Vinnan


Vinnan - 01.12.1976, Page 36

Vinnan - 01.12.1976, Page 36
Örbirgð: „í skýrslu til bæjarstjómar Reykjavíkur frá formanni hjúkr- unarfélagsins „Líkn“, frú Christ- ophine Bjarnhéðinsson segir svo frá um ástandið í Reykjavík (haustið 1918). „Þegar inflúens- an geisaði hér í haust, hafði ég tækifæri til að kynnast mörgum fátækum heimilum hér í bæn- um, þar sem öll eða mestöll fjöl- skyldan lá í rúminu. Víða lágu margir sjúklingar í sama rúm- inu, já, jafnvel margir í sömu flatsænginni á gólfinu. Það var í sannleika sorgleg sjón. — Svona sefur þá þetta sama fólk nótt eftir nótt, en maður hefur bara ekki tækifæri til að sjá það fyr en allir leggjast í einu, eins og átti sér stað I inflúens- unni. 1 vanalegum sjúkdómstil- fellum, þegar aðeins einn úr fjölskyldunni er veikur, er þessu ekki veitt eftirtekt, þó komið sé í sjúkravitjun, því þá liggur sjúklingurinn einn í rúminu og maður hugsar þá ekki í svipinn um, hvar hinir muni sofa, veit enda ekki oft og einatt hvað stór fjölskyldan er. En það er ekki aðeins það, að rúm eru of fá. Margar fjölskyldur með 8 manns og jafnvel fleiri í heimili búa í einu litlu herbergi, sem bæði er dagstofa, svefnherbergi og jafnvel eldhús líka. Sumstaðar eru þetta rök, dimm og loftlaus kjallaraher- bergi, óhrein og vanhirt. Á mörgum af þessum heimilum er berklaveiki og það er auðskilið, að þarna er góður jarðvegur fyr- ir hana, þegar hún einu sinni er komin inn á heimilið, því að berklaveiki er híbýlasjúkdómur. Sýkingarhættan er afarmikil á svona heimilum, börnin verða veikluð og þollaus og smittast kornung“. (Eimreiðín 1926 bls. 195). um. Þeim tryggðu batnar verr og seinna en þeim ótryggðu. Það tekur Jhedmingi lengri tíma að græða fót- brot á tryggðum manni en þeim, sem er ótryggður fóturinn . . .“ segir Magn- úr Jónsson. (Alþingistíðindi 1930, D, hls. 110). Árið 1932. Fyrsta frumvarp til laga um alþýðutryggingar. Flutningsmenn voru Haraldur Guðmundsson, Héðinn Valdimarsson og Vilmundur Jóns- son. Frumvarpið hafði m.a. að geyma á- kvæði um fyrirbyggjandi aðgerðir, endurhæfingu og útvegun vinnu, en ekki einungis greiðslur í peningum. Frumvarp þetta hefur borið vitni mik- illi framsýni, t.d. var fjármögnunin hugsuð þannig, að atvinnurekendur skyldu greiða /5, ríkið /5 og sveitir og bæjarfélög /5. Lítil umræða varð um frumvarpið 1932, en nokkur árið 1933. Það var síðan sent í nefnd, en nefndarálit kom aldrei fram og málið kom ekki á dag- skrá aftur. Sjúkratryggingar Fyrsta sjúkrasamlag hér á landi var Sjúkrasamlag prentara, stofnað árið 1897, en árið 1909 var Sjúkrasamlag Reykjavíkur stofnað. Fyrstu lög um sjúkrasamlög eru frá 1911. Samkvæmt þeim var þátttaka i þeim frjáls, en ekki skylda eins og seinna varð. Þátttaka varð lítil og lög- in náðu engan veginn tilgangi sínum. Þeir sem voru þátttakendur í samlög- unum, fengu ókeypis læknishjálp, gjúkrahúsvist, dagpeninga og greiðslur vegna lyfja. Ekki gátu þeir sem áttu skuldlausa eign yfir vissu marki orðið samlagsmenn. Skylduaðild að sjúkrasamlögunum kemur ekki til fyrr en við þáttaskilin 1936, er alþýðutryggingalögin eru samþykkt. ElUtrygging Fyrsti vísir að ellitryggingum og um leið alþýðutryggingum yfirleitt voru styrktarsjóðir handa „heilsubiluðu og ellihrumu alþýðufólki“ eins og segir í lögum frá 11. júlí 1890. Árið 1909 er gerð lagabreyting með lögum um almennan ellistyrk. Skilyrði til úthlutunar samkv. þeim var að vera talinn ellihrumur fátæklingur og hafa náð 60 ára aldri og hafa ekki þegið af sveit síðustu 5 árin. Eirniig mátti í alveg sérstökum tilvikum Styrkja fólk yngra en 60 ára, og er þar með kominn fyrsti vísir að ör- orkubótum. Þær voru engar nema 1 sambandi við slysatryggingu. Skyldi umsækjandi vera reglusampr og vand- aður maður, meta skyldi þarfir hans til fjölskylduframfæris, hvort sjúk- dómar væru á heimilinu og fl. Allar slíkar upplýsingar skyldu vera stað- festar af málsmetandi manni. ÞÁTTASKIL. Frumvarp til laga um alþýðu- tryggingar 1935. Lagt var fram stjórnarfrumvarp ár- ið 1935. Haraldur Guðmundsson var þá atvinnumálaráðherra. Þetta frum- varp gekk miklu skemmra en frum- varpið frá 1932, enda var Alþýðu- flokkurinn óánægður með það. Þótti mönnum litlu bætt við sjúkratrygging- ar, réttindi til elli- og örorkubóta komast of seint til framkvæmda og þetta frumvarp í heild aðeins vera til bráðabirgða. Haraldur Guðmundsson varði þó frumvarpið sem betri lausn en enga: „Vona ég að háttvirt deild viðurkenni að við séum komin á það menningarstig að óhjákvæmilegt sé að ganga inn á þessa braut, því óviðun- andi sé að hafa hér fátækrastyrkinn einan“. (Alþingistíðindi 1935, bls. 1544). Thor Thors vildi fresta löggjöf um sjúkratryggingar, en taldi rétt að lög um elli- og örorkutryggingar komist í framkvæmd. Um atvinnuleysistryggingar sagði Thors Thors: „Við Sjálfstæðismenn leggjum á móti atvinnuleysistrygg- ingunum. I Iandi þar sem svo mikil árstíðavinna er sem hér, hlýtur at- vinnuleysi enn sem komið er jafnan að vera á vissum tímum árs.“ (Alþ.- tíð. 1935, bls. 1550). Héðinn Valdimarsson: „Mér finnst . . . að það sé aldrei jafnnauðsynlegt og einmitt þá, þegar alþýða manna lifir í sem mestu öryggisleysi, að reyna á einhvern hátt að skapa betra fyrir- komulag og meira öryggi meðal al- mennings“. (Alþ.tíð. 1935, bls. 1554). Jón Sigurðsson: „Það mundu ýmsir liggja í sjúkrahúsum miklu lengur en ástæða er til, lengur en þeir mundu gera, ef þeir ættu sjálfir að borga meira eða minna af þessu“. (Alþ.tíð. bls. 1556). 36 VINNAN

x

Vinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.