Vinnan


Vinnan - 01.04.1994, Side 23

Vinnan - 01.04.1994, Side 23
23 Björn Snæbjörnsson, formaöur deildar verkafólks hjó ríki og sveitarfélögum: Samkennd manna hefur styrkst — Mesti ávinningurinn af starfi deildar verkafólks hjá ríki og sveitarfélögum er sá að kominn er sameiginlegur vett- vangur til að afla upplýsinga og veita aðstoð í stað þess að hver vinni í sínu horni. Fyrir þá hópa sem eiga aðild að deildinni gildir aragrúi af kjarasamning- um og launamunur fyrir sam- bærileg störf er víða mikill, seg- ir Björn Snæbjörnsson í sam- tali við Vinnuna. Hann segir að staðreyndin sé þó sú að lítið hafi áunnist við að leiðrétta þetta og annan þann mun sem er á kjörum einstakra hópa starfsmanna sveitarfélaga; lítið sem ekkert hafi fengist leiðrétt í sérkjarasamningum þessara hópa síðustu árin, frekar en hjá öðrum hópum launafólks. Þó hefur deildin komið að samningamál- um einstakra hópa hjá ríkinu, í samstarfi við ASI, fyrst og fremst hjá Vegagerðinni, í mötuneytum skóla og Skógrækt ríkisisins. Ýmsir hópar hafa verið einnig verið kallaðir saman til ráðstefnu, meðal annars var haldin á Egils- stöðum ráðstefna með fólki sem vinnur að málefnum fatlaðra og töluvert var unnið að því að verja réttindi starfsfólks sjúkrahúsa í tengslum við breytta verkaskipt- ingu ríkis og sveitarfélaga. Deild- in kom líka að málefnum ræst- ingafólks hjá ríkinu, þegar ræst- ingar í framhaldsskólum á höfuð- borgarsvæðinu vom boðnar út, og tók meðal annars þátt í för til Danmerkur og Noregs þar sem fulltrúar hennar, ASÍ og Verka- mannasambandsins kynntu sér hvemig þar er staðið að ræsting- um. Þá stendur til að boða til ráð- stefnu fólks sem vinnur við öldr- unarþjónustu. — Ég tel því að vissulega hafi náðst árangur með starfi deildar verkafólks hjá ríki og sveitarfé- lögum. Hópar víðsvegar af land- inu hafa hist og rætt sfn sérmál, sem er einmitt það sem hefur Björn Snœbjörnsson: Hópar víðsvegar aflandinu hafa hist og rætt sín sérmál, sem er einmitt vantað. Deildin hefur að sjálf- sögðu ekki samningsumboð, það liggur hjá félögunum, en það er hins vegar nauðsynlegt að ná saman upplýsingum og veita að- stoð, og samkennd manna í á- kveðnum starfsgreinum hefur styrkst. Deildin er jafnframt inni í umræðunni um menntunarmál og í samstarfi við MFA, Sókn og starfsmenntasjóð er meðal annars unnið að því að koma á sameigin- legum námskeiðum, samræma námsefni o.s.frv. svo allir búi við sama kerfi, án tillits til þess hvort þeir búa í fámenni eða marg- menni. — Innan Verkamannasam- bandsins hefur sú hefð skapast að formaður og varaformaður þess hafa, ásamt formönnum deild- anna, myndað ákveðna forystu sem þýðir að deildaformennimir eru mjög virkir í þeirri kjara- og samningaumræðu sem alltaf er í gangi. Framundan í starfi deild- anna er fyrst og fremst þátttaka í undirbúningi kjarasamninga næsta haust, fyrir samningana sem verða lausir um næstu ára- mót. Kallaðir verða saman hópar til að ræða þau mál, auk þess sem við verðum í starfi innan Verka- mannasambandsins í þessum undirbúningi, segir Björn Snæ- bjömsson í samtali við Vinnuna. Guömundur Finnsson, formaöur deildar bygginga- og mannvirkjageröar: Rétt að nota efnahagslægðina til áb huga að menntun — Vitanlega erum við í sömu stöðu og aðrir launþegar, að því viðbættu að atvinnuleysi hefur komið hvað harðast niður á fólki í okkar atvinnugreinum. En það er líka Ijóst að þessarar deild bíða mikil verkefni þegar við komumst upp úr öldudaln- um, segir Guðmundur Finns- son, formaður deildar bygg- inga- og mannvirkjagerðar. Hafist var handa um að gera sérkjarasamning fyrir bygginga- verkamenn og stjómendur þunga- vinnuvéla fljótlega eftir að deildin var stofnuð. Þeirri samningsgerð var lokið fyrir kjarasamningana vorið 1992 en hefur aðeins tekið gildi að hluta, enda harla lítið um að sérkjarasamningar hafi fengist ræddir almennt hin síðari ár. Töluvert hefur verið unnið að menntunarmálum byggingaverka- manna frá því deildin var stofnuð. I samvinnu við Menningar- og fræðslusamband alþýðu voru haldin námskeið á Akureyri, í Keflavík og Reykjavík. A þessum námskeiðum var meðað annars kennt um jarðveg og grunnmúra og ýmsar hliðar á byggingu húsa, lokafrágang á húsum og næsta umhverfi þeirra. — Það segir sig sjálft að verkamenn sem hafa þekkingu á slíku hljóta að vera verðmætari starfsmenn en áður. En vanda- málið var að menn fengu ekki launahækkanir eftir að hafa sótt þessi námskeið þannig að þau voru ekki eins fysilegur kostur og önnur námskeið, segir Guðmund- ur Finnsson. En stjórn deildarinnar heldur ótrauð áfram og hefur fengið MFA til liðs við sig til að afla upplýsinga um menntunarmál annars staðar á Norðurlöndum og kynna sér kennsluefni. Þeir hafa einnig sett sig í samband við skóla fyrir flutningaverkamenn í Svíþjóð. — Við hugsum þetta starf fyrst og fremst þannig að það þurfi að afla þekkingar á því hvemig aðrir standa að menntun Guðmundur Finnsson: Töluvert verið unnið að menntunarmálum eftir að deildin var stofnuð. síns fólks, kynnast því hvernig frændur okkar annars staðar á Norðurlöndum gera þetta, læra af því, sníða af þá vankanta sem koma í ljós hjá þeim og koma síð- an upp endurmenntun fyrir okkar fólk, á okkar eigin forsendum. Á sambandsstjórnarfundi VMSÍ í fyrravor var síðan lögð sú lína að í næstu kjarasamningum skyldi tekið mið af starfs- og endur- menntun verkafólks og við erum einfaldlega að afla okkur nauð- synlegra gagna til að vera betur búin undir þá umræðu sem þarf að fara fram um þessi mál, segir Guðmundur. Hann telur það vera alveg ljóst að verkalýðshreyfingin þurfi að taka menntunarmálin mjög föst- um tökum en bendir jafnframt á að ekki þýði að endurmennta starfsfólk í byggingariðnaði séu ekki til störf fyrir það. — Stærsta vandamál þessarar deildar nú er að sjálfsögðu at- vinnuleysið en það er líka Ijóst að hennar bíða stór verkefni þegar við komumst upp úr þessasri lægð sem efnahagslífið er í núna. Raunar óttast ég að þá skapist þensla á vinnumarkaðnum og því er nauðsynlegt að nota þennan öldudal sem við emm í til að huga að menntun og endurmenntun fólks jafnframt kröfum um kaup og kjör, segir Guðmundur Finns- son, foimaður deildar bygginga- og mannvirkjagerðar. VINNAN

x

Vinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.