Vinnan


Vinnan - 01.12.1976, Síða 34

Vinnan - 01.12.1976, Síða 34
Vegavinnuflokkur. Myndin er tekin undir Hamrahlíð, Úifarsfelli. við skort, en hafa ekkert aflögu. Slysatrygging er víðast komin á, jafnvel á Rússlandi, hvað þá annar- staðar. Starfsmönnum er bætt tjón það, sem þeir bíða af slysum við vinnu sína á sjó eða landi. Og verði þeir ör- kumla menn eða bíði bana, er séð 3VO fyrir þeim, eða skylduiiði þeirra, að það líði ekki bcinlínis skort að minnsta kosti. Til þess greiða starfs- menn víðast lítið eða ekkert sjálfir. Það greiða sumpart vinnuveitendur, sumpart ríkin. Veikindatrygging, þar sem verka- menn fá læknishjálp, meðul og legu- kostnað ókeypis og öll laun sín, eða mestan part þeirra, meðan þeir eru sjúkir. Þessi styrkur er greiddur úr sérstökum sjóðum, sem ríkin leggja til fé allt að helmingi og % hlutum, Og sumstaðar gera sveitarfélögin það. En tillög einstaklinga eru ekki til- finnanleg. Trygging gegn atvinnuleysi er fólg- in í því, að ríkið greiðir meiri eða minni styrk hverjum manni, sem get- ur ekki fengið vinnu til viðurværis sér og sínum. Að vísu er þetta hvergi orð- in lög ennþá, en að þeim vinna jafn- aðarmenn í öllum löndum, og hafa þeir fengið fjölda ágætismanna í lið með sér. Og svo almennt hafa þeir feingið viðurkennt réttlæti þessarar kröfu, að héðan af geta ekki liðið mörg ár þangað til þeir koma henni fram, þar sem þeir eru liðsterkastir. 1 ölurn löndunum, sem nefnd eru hér að framan í sambandi við ellistyrkinn, er hún komin vel á veg. Þorsteinn Erlingsson. Fyrir- lestur um Verkamannasamtök, fluttur á Dagsbrúnarfundi í des. 1912. ÍSLAND TIL 1936 Fram til ársins 1936 voru til dreifð- ar reglur um tryggingar, en slysa- tryggingar voru þær einu sem höfðu einhverja þýðingu fyrir fólkið í land- inu í heild. Slysatrygging var eingöngu sjó- mannatrygging fram til ársins 1925. Fyrstu lögin — lög um lífsábyrgð fyr- ir sjómenn — eru frá 10. nóv. 1903. Bætur voru aðeins greiddar vegna dauðsfalla til náinna vandamanna. Aðeins viss hluti sjómanna var tryggð- ur. Árið 1909 náði tryggingin fyrst til allra sjómanna, sem lögskráðir voru á íslensk skip. Með lögum frá 1917 bættist við ný bótategúnd, ör- orkubætur. Almennar slysatryggingar komu fyrst til sögunnar árið 1925, en þær náðu til flestra verkamanna á sjó og Iandi að undanskildum landbúnað- arverkamönnum. Nú bættist einnig við ný bótategund, dagpeningar. Hug- 34 VINNAN

x

Vinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.