Vinnan


Vinnan - 01.12.1976, Page 38

Vinnan - 01.12.1976, Page 38
 • w r Hgp >;* .. ..awI ríkisins vegna heilbrigðismála færist yfir á tryggingarnar og einnig kostn- aður þeirra þátta framfærslu sveitar- félaga sem skyldastir eru tryggingum. Meginskipulagsbreytingin er sú að steypa öllum tryggingum í eitt kerfi og sameina iðgjöldin. Nú eru í fyrsta sinn almenn ákvæði í lögunum um fram- kvæmd, sem geri bótaþeganum auð- velt að fá þá fyrirgreiðslu, sem hann á rétt á, og með þeim hverfur að veru- legu leyti ölmusubragurinn sem á fé- lagslegri aðstoð var. Atvinnuleysistryggingasjóður var lögfestur 1. október 1956 eftir lang- vinnt verkfall. Leystist verkfallið bein- línis með lagasetningu þessari. SAMBAND MILLI BREYTINGAR Á DAGVINNIJLAUNUM OG BÓTAGREIÐSLNA Lög nr. 13 frá 1960: Með þeim kemur fyrst samband milli breytinga á dagvinnulaunum í almennri verkamannavinnu og bóta almannatrygginga. Að þessu sinni varðaði launabreyting þó aðeins bæt- ur slysatrygginga. Lög frá 1965: Með þeim er ráðherra gert heimilt að hækka allar bætur almannatrygg- inga verði breyting á almennum dag- vinnulaunum. Lög frá 1971: Með þeim er ráðherra ekki heimilt, heldur skylt að hækka bætur almanna- trygginga verði breytingar á launum verkamanna. Skal það gert innan 6 mánaða frá kjarasamningum. Árið 1971 var gerð umfangsmikil breyting á greiðslum almannatrygg- inga. Ákvæði um tekjutryggingu kem- ur inn í þau lög. Er þá í fyrsta sinn gert ráð fyrir að lífeyrisþegi geti lifað af lífeyri sínum. Með þessum lögum verður sú meg- inbreyting, að íslenskan ríkisborgara- rétt þarf ekki til að öðlast réttindi, heldur nægir að eiga lögheimili á Is- Iandi. Réttur til flestra bótaflokka var rýmkaður. Árið 1972, en þá er Magnús Kjart- ansson tryggingaráðherra var iðgjald einstaklinga til almannatrygginga af- numið. Almannatryggingar eru nú fjármagnaðar með iðgjöldum atvinnu- rekenda, framlagi rikisins og sveit- arfélaga. Jafnrétti karla og kvenna Með lagabreytingu frá 1972 var rétt- ur til bótagreiðslna færður jafnt kon- um sem körlum. Börn fá nú barnalíf- eyri vegna látinnar móður, vegna ör- orku móður eins og var um föður, feður geta fengið greitt meðlag frá móður hjá Tryggingastofnun ríkisins. 38 VINNAN

x

Vinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.