremst baráttumál hins pólitíska arms þeirra á Alþingi, á seinni ámm hafa samtökin sjálf látið þróun þeirra mjög til sín taka í almennum kjarasamning- um, þar hefur stefnan verið mótuð en síðan hefur Alþingi fylgt á eftir með lagasetningu. Þessi breyting á meðferð mála er mjög eftirtektarverð og segir sögu um lærdómsríka pólit- íska þróun, sem þó verður ekki rak- in hér. Hins vegar verður reynt að rekja I stórum dráttum almennan feril þessarar þróunar. önnur hver íbúð torfbær eða súðaríbúð í afmælisritum Byggingarfélags verkamanna í Reykjavík, í tilefni 15 ára afmælis þess 1954 og 25 ára af- mælis þess 1964, segir m.a., að árið 1910 hafi önnur hver íbúð í landinu ýmist verið torfbær eða súðaríbúð. Árið 1928 fór fram allítarleg húsnæð- isrannsókn í Reykjavík. Hún leiddi í ljós, að 34,1% allra íbúða í bænum voru kjallara- og súðaríbúðir. Margar þeirra voru að sjálfsögðu taldar heilsu- spil'landi, vafasamar eða lélegar. 1 heilsuspllandi eða vafasömum íbúð- um reyndust 5,7% af börnum bæjarins búa, þar af 1% í heilsuspillandi íbúð- um. „Þessi rannsókn mun hafa átt sinn þátt í því, að lögin um verka- mannabústaði fengust sett árið 1929 og samkvæmt þeim var Byggingarfé- lag alþýðu stofnað og síðar Bygging- arfélag verkamanna í Reykjavík“, seg- ir greinarhöfundur í 15 ára afmælis- ritinu. Fróðlegt er í þessu sambandi að kynnast því hvernig húsakosturinn í landinu þróaðist framan af þessari öld. Fyrstu steinsteypuhúsin hér- lendis voru byggð í Görðum á Akranesi og í Sveinatungu í Norð- urárdal árið 1895. Notkun stein- steypu tekur síðan að breiðast út um landið, en nær þó ekki verulegri útbreiðslu fyrr en um og eftir 1910. Það ár voru til í landinu samtals 10213 íbúðarhús, þar af 371 stein- og steinsteypuhús, 4488 timburhús og 5354 torfbæir. Upp úr því fer toif- bæjunum að fækka. Árið 1920 eru hérlendis 1064 stein- og steinsteypu- hús, 5195 timburhús og 5004 torf- bæir. Árið 1930 eru stein- og stein- steypuhúsin orðin 3294 talsins, timb- urhúsin 6595 og torfbæir eru þá 3665 talsins. Þessar tölur sýna glöggt hve bágborið húsnæðisástandið var í land- inu á þessum árum. Fer þess vegna ekki hjá því, að kröfurnar um bygg- ingu verkamannabústaða hafi fundið djúpan hljómgrunn meðal almennings. Fyrstu verkamannabústaða- lögrn árið 1929 Það var hinn 18. maí 1929, sem Al- þingi afgreiddi fyrstu lögin um bygg- ingu verkamannabústaða. Tóku þau gildi hinn 14. júní sama ár. „— Voru lög þessi sett fyrir atbeina Al- þýðuflokksins og með stuðningi Fram- sóknarflokksins, en Héðinn Valdi- marsson var flutningsmaður laga- frumvarpsins", segir í 25 ára afmælis- ritinu. Fróðlegt er að lesa í 15 ára afmælisritinu um markmið lagasetn- ingarinnar: „Tilgangurinn með lögum um verkamannabústaði og stofnun Byggingarfélags verkamanna í Reykja- vík var sá, að hjálpa þeim til að eign- ast sómasamlegt húsnæði, sem við þröngan húsakost bjuggu og ekki gátu komið sér upp íbúð sjálfir án fyrirgreiðslu um lán. Að þessu marki hefur Byggingarfélag verkamanna stöð- ugt stefnt og jafnan leitast við að leysa vanda sem flestra, án þess þó að víkja frá þeim kröfum um sæmi- legan frágang og fyrirkomulag, sem menn nú gera til íbúðarhúsnæðis". Enn í dag er tilgangurinn með verka- mannabústöðum hinn sami og þörfin er enn sem fyrr mjög brýn. 1 kjölfar verkamannabústaðalag- anna vorið 1929 voru árið 1930 stofn- uð byggingarfélög verkamanna á Ak- ureyri, Siglufirði, Patreksfirði, Flat- eyri og í Reykjavík. Mun síðan fyrst hafa verið hafist handa um bygginga- framkvæmdir á Akureyri og í Reykja- vík. Samkvæmt þágildandi lögum voru stofnaðir byggingasjóðir verka- manna í öllum þeim byggðarlögum, sem byggingarfélög verkamanna voru stofnuð í. Höfðu þeir sínar eigin stjómir og komu þeim tekjur frá ríki og sveitarfélögum. Eftirtektar- vert er, að samkvæmt lögunum skyldu byggingasjóðirnir veita lán, er næmu allt að 85% af byggingarkostn- aði hverrar íbúðar. Var það gert í reynd í fyrsta byggingarflokki í Reykjavík, en eftir það námu lánin hæst 80% af byggingarkostn- aði. — Árið 1935 er sú breyting gerð, að stofnaður er einn heildarsjóður, Byggingasjóður verkamanna, og til hans lagðir byggingasjóðir verka- manna í hinum einstöku byggðarlög- um, sem jafnframt hættu störfum sem slíkir. I maí 1939 voru síðan gefin út bráðabirgðalög sem kváðu einkum á um það, að stjórn hvers byggingarfé- lags verkamanna skyldi skipuð 5 mönnum, þar af formaður skipaður af ráðherra, og aðeins eitt byggingar- félag verkamanna í hverju byggðar- lagi skyldi geta notið byggingarlána úr Byggingarsjóði verkamanna. Varð þetta til þess, að Byggingarfélag al- þýðu í Reykjavík hætti framkvæmd- um við byggingu verkamannabústaða en í þess stað var stofnað Byggingar- félag verkamanna í Reykjavík, sem hafði þær framkvæmdir með hönd- um, al'lt þar til núgildandi lög voru sett í maí 1970. — Þess má geta, að á grundvelli þessarar lagasetningar („gamla verkamannabústaðakerfið") voru byggðar samtals 1748 íbúðir víðs vegar í landinu. Er gildi þeirra byggingaframkvæmda ómetanlegt. Þess má eínnig geta, að um sl. ára- mót hafði Byggingasjóður verka- manna greitt út lán (föst lán og fram- 26 VINNAN
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Vinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.