Vinnan - 01.12.1976, Page 44
-
Nú hefur heyrst að þú munir láta
af formannsstarfi Sjóinannasambands-
ins á þessu þingi. Er það rétt?
Já, ég ætlaði reyndar að hætta á
þinginu 1974 en vegna áskorana gaf
ég kost á því að vera eitt kjörtímabil
enn. Ég verð 75 ára á næsta ári og
því mál að ég láti af störfum. Heilsan
er heldur ekki of góð. Menn eiga ekki
að lifa sjálfa sig í forustustörfum sam-
takanna. Maður tapar að sjálfsögðu
einhverju með ellinni og það er tími til
kominn að yngri menn taki við Sjó-
mannasambandinu. Því hef ég ákveð-
ið að taka ekki endurkjöri á kom-
andi þingi.
Ég er búinn að vera í sjómannasam-
tökunum síðan 1924 og lengst af þeim
tíma framarlega í baráttunni. Ég var
fyrst kjörinn ritari Sjómannafélags
44 VINNAN
Reykjavíkur 1927. Ég var á sjó til árs-
ins 1930 en fór þá að vinna að fisk-
sölu. 1 byrjun árs 1934 var ég ráðinn
erindreki Alþýðusambandsins. Helstu
verkefni mín þá voru að stofna félög
þar sem þau voru ekki til staðar og
aðstoða þau í kaupdeilum. Ég var
farinn að þekkja vel til þeirra mála
sem ritari Sjómannafélagsins. Ég ferð-
aðist um landið þvert og endilangt í
þessum erindum og vann að því um
leið að félögin gengju í Alþýðusam-
bandið.
Meðal þeirra félaga sem ég vann að
að stofna má nefna:
Vlf. Hólmavíkur 1934
Þrótt, Siglufirði 1934
Frama, áður Hreyfil 1934
Iðju, Reykjavík 1934
Jötun, Vestmannaeyjum 1934
Vfl. Fáskrúðsfjarðar 1935
Vlf. Grindavíkur 1937
Vlf. Jökul, Ólafsvík 1937
Vlf. Arnameshrepps 1937
Vlf. Vestmannaeyja 1939
Ég varð síðan framkvæmdastjóri Al-
þýðusambandsins 1941—1944 og aft-
ur 1949 — 1954. Auk þess hef ég átt
oft og lengi sæti í miðstjórn Alþýðu-
sambandsins. Það má því segja að
saga mín sé samofin sögu verkalýðs-
samtakanna.
Nú hafa bæði verið mun harðari
stéttaátök og meiri barátta um yfir-
ráð félaganna á fyrstu árum þínum í
ASl en nú er?
Já, ég er nú hræddur um það. Það
var gífurleg barátta bæði um yfirráð
félaganna og Alþýðusambandsins áður