Vinnan


Vinnan - 01.12.1976, Side 30

Vinnan - 01.12.1976, Side 30
til byggingar hentugra íbúða fyrir al- menning í landinu. Við byggingíu þeirra ruddi sér margvísleg ný tækni til rúms, sem hefur haft jákvæð áhrif í byggingariðnaðinum um land allt. Þær hafa verið byggðar og seldar fé- lagsmönnum í verkaiýðsfélögunum í Reykjavík á mjög hóflegu verði og leitt til þess, að fjölda óhæfra íbúða í Reykjavík hefur verið útrýmt. Síð- ast en ekki síst hafa þær orðið til þess, að fjölskyldurnar, sem í þeim búa, hafa í raun öðlast nýjan og betri lífsgrundvöll, þeim sjálfum og þjóðfé- laginu til ómetanlegrar blessunar, jafnt í dag sem á komandi tímum. 1 upphafi var mikil andúðarbylgja mögnuð gegn þessum framkvæmdum, einkum af hálfu vissra dagblaða og framkvæmdaaðila í byggingariðnað- inum. Sá áróður féll þó skjótt um sjálfan sig, byggingarnar og tiigangur þeirra hafa löngu sann- að sitt ómetanlega gildi. Af þeim 1250 íbúðum, sem áætlunin náði til, hefur 1221 íbúð þegar verið reist og er heildarkostnaður við byggingu þeirra, miðað við söluverð á hverjum tíma, talinn vera kr. 2.126.820.000,00. Eins og áður segir setti Alþingi ný lög um verkamannabústaðina í maí 1970. Voru þá ýmsar breytingar á gerðar. í fyrsta lagi voru nú verka- mannabústaðalögin felld inn í hina almennu húsnEeðismálalöggjöf (lög nr. 30 12. maí 1970 um Húsnæðismála- stofnun ríkisins), en höfðu áður ver- ið sérstök lög. I öðru lagi var ákveðið, að Byggingasjóður ríkisins skyldi hér eftir veita venjuleg byggingarlán („húsnæðismálastjórnarlán") til bygg- ingar allra íbúða í verkamannabústöð- um. Hafði ekki verið svo áður. Jafn- framt var ákveðið, að Byggingasjóð- ur verkamanna skyldi veita til við- bótar lán út á hverja íbúð, þannig, að samtals næmu lán beggja sjóðanna 80% af byggingarkostnaði sérhverrar íbúðar. Þá var einnig ákveðið að leggja niður starfsemi byggingarfélaga verkamanna sem framkvæmdaaðila við byggingu verkamannabústaða, en í stað þeirra myndaðar fram- kvæmdanefndir, sem bera heitið „stjórnir verkamannabústaða“. Hafa þær síðan haft með höndum alla stjóm á framkvæmdum við byggingu verka- mannabústaða, hver í sínu byggðar- lagi. Frá því að nýju verkamannabú- staðalögin tóku gildi hafa fram- s íií^ JfL Kröfur um úrbætur í húsnæðismálum eru i kvæmdir verið hafnar við byggingu samtals 580 íbúða í 23 sveitarfélög- um, þar af er framkvæmdum lokið við byggingu 126 íbúða í 10 sveitar- félögum. Þar með eru nú í byggingu 454 íbúðir í 14 sveitarfélögum, þar af 308 íbúðir í Reýkjavík. Því er ekki að neita, að hallað hefur undan fæti fyrir verkamanna- bústaðakerfinu frá því að lögin um byggingu 1000 leiguíbúða á vegum sveitarfélaga voru sett í apríl 1973. Samkvæmt þeim eru veitt lán úr Byggingarsjóði ríkisins sem nema 80% byggingarkostnaðar við sér- hverja þessara íbúða. Þetta fyrir- komulag hefur leitt til þess, að áhugi bæja- og sveitastjórna utan reykja- víkur hefur aitaf beinzt að bygg- ingu leiguíbúða, en dregið mjög úr honum gagnvart byggingu verka- mannabústaða. Samkvæmt verka- mannabústaðalögunum er allt frum- kvæði um byggingaframkvæmdir í höndum bæja- og sveitastjórna, jafn- framt því, sem þeim ber að leggja fram umtalsvert fjármagn í Bygginga- sjóð verkamanna óski þeir eftir bygg- ingu verkamannabústaða. Þetta ait hefur leitt til þess, að sveitastjórnir utan Reykjavíkur hafa kipppt nokk- uð að sér hendinni um slíkar bygginga- i í fullu gildi. framkvæmdir á síðustu 3 árum. Verð- ur það að teljast mikið áhyggjuefni. Febrúar-yfWýsmgin 1974 Þótt mikil saga hafi nú verið rakin er hún engan veginn öll sögð. Með yfiríýsingu ríkisstjómarinnar urn hús- náðismál hinn 26. febrúar 1974 — eins og 1964 og 1965, sem ef til vill má miklu heldur nefna samning milli ríkisstjórnarinnar og verkalýðssamtakanna — var enn lagð- ur grundvöllur að auknum framförum og félagslegri sókn í húsnæðismálun- um. 1 yfirlýsingunni kvaðst ríkisstjórn- in myndu beita sér fyrir tilteknum ráðstöfunum á sviði húsnæðis- mála. I fyrsta lagi skyldi, „á árunum 1976—1980, verða framhald á bygg- ingu hentugra íbúða fyrir efnalítið fólk í stéttarfélögum innan Alþýðu- sambands Islands og hliðstæðra sam- taka um land allt, og — að því stefnt, að eigi minna en þriðjungur af áætl- aðri íbúðaþörf landsmanna á þessu tímabili verið leystur á þessum grund- velli“. Ekki hefur Alþingi enn sett lög þessa efnis en núverandi fólagsmála- ráðherra hefur lýst því yfir, að ríkis- stjórnin muni gangast fyrir lagasetn- ingu hér að lútandi. Til þess að menn 30 VINNAN

x

Vinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.