Vinnan


Vinnan - 01.04.1994, Side 12

Vinnan - 01.04.1994, Side 12
12 legu tengsl sem eru milli íbúa landsins og herbúðanna verða gjörsamlega að engu ef nokkur afskipti verða af verk- fallinu. Mæli [ég] því sterklega með því að til engra, [ég] endurtek, engra aðgerða verði gripið sem hafa í för með sér að bandarískur her blandist í vinnudeilur hér.“ Herráðsforinginn (Chief of Staff), Marshall, var sömu skoðunar og sendi minnisgrein til hermálaráðuneytisins [War Department] um að láta INDIGO (dulnefni fyrir Bonesteel) fá eins fljótt og auðið væri með tilliti til leyndar eft- irfarandi tilkynningu: „BEITING BANDARÍSKRA HERSVEITA SEM VERKFALLSBRJÓTA ER ÓHEIM- ILUÐ.“ [“USE OF AMERICAN TROOPS AS STRIKEBREAKERS IS DISAPPROVED. ]. Einnig lét hann fylgja að ef slík beiðni bærist frá Is- landi þyrftu verulega öflug rök að fylgja. Ætlunin væri ekki að mæla með slíku. Af ofansögðu má sjá hve samdóma yfir- maður bandaríska dvalarliðsins á Islandi og yfirmenn hermála í hermálaráðuneytinu voru um að láta ekki undir nokkrum kring- umstæðum herinn skipta sér af vinnudeil- um á Islandi. Bretar virðast hafa verið fyrr reiðubúnir að setja hermenn sína í vinnu í stað íslenskra verkamanna ef flutningar vegna styrjaldarinnar, sem þeir voru beinir þátttakendur í, yrðu verulega truflaðir. Verkföll voru að þeirra mati runnin undan rifjum kommúnista. Má til sanns vegar færa að griðasáttmáli Sovétríkjanna og Þýskalands nasismans hafi gert íslenska kommúnista æði tortryggilega í augum breska hernámsliðsins. Þegar Bandaríkja- menn komu í boði Islendinga til landsins höfðu orðið gífurlegar breytingar í sam- setningu bandalaga hinna stríðandi ríkja. Herir Sovétríkjanna og Þýskalands háðu grimmar orrustur sín á milli. Það var eðlis- "'‘■moihltD- jAMhority A/A/Q Zzr-NARA. Qafp F~> m 370.61 (6-23-425 Bamtsstm .jœ œs : d/s T,CU33ITBD 133SW2 CSSBHí 3uhJ*ott Oố.af OiS. Aiay ?orcca ln Croakins ft;36rllta Tho Cliiaf ojC StoCf dlwctet W I. Thnt tha COXhxdas aeeoaso in ooda ba tranaaittod to IoDIGO, XoelaDd by:tho rxxit',' (OtpKlitious vjmdo pooaiblo comíe- ‘,ant Tíith coorooyi ‘' IÖOSD 03E 0? AisaicAö tacopc A3 smiEcaaaÆEas is di3a7íeovbd PoriBd BO iznmioi Q7, 0IH2CTB0 SOClt ACTIÍlTr UÍLE33 100 R3- ccsaæsD raru soasTAíiiAL heasohs Poriod -nua m seplt ro roua suiaEn poca su' 7iva l'ARStHT.I. - II.. Ib«t the Asaifttaat Cblef of SUÍf, 0-2 «nd tl-.e Coaaatding Oofwral, Cervisss at Sapply bo fumlahad nith a copy of tho aotloo dlreotod la porasrBph- 1, 'flbove. Cbw „ Q+avruijJ,fáifó’: i-. HrigetUor Oonorol, *0alaUab CbU£ or 3taff* HOTB FOR RECOROt' 0íil^a' 3. . In hio Koaaaga OM1I-7447 (6-23-42) the CG, I3C atatas that the .Cqnainnriant of tho-.HayaÍýójerating, Baao íeeland reporto that the róanBeofttative • pt-XÓ^SÍ^Sbi^ÍJi^íiáau ia Icelaod haa roooiaaendod Arnyv.Porcoo 'ji'Ioelaui ao atrikobroakora in a eÍTllian otoVoíIoroa' strllte; ogoinot.the S.S. Carabolla (Panaœa). ' a that' the' WiDk dioapprovo this giving roaoono ln detail. '•aw'jmiíp— munur á veru herliðs Breta annars vegar og Bandaríkjanna hins vegar á Islandi og hann kom fram í afstöðu þeirra til verkfalla ís- lenskra verkamanna. Sáttasemjari ríkisins og ógilding gerðardómslaganna Ríkisstjómin vissi af áhyggjum Banda- ríkjamanna. Sendiherra þeirra tilkynnti henni um þessar áhyggjur sínar og sendi- herra Islands í Washington tjáði henni fréttir þaðan. Samninganefnd Bandaríkja- manna á Islandi greindi frá geigvænlegum afleiðingum af því að afgreiða ekki skip sem væru í siglingum vegna stríðsins. Því var það að sáttasemjaranum var falið að gera allt til að ná samkomulagi deiluaðila. Vinnuveitendafélag Islands sendi lista 25. júní með nöfnum 300 hafnarverkamanna til allra aðildarfélaga sinna í því augnamiði að fá alla atvinnurekendur til að ráða engan þeirra til sín í vinnu. Þann sama dag, 25. júní, kom til kasta sáttasemjara ríkisins. Hann boð- aði til fundar verkamenn við höfnina (ekki Verkamannafélagið Dagsbrún) ásamt stjómum Eimskipafélagsins og Skipaútgerðar ríkisins. Náðist sam- komulag sem í stórum dráttum var samkvæmt kröfum verkamanna. Þeir fengu samþykkt að fyrir hverja klukkustund sem unnin var í nætur- vinnu (frá kl. 8 síðdegis til 7 árdegis) skyldi greiða til viðbótar hálfrar klukkustundar dagvinnukaup. Tíma- kaup í dagvinnu varð kr. 4,30 að við- bættri verðlagsuppbót. Eftirvinna reiknaðist frá kl. 6 til 8 en á móti féll umsaminn kaffitími niður. Með samningunum voru gerðar- dómslögin endanlega gerð að dauðum og ómerkum bókstaf þótt formleg jarðarför þeirra yrði ekki fyrr en 25. ágúst þetta ár. Vígstaða verkamanna og iðnaðarmanna var að sama skapi sterk eins og hún var veik hjá atvinnurekendum. Þeir voru ekki í öfundsverðri samningaað- stöðu. Þeir urðu nauðugir viljugir að játa sig sigraða fyrir aðstæðum sem þeir engan veginn gátu haft stjórn á — stríðsástand- inu. Erjur urðu áfram milli atvinnurekenda og launafólks út árið 1942 og barðist Al- þýðusamband Islands fyrir því að sam- ræma kaupgjald sem víðast á landinu og óskaði eftir því við setuliðið og ríkisstjóm- ina að enginn taxti. Til þess höfðu þeir 4000 íslendinga þegar flest var á sínum vegum árið 1942. yrði settur af hálfu setuliðsins án samn- ingaumleitana og samþykkis verkalýðsfé- laganna. Það var undir íslendingum sjálf- um komið hvort þeir væru ábyrgðarfullir. Setuliðið ætlaði sér það eitt hlutverk að treysta varnir og auka sóknarmátt Banda- manna í stríðinu við Þjóðverja. hóte/ SELFOSS Eyrarvegi 2, sími 98-22500 Leigjum út, allt að 400 manna sali fyrir ráðstefnur, fundi og árshátíðir. Aðstaðan er fyrsta flokks og við leggjum metnað okkar í góðan mat og lipra þjónustu. VINNAN

x

Vinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.