Vinnan


Vinnan - 01.12.1976, Page 31

Vinnan - 01.12.1976, Page 31
Fyrstu verkamannabústaðirnir við Selvogsgötu í Hafnarfirði í byggingu árið 1934. átti sig betur á hve markið er sett hátt má benda á, að hér er um að ræða byggingu 800—900 íbúða á ári hverju miðað við það, að heildarþörf nýs húsnæðis sé um 2500—2700 íbúð- ir á ári. 1 yfirlýsingunni segir einnig, að íbúðir þessar skuii ýmist vera verkamannabústaðir, söluíbúðir (eins ,og t.d. FB-íbúðimar) eða leiguíbúðir (t.d. á vegum sveitarfélaga). Þar segir einnig, að lánakjör á íbúðunum skuli eigi vera Iakari en þau, sem nú gilda, byggingaráfangar verði það stórir, að kostir fjöldaframleiðslu nýtist svo sem frekast er kostur og haft verði fuMt samráð við verkalýðsfélögin um fram- kvæmd þessa. Þá er því einn- ig lýst yfir, að vænta megi þess að launaskattur í þágu Bygginga- sjóðs ríkisins verði hækkaður úr 1% í 2%, sem var gert með lögum litlu síðar. Síðast en ekki sízt segir, að yfiriýsingin sé gefin í trausti þess, „að þátttaka lífeyrissjóða stéttarfélaga í fjármögnun þessara fé- lagslegu bygginga verði 20% af árlegu ráðstöfunarfé þeirra". Er sú þátttaka í framkvæmd á þann veg, að lífeyris- sjóðimir kaupa skuldabréf af Bygg- ingasjóði ríkisins og em þau verð- tryggð til fulls í samræmi við þróun byggingarvísitölunnar. — Undir þessa yfirlýsingu skrifuðu þáverandi ráð- herrar Björn Jónsson, Haildór E. Sig- urðsson og Lúðvík Jósepsson. Sam- hliða þessari yfirlýsingu var önnur gef- jn út af samninganefnd ASl, þar sem tilkynnt var m.a„ að hún hefði sam- þykkt efnislega þessa húsnæðismála- yfiriýsingu ríkisstjómarinnar. Sú saga, sem hér hefur verið rakin í tiltölulega stuttu máli, fjalíar í raun um mjög mikilvæga þróun, sem hefur haft jákvæð úrslitaáhrif á lífshamingju mörg þúsund einstaklinga í fjölskyldum Iaunafólks um land allt á síðustu 47 árum. Raunar er einnig ljóst, að þær framkvæmdir sem hér um ræðir, hafa haft mun víðtækari áhrif til góðs í þjóðlífinu. Áður var bent á, að á vegum „gamla verkamannabústaða- kerfisins“ voru byggðar 1748 íbúðir, Framkvæmdanefnd byggingaráætlun- ar hefur þegar byggt 1221 íbúð og nýja verkamannabústaðakerfið hefur þegar fuilgert 126 íbúðir. Samtals em þetta 3095 íbúðir, sem beinlínis hafa verið byggðar fyrir launafólkið í land- inu og í þágu þess. Þess er að vænta, að „febrúar-yfirlýsing“ ríkisstjórnarinnar 1974 verði ásamt öðru til þess að tryggja fram- hald og eflingu þessarar jákvæðu þró- unaT, svo að aJmenningur í landinu fái notið hennar í mun ríkari mæli en til þessa. Er enginn vafi á, að með þeim hætti væri hag hans bezt borgið. Sigurður E. Guðmundsson. VINNAN 31

x

Vinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.