Vinnan - 01.12.1976, Blaðsíða 48
Bjöm Jónsson t.h. og Snorri Jónsson, forseti og varaforseti ASÍ að loknu kjöri á 32.
þingi ASÍ.
um kost á að sitjá, og gerir það alla virka
þátttöku í alþjóðasamtökum mjög dýra.
Hins vegar höfum við reynt eftir föngum
að verá virkir í Norðurlandasamstarfinu,
en Norræna verkalýðssambandið er ungt
að árum, aðeins þriggja ára.
Til þess að þátttaka okkar komi að
fullum notum þarf að þýða og koma í ís-
lenskan búning því sem frá sambandinu
kemur og dreifa út í hreyfingtma. Það hef-
ur valdið okkur erfiðleikum vegna mann-
aflaskorts. En virkir höfum við verið að
því leyti, að við sækjum fundi i sam-
bandinu og eigum menn i sémefndum
þar og tökum þátt í þeim ákvörðunum
sem teknar eru.
Vinnán: Teljið þið aö þetta hafi mikið
gildi?
Snorri: Já, ég tel það. Það er líka nauö-
synlegt fyrir Norðurlöndin í heild að
marka sameiginlega afstöðu á alþjóðavett-
vangi. Þeir voru hér fyrir nokkru síðah
formaður og varaformaður Norræna verka-
lýðssambandsins og lögðu sérstaka áherslu
á þetta atriði. Það kom fram hjá þeim,
að saman væru Norðurlöndin mikið afl
í alþjóðlegu stárfi verkalýðssamtakanna.
Ólafur: Svo er það áreiðanlega þýðing-
armikið fyrir okkur, og hefur jafnvel beint
efnahagslegt gildi, að við getum haft þessi
alþjóðasamtök að bakhjarli í átökum, sem
við kunnum að eiga í hér heima .
Vinnan: Áttu við beinar peningagreiðsl-
ur í verkföllum?
Ólafur: Já, ég á við fjárhagslegan stuðn-
ing og það að geta leitað til annarra samtaka
um stöðvun vinnu í krafti þessa samstarfs,
þegar verið er t.d. að brjótast í gegn með
samgöngutæki erlendis, flugvélar eða skip.
Ásmundur: Það skiptir okkur töluvert
miklu máli að hafa opinn glugga út á við
og fylgjast með því hvað þar er að ger-
ast. Ég held að það sé ákaflega nauðsyn-
legt, ef vera á frjósamt starf héma,
að einhver aðstaða sé til þess að fylgjast
með því hvað erlendis er að gerast.
Vinnan: Ásmundur, hvert er þitt stárf á
skrifstofunni?
Ásmundur: Það er dálítið erfitt að gera
grein fyrir verksviði mínu, ef mið er tek-
ið af þeim tíma sem ég hef starfað hér,
vegna þess hve kjarasamningar hafa verið
stuttir og í rauninni eilíft samningaþóf
allan tímann. Þetta ástand hefur tengt
starfið algerlega þessum samningum enn
sem komið er. Það hefur beinst að því að
afla gagna og meta þær upplýsingar og
gögn sem lögð eru á borð samninganefnd-
ánna.
Þótt hjá Alþýðusambandinu starfi hag-
fræðingur breytir það ákaflega litlu varö-
andi sjálfa samningagerðiná. Samningarn-
ir verða alltaf pólitískt mat þeirra félags-
kjörinna fulltrúa sem þá gerá hverju sinni.
Hlutverk hagfræðingsins er að gefa þeim
grundvöll til þess að haga ákvarðanatöku
þannig að sjá megi að einhverju leyti fyrir
hvaða áhrif samningamir muni hafa á
ýmsa aðra hiuti. Ég held að það hljóti að
vera mikilvægt fyrir samningamennina.
En ég tel ennfremur æskilegt, að hag-
fræðingur Alþýðusambandsins hafi tölu-
verðu hlutverki að gegna varðandi undir-
búningsvinnu við stefnumörkun með undir-
búningsvinnu við stefnumótim, með gagna-
söfnun og útreikningum, ef tími skapast
milli samninga. Það gæti verið góður bak-
hjarl fyrir forystumennina til pólitisks
frumkvæðis.
Vinnan: Telurðu ao efla beri þessa
deild?
Ásmundur: Ég held að ekki sé raunhæft
að tala um það fyrst um sinn. Ef nefha
starfslið, þá er það í sambandi við upp-
á eitthvert svið, þar sem við þurfum aukið
lýsingar, jafnt innan hreyfingarinnar sem
út á við. Ég tel líka æskilegt að hér sé
starfandi lögfræðingur. Einmitt í þessum
efnum er mikilvægt að koma á sterkum
deildum hjá Alþýðusambandinu, fremur en
hvert Landssamband fyrir sig taki þetta að
sér.
48 VINNAN