Vinnan - 01.12.1976, Page 45
fyrr. Á þessu hefur orðið alger breyt-
ing. En ég harma hana ekki, síður en
svo. Þegar hin pólitísku átök í ASÍ
minnkuðu og meira samstarf var tekið
upp varð um raunhæfari kjarabaráttu
að ræða. Bræðravígunum linnti og fé-
lögin gátu einbeitt sér að kjara- og
réttindabaráttunni.
Hitt er svo annað mál, að verkalýðs-
samtökin verða að berjast á stjórn-
málasviðinu einnig og styðjast þar við
flokka, sem byggja á hugsjónum verka-
lýðshreyfingarinnar. Hið pólitíska afl
verkalýðshreyfingarinnar verður að
styrkja til þess að ná meiri umbót-
um til handa alþýðu manna.
Svo ég taki dæmi af þessum nýju
bráðabirgðalögum, þá hefðu þau aldrei
orðið til ef ekki væri við lýði ríkisstjórn
fjandsamleg verkalýðnum. Þess vegna
verðum við að koma á ríkisvaldi
vinnustéttanna.
Hvað viltu segja um framtíð sjó-
mannasamtakanna?
Það má með rétti segja að sam-
staða og starf sjómannafélaganna hef-
ur ekki verið nægilega gott. En það
er líka miklu erfiðara að haida uppi
öflugu fólagsstarfi í sjómannasamtök-
unum en öðrum verkalýðsfélögum. Oft
er því erfitt að heyja baráttuna. Sjó-
menn verða að þjappa sér betur um
félög sín. Þátttaka í síðustu atkvæða-
greiðslum um samningana var t.d. allt
of lítil.
Hjá okkur vantar aukið fræðslustarf
og hugsanlega þyrftum við sérstakt
baráttublað samtakanna, sem færi í öll
skip.
Ég held líka að það þurfi að vinna
að betri samstöðu við Farmanna- og
fiskimannasambandið. Ég tel að öl'l
sjómannafélögin ættu að ganga í Sjó-
mannasamband íslands. Það yrði okk-
ur til styrktar. I dag eru félögin innan
S.I. um 32 talsins, ýmist sjómannafé-
lög eða deildir í verkalýðsfélögunum.
Sjómeim verða að gera sér ljóst að
framtíð þeirra er best tryggð með
virku starfi í félögum sínum og
sterkum heildarsamtökum, sem megna
að knýja fram bætt kjör og aukin
réttindi. Áhætta og erfiði sjómanna
réttlætir að mun betur sé að þeim bú-
ið en nú er gert. Annað er ekki sæm-
andi í þjóðfélagi sem kennir sig við
framfarir og menningu.
VINNAN 45