Vinnan


Vinnan - 01.12.1976, Qupperneq 50

Vinnan - 01.12.1976, Qupperneq 50
Að ofan: 29. þing ASÍ. E.t.v. Karlakór verkamanna á Stokkseyri. N.t.v. 1. maí í Reykjavík 1976. Vinnan: Nú kemur það fram hjá ykkur öllum að það skorti á nægjanlegar upplýs- ingar í hreyfingunni og þá væntanlega bæði frá forystu til félagsmanna og öfugt. Hvem- ig á að lagfæra þetta? Óiafur: Það skortir mjög á fræðslustarf- semina í samtökunum. Hana þarf að efla verulega. Auk þess þarf að koma á kröft- ugum erindrekstri hjá Alþýðusambandinu. Ásmundur: Það þarf í auknum mæli að vinna upp gögn varðandi tiltekna mála- flokka og senda þau út í félögin til um- ræðu. Eftir skoðun í félögunum kæmu þau aftur til meðferðar hjá þeim pólitísku að- ilum, sem málin heyra undir. Þannig tækju fleiri þátt í ákvarðanatöku og valdið dreifðist um leið og starf skrifstofu og miðstjómar styrktist. Vinnan: Finnst ykkur ríkjandi stefna hjá félögunum að skammta um of fjármagn til starfsemi Alþýðusambandsins? Snorri: Alþýðusambandið hefur haft of lítil fjárráð undanfarin ár. Það hefur verið öflugu starfi fjötur Um fót. Á síðasta sam- bandsstjómarfundi var skattur félaganna til Alþýðusambandsins þó töluvert mikið lag- færður. Enn vantar samt á að menn taki rögg á sig og tryggi að þessi skattur hækki í samræmi við verðbólguþróunina í land- inu. Ólafur: Ég held að Alþýðusambandið sé ekki vísvitandi svelt af fjármagni lengur. Eflaust er ágreiningur um hversu víðtækt starf þessi miðstöð verkalýðshreyfingarinn- ar eigi að reka. Náttúrulega er hægt að finna ótal verkefni, sem segja má með misjöfnum rétti að Alþýðusambandið eigi að sinna en getur ekki, m.a. vegna fjár- skorts. Ef ég mætti taka sem dæmi þann vísi að umræðum, sem orðið hafa um atvinnu- lýðræði í hreyfingunni, þá hefði að minu viti þurft að búa út fmmgögn um mál- ið, kynna hugmyndina og koma henni á framfæri, þannig að hún sé aðgengileg hverjum félaga í hreyfingunni. Síðan þyrftu kjörnir trúnaðarmenn að fara um og ræða málið á grundvelli þessara gagna. Við höfum séð hvemig að þessu er unnið á Norðurlöndum. Þar hefur umræða um atvinnulýðræði staðið í 20 ár og hugtak- ið verið útvíkkað stig af stigi. Slík vinnu- brögð kosta að sjálfsögðu bæði fé og mannafla. Ásmundur: Það er spurning hvort ekki þarf líka skipulagsbreytingu á starfi mið- stjórnar, t.d. með fleiri föstum nefndum um tiltekna málaflokka. Það er ekki hægt að leysa öll mál með því einu að ráða fleiri menn á Alþýðusambandið. Starfs- menn hafa ekki þær pólitísku forsendur sem félagskjörnir forystumenn hafa til að ná þeim markmiðum sem stefnt er að. Vinnan: Oft heyrist að það sé starfsemi Alþýðusambandsins töluverður fjötur um fót, að yfirleitt sé leitað til sömu manna um flest sem ákvarða þarf. Ef nefndir eru settar á laggimar sitja sömu mennimir ávallt í þeim. Er miðstjórnin ekki nógu vakandi fyrir því að dreifa starfinu á fleiri menn? Ásmundur: Það er eðli málsins sam- kvæmt mjög algengt að forseta og fram- kvæmdastjóra sé falið af miðstjórninni að 50 VINNAN
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Vinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.