Vinnan


Vinnan - 01.04.1994, Qupperneq 10

Vinnan - 01.04.1994, Qupperneq 10
10 Setulið Bandaríkjamanna og skæruhernaðurinn viö Reykjavíkurhöfn árið 1942 Hugmyndir um hernaðarafskipti Yfirmaður bandaríska setuliðsins á íslandi hafði uppi fyrirætlanir um það sumarið 1942 að hafa afskipti af verkfalli hafnarverkamanna í Reykjavík með hervaldi. Bandarísk hernaðaryfirvöld lögðust eindregið gegn þessu. Þetta sýna gögn í Þjóðskjalasafni Bandaríkjanna í Washington, sem nýlega var heimilaður aðgangur að. í safninu eru varðveitt ýmis skjala- söfn er varpa Ijósi á samskipti setu- liðsins á íslandi og verkalýðshreyf- ingarinnar. Greinarhöfundur hefur kannað heimildir sem sýna nýjar hliðar á tilteknum þætti í átakasögu stríðsáranna sem nefndur hefur verið skæruhernaðurinn gegn gerð- ardómslögum í kaupgjalds- og verðlagsmálum árið 1942. Eins og kunnugt er tóku Bandaríkja- menn við vörnum Islands í síðari heims- styrjöld að beiðni Islendinga. Bretar höfðu hertekið landið 10. maí 1940 og þann 7. júlí 1941 stigu Bandaríkjamenn á land og Bretar undirbjuggu brottför sína af landi þar sem þeirra var meiri þörf annars staðar vegna stríðsins. Samskipti Bretahers og verkalýðshreyfingarinnar voru yfirleitt góð. Landlægt atvinnuleysi kreppuáranna hvarf eins og dögg fyrir sólu Þannig varð samkomulag strax sumarið 1940 um að Dagsbrún tæki að sér skýrslugerð og útborgun vegna Bretavinnunnar og fengi eitt prósent af útborguðum launum fyrir. Ekki höfðu tekist neinir samaningar um kaup og kjör við verkalýðsfélögin og þing Alþýðusambandsíslands 1940 mótmælti þessu og krafðist heildarsamninga við herinn. Innan Dagsbrúnar átti sér stað hneykslismál árið 1940, sem fékk heitið "sjóðþúrrðin". í heimildarleysi hafði formaður félagsins dregið sér fé úr vinnudeilusjóði félagsins. Afleiðingar þessa atburðar uðu þær að umsjón skýrslugerðar og útborgunar runnu úr höndum félagsins. Margir Dagsbrúnarmenn töldu ómaklega vegið að félaginu. Þegar breskir hermenn voru látnir ganga í störf verkamanna við flugvallar- gerðina í Reykjavík, sem voru í verkfalli í ársbyrjun árið 1941, þá fyrst skarst veru- lega í odda milli verkalýðshreyfingarinnar og heryfirvalda. Astandið gjörversnaði þegar hið svokallaða dreifibréf fór í umferð þar sem hermennimir bresku voru hvattir til að gerast ekki verkfallsbrjótar. Dreifi- bréfið leiddi til handtöku sjö manna og féll hæstaréttardómur gegn nokkrum Islending- um, félögum í Sósíalistaflokknum og tveimur ritstjórum og einum blaðamanni Þjóðviljans. En að lokum rættist úr sam- skiptaerfiðleikunum. Verkfallinu lauk 10. janúar 1941. Skriflegur samningur var gerður milli herstjómar Breta og Verkamannafélagsins Dagsbrúnar 4. júní 1941. Undirrituðu samninginn fyrir hönd Dagsbrúnar þeir Héðinn Valdimarsson, formaður Dags- brúnar, og Alfreð Guðmundsson, ráðsmað- ur Dagsbrúnar, og fyrir hönd herliðs Breta- konungs á Islandi W. W. Mason. I samn- ingnum var dagvinnutíminn styttur í 8 stundir úr 10 og fékkst þar með mikilvæg viðmiðun. Var fagnaður nokkur meðal verkamanna yfir þessu eins og gefur að skilja. Eftirvinnutaxtinn var hærri og með samningnum fékkst óbein yfirlýsing um að hernámsliðið vildi eiga friðsamleg sam- skipti við verkalýðshreyfinguna. Hafa ber í Stefón F. Hjartarson sagnfræðingur skrifar huga að á þeim tíma var hætta talin á yfir- vofandi árás Þjóðverja og því betra að góð samvinna tækist við hina skipulögðu verkalýðshreyfingu. Einnig kom her- námsliðið frá landi sem bar virðingu fyrir starfi og styrkleika verkalýðshreyfingarinn- ar. Engu að síður háði breska þjóðin grimmt stríð við Þjóðverja og er því ekki að undra að þeir vildu eiga góð samskipti við verkalýðshreyfinguna sem þeir kynnu að verða háðir um ýmislegt sem snýr að stríðsrekstri. Breski herinn áleit íslenska kommúnista liggja á bakvið andróðurinn gegn hemum og var ævareiður íslenskum yfirvöldum fyrir að banna ekki samstundis útgáfu Þjóðviljans. Ræðismaður Banda- ríkjamanna á Islandi, Bertel E. Kuniholm, greindi frá þessari afstöðu Breta í skýrslu til utanríkisráðherra Bandaríkjanna, dag- settri 27. janúar 1941. Gerðardómslögin óriö 1942 Dýrtíð í landinu og skortur á vinnuafli voru erfið viðfangsefni sem ríLisstjórnin glímdi við og það hrikti brátt í stoðum þjóðstjórnarinnar. Samningar voru víðast hvar lausir í árslok 1941 og viðræður í gangi en vígstaða atvinnurekenda var væg- ast sagt veik. Um það ber skýrsla Eggerts Claessen, formanns Vinnuveitendafélags Islands, í ársskýrslu sinni á aðalfundi þess glöggt vitni. Hermann Jónasson forsætis- ráðherra sagði í áramótaræðu sinni að ekki yrði þolað að kröfugerð iðnstéttanna um kjarabætur yrði látin viðgangast. Ljóst var af orðum hans að stutt væri í lagasetningu ef verkfallsvopninu yrði beitt. Viðræðum atvinnurekenda við hvert félag iðnaðar- manna af öðru var slitið strax næstu tvo daga og fóru þeir þá í verkfall. Sett voru gerðardómslög 8. janúar 1942 (bráðabirgðalög í kaupgjalds- og verðlags- málum) sem bönnuðu gmnnkaupshækkanir og verkföll. Alþýðuflokkurinn, undir for- mennsku Stefáns Jóhanns Stefánssonar, sleit stjórnarsamvinnunni. Framsóknar- flokknum var mjög umhugað um að koma í veg fyrir að allt vinnuafl sogaðist í „Bretavinnuna“ og Sjálfstæðisflokkurinn skildi vel að tvær helstu atvinnugreinar landsins, sjávarútvegurinn og landbúnaður- inn, yrðu að fá einhver þau hagstæðu skil- yrði eða vemd sem beindi vinnuaflinu til þeirra. Sósíalistaflokkurinn taldi hættu á að breska heimsveldið ætlaði að sölsa undir sig Island og myndi því ekki hverfa á brott eftir stríð. Sovétríkin gerði samning við Bretland í maí 1942 um samstarf og stuðl- aði það að breyttu viðhorfi Sósíalista- flokksins gagnvart Bretum. Raunar er höf- undi kunnugt um staðhæfingu þess efnis að alþingismanninum Einari Olgeirssyni hafi borist boð í fangelsisklefann í Englandi frá ríkisstjóm Sovétríkjanna í gegnum breskan þingmann Kommúnistaflokksins um að flokkurinn léti af allri andstöðu við Breta. Af hálfu flokksins hafði gætt tvíbentrar andstöðu við vinnu hjá hernum; hið gjör- breytta atvinnuástand var öllum augljóst. Ríkisstjórnin reyndi að fækka fólki í vinnu VINNAN

x

Vinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.