Vinnan


Vinnan - 01.12.1976, Page 43

Vinnan - 01.12.1976, Page 43
Virkt félagsstarf og sterk heildarsamtök tryggja best framtíð sjómanna. Þetta viðtal við Jón Sigurðsson var tekið í byrjun október áður en þing Sjómannasambands Islands var haldið og Jón lét af störfum sem formaður sambandsins. Fyrst var Jón spurður um afstöðu hans til bráðabirgðalaga ríkisstjómarinnar um kjör sjómanna. Bráðabirgðalögin voru gersamlega ótímabær og óþörf, þar sem ekki var um að ræða neina vinnustöðvxm, verk- fallshótun eða heámild félaganna til stöðvunar. Hvernig hafa sjómannasamtökin bmgðist við? Við höfum að sjálfsögðu mótmælt kröftuglega. Auk þess er í ráði að halda ráðstefnu, ekki aðeins félaga innan Sjómannasambandsins heldur og frá Alþýðusambandi Vestfjarða, Al- þýðusambandi Austurlands og Far- manna- og fiskimannasambandinu. Þessi ráðstefna er hugsuð til að treysta samstöðuna og sameina krafta sjó- mannasamtakanna í heild til sameigin- legra átaka, þannig að næðist sam- staða um vinnustöðvun, næði hún tii allra þessara aðila og yrði algjör. Ég tel að það þurfi að stórefla samstöðu sjómannasamtakanna og best væri ef um einn samning væri að ræða, sem næði til landsins alls. Keðjan er ekki sterkari en veikasti hlekkurinn og slitni hún er skipið komið á rek. Ef nokkur félög draga sig út úr og eru ekki samferða öðrum fólögum í kjarasamningum, þá er ekki sami slagkraftur í liðinu. Nú eruð þið búnir að eiga í stöð- ugum samningum frá því fyrir áramót. Hvað hefur gert samningagerðina svona erfiða? Ég held að ein meginástæðan sé skortur á heildarsamstöðu, Ef alls staðar hefði verið gripið til aðgerða á sama tíma hefði þetta tekið fljótar af og betri samningar hefðu náðst. Strax í mars, þegar atkvæðagreiðsla Tryggvi Helgason og Jón Sigurðsson heiðraðir á Sjómannadaginn í ár. fór fram, samþykktu samningana nokkur fólög, þ.e. frá og með Vest- mannaeyjum til og með Grindavíkur, auk félagsins á Akranesi. Þessi félög voru þar með úr leik sem slík. Það veikti að sjálfsögðu frekari sókn. Nú er að mínu mati rétti tíminn til að vinna að aukiruii samstöðu aMra sjómannafélaganna og koma á mun nánara samstarfi Sjómannasambands- ins og Farmanna- og fiskimannasam- bandsins. Ég held að setning þessara bráðabirgðalaga ætti að þrýsta mönn- um betur saman. Þá má einnig geta þess, að breyt- ingamar á sjóðakerfi sjávarútvegsins höfðu í för með sér alveg nýjan samn- ingsgrundvöll. Menn áttuðu sig ekki nógu vel á því, að þótt hlutaskipta- prósentan lækkaði, kom meira í hlut sjómanna vegna hækkaðs fiskverðs. Samningarnir eru orðnir allt of flóknir í sniðum. Það þarf að hafa þá eins einfalda og hægt er. Þeir verða þó alltaf umfangsmiklir vegna mis- munandi hlutaskipta á hinum ýmsu stærðum báta og ólíkra veiða. Samt sem áður held ég að einfalda megi samningana verulega. Hafa samningar verið mismunandi eftir landssvæðum? Á síðustu árum má segja að það hafi fyrst og fremst verið Sjómanna- sambandið sem staðið hefur í eldlínu samningagerðariimar. Vestfirðingar og Austfirðingar hafa síðan yfirleitt geng- ið inn í þessa samninga en þó fengið eitthvað umfram. Vestfirðingar hafa t.d. um langt árabil haft lítið eitt betri samninga en við. Nú verður þing Sjómannasambands- ins haldið dagana 22.—24. október. Hver verða aðalmál þingsins? Fyrst og fremst kjaramálin og ör- yggismál sjómanna. Ég hef margoft sagt, að bæði vegna fjarveru frá heim- ilum sínum og slysahættu við störf ættu sjómenn og ekki síst fiskimenn að bera mest úr býtum allra vinnandi manna. Hvað um félagsleg umbótamál? Það þarf að berjast fyrir föstu hafn- arfríi hjá fiskimönnum á togurum og stærri bátum. Það þarf líka að hugsa betur um að þjónusta þá er á sjó vinna t.d. með sjónvarpssendingum á miðin. VINNAN 43

x

Vinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.