Vinnan - 01.12.1976, Síða 51
sjá um framkvæmd á einstökum málum.
En það er þá gert að aflokinni umræðu
miðstjórnar, þannig að þá er í rauninni
búið að taka ákvörðun um hvernig málið
skuli leyst.
Ólafur: Að sumu leyti held ég að þetta
eigi við rök að styðjast. Þegar skipa á menn
til að fjalla um ákveðna málaflokka koma
oftast fyrst í hugann menn með reynslu
og þekkingu á viðkomandi málum og þeir
eru skipaðir í nefndir og ráð. Þess er þá
ekki alltaf gætt hvort þeir séu hlaðnir öðr-
um störfum. Þama þyrfti kannski að
dreifa kröftunum betur og leita uppi nýja
menn til að takast ábyrgð á hendur.
Snorri: Ég held að þetta dæmi sem Ólaf-
ur tekur eigi miklu fremur við annars stað-
ar í hreyfingunni en í miðstjórn Alþýðu-
sambandsins.
Vinnan: Hjá félögunum þá?
Snorri: Hjá félögunum og landssam-
böndunum.
Vinnan: Nú er þróunin sú, að Alþýðu-
sambandið er í rauninni að verða æ rík-
ari þáttur í sjálfu stjórnkerfinu. Það hef-
ur afskipti af ýmsum atriðum sem varða
stjórn landsins á miklu breiðari grund-
velli en fyrr. Teljið þið þessa þróun æski-
lega eða felst í þessu viss hætta á að Al-
þýðusambandið og verkalýðsfélögin taki á
sig ábyrgð á ýmsum stjórnarathöfnum?
Ólafur: Ég held að í þessu geti að vísu
legið viss hætta og þá fyrst og fremst fyr-
ir það, að Alþýðusambandið hefur ekki
haft neina grundvallandi stefnuskrá í þeim
málaflokkum, sem sífellt er verið að leita
tii þess með, svo sem húsnæðismál, félags-
mál, tryggingamál o.s.frv. Því er hætt við
að þeir sem málin annast byggi fremur á
eigin persónulegri skoðun og innrætingu
en þeir hafi þann styrk sem byggir á
stefnumörkun í hreyfingunni. Alþýðusam-
bandið getur fremur sveigt þjóðfélagið til
nýrrar gerðar, ef stefna okkar liggur fyrir
skýrt útfærð.
Snorri: Ég er í höfuðatriðum sammála
því sem Ólafur segir. Það er rétt að við
eigum enga heildarstefnuskrá, en ef menn
hins vegar kynna sér samþykktir sam-
bandsþinga og sambandsfunda síðustu ára-
tugi kemur í ljós, að um víðtæka stefnu-
mörkun hefur verið að ræða. Auðvitað
hefur Alþýðusambandið og þeir menn sem
fara með umboð þess hverju sinni reynt
að fylgja henni fram.
Ólafur: En ég held það sé öruggt að Al-
þýðusambándið og félagar þess geti ekki
kappkostað að halda árunni hreinni með
því að eiga alls engin samskipti við önn-
ur þjóðfélagsöfl, hvort sem þeir telja þau
fjandsamleg eða ekki .
Vinnan: Að lokum, hvert er brýnasta
verkefni 33. þings ASÍ, sem haldið er á
þessu afmælisári Alþýðusambandsins?
Snorri: Að sjálfsögðu verður á þessu
þingi eins og öðrum fjallað um kjaramál
og önnur hagsmunamál verkalýðsstéttar-
innar. En merkasta verkefni þingsins er
að mínum dómi gerð grundvallarstefnu-
skrár Alþýðusambandsins. Slík stefnuskrá
væri verðug gjöf til Alþýðusambandsins
sextíu ára.
VINNAN 51