Vinnan - 01.12.1976, Side 49
Skipulagsmynd Alþýðusambands íslands
r Landssambönd
Félög í
Landssamb.
Svæðasambönd
Svæðaskrifst.
Félög með
beina aðild
Orlofsheimili
Þing Alþýðusambands islands
Sambandsstjórn
Miðstjórn Skipulagsmálanefnd
Skrifstofa A.S.Í. Iðnsveinaráð
Félagsmál Hagræði Almenn Bókhald Hagfræði
deild skrifstofa Endursk. deild
M F A
Félagsmálaskóli
Sögusafn verkalýðshreyfingar
— Vinnan
Listasafn
Bréfaskóli
Alþýðuorlof Ferðaskrifst. Landsýn Alþýðubanki
Vinnan: Nú hefur oft komið fram á und-
anförnum árum, að samningar séu að verða
þess eðlis að sérfræðinga þurfi til að fjalla
um þá. Hinn almenni launamaður geti
ekki áttað sig á öllu því pappírsflóði, sem
fram er lagt í samningum og þeir þurfi því
að færast á hendur fagmönnum sem hafi
t.d. hagfræðiþekkingu.
Ásmundur: Ég held að þetta sé ekki rétt.
Það má að vísu alltaf flækja mál, og þarf
ekki sérfræðinga til, en heildarlínur í
samningamálum er hægt að leggja fram
það ljóst að hver einasti maður geti gert
sér grein fyrir því hvað hann er að greiða
atkvæði um. Þetta er einmitt hægt að gera
ennþá betur með því að láta hliðholla sér-
fræðinga setja málin fram.
Ólafur: Ég held einnig að þetta sé mjög
orðum aukið. Þetta sjónarmið kom einna
fyrst fram í sambandi við samningana
1969, þegar heilmikil viðbót var gerð um
lífeyrissjóðina. Sá viðauki var saminn af
tryggingafræðingum á mjög torskildu máli
og um leið um torskilið efni. En það sem
ég tel að geri samningagerð fyrst og fremst
flókna hjá okkur er hversu samningarnir
eru víðtækir og hversu margir aðilar eiga
hlut að máli. Alþýðusambandið gerir
rammasamning, síðan hvert starfsgreina-
samband eins konar rammasamning fyrir
stéttina og síðan prjóna félögin við þá.
Þannig getur komið til allmikið misræmi
í ýmsum ákvæðum, bæði beinum kjara-
ákvæðum og fríðindum, sem gerir það að
verkum, að menn nefna sömu hlutina ekki
alltaf sömu nöfnum. Að öðru leyti held ég
að samningar séu ekki verulega torskildir.
Ásmundur: Ef þessum rökum er beitt
gegn því að sérfræðingar séu notaðir við
samningagerð, þá eru þau röng. Hlutverk
sérfræðings í þessu tilliti er yfirleitt að
reyna að einfalda hlutina.
Vinnan: Nú skín það út úr þessum orð-
ræðum, að þið teljið í raun og veru, að
efla þurfi Alþýðusambandið sem stofnun
Hinsvegar heyrist oft rætt um alræðisskrif-
stofuvald í verkalýðshreyfingunni. Yfirleitt
er ASÍ-forystan nefnd í þessu sambandi.
Snorri: Það þarf að stórefla Alþýðusam-
bandið sem stofnun. Því má hins vegar
ekki rugla saman við það hvar samninga-
rétturinn er. Hann er hjá félögunum sjálf-
um. Það gerir það að verkum, að hér ríkja
að ýmsu leyti miklu lýðræðislegri vinnu-
brögð en þekkjast annars staðar. Þessar
kenningar um ofurvald Alþýðusambandsins
held ég séu innfluttar frá öðrum löndum,
þar sem miðstýring valdsins er miklu meiri
eri hér. Miðstjórn Alþýðusambandsins get-
ur ekkert gert í samningamálum, eins og
áður hefur verið sagt, án þess að fá um-
boð frá hverju einasta félagi sem á aðild
að viðkomandi samningi. Þetta kostar
mikla lýðræðislega vinnu. Ef við lítum á
þann mikla fjölda sem kemur að ákvörð-
unartökunni hér, þá er hann hlutfallslega
langt fyrir ofan það sem við þekkjum í
nágrannalöndunum, sem eru þó talin starfa
lýðræðislega.
Ólafur: Ég held að gagnrýnin sé tvenns
konar. Annars vegar að Alþýðusambandið
sé ofvaxið skrifstofubákn og drottni yfir
allri verkalýðshreyfingunni. Allir verði að
bugta sig og beygja fyrir fyrirskipunum
forystunnar. Hins vegar kemur fram að
Alþýðusambandið skorti frumkvæði í
fjölda mála. Sannleikurinn er einhvers
staðar þarna mitt á milli. Það er frek-
ar skortur á skriffinnsku og ég skal út-
skýra það betur. Formlega séð er ákvörð-
unarvaldið í hreyfingunni mjög dreift
og yfirleitt ekkert hægt að gera án þess að
minnsta kosti miðstjórn, sambandsstjórn
og í sumum tilfellum fjölmennar ráðstefn-
ur og nefndir hafi lagt blessun sína yfir
endanlegar ákvarðanir.
Þeagr ég er að tala um að efla Alþýðu-
sambandið sem stofnun þá á ég ekki fyrst
og fremst við að efla miðstjórnarvald þess,
heldur að það fái nægan mannafla til að
undirbúa mikilsverð mál þannig, að hinar
lýðræðislegu stofnanir innan sambandsins
eigi auðveldara með að taka afstöðu til
þeirra og móta stefnu sína. Yfirleitt er
hægt að gera hluti á fleiri en einn hátt.
Mál þarf að undirbúa þannig að mönnum
sé ljóst um hvað er að velja og hinir
kjörnu trúnaðarmenn komi vel upplýstir
ti! ákvörðunartöku.
VINNAN 49