Vinnan


Vinnan - 01.04.1994, Qupperneq 30

Vinnan - 01.04.1994, Qupperneq 30
30____________________________________________________ Hafsteinn Stefánsson: Áiur voru skipin úr tré en mennirnir úr stáli... — Ég viidi ekki láta nudda mér upp úr því að ég sæti of lengi í starfi. Ég var kominn á aldur og því ekki ástæða til þess að streitast við lengur. Það er nú oft þannig innan verkalýðshreyfingarinnar sem ann- ars staðar að menn vilja verða makráðir þegar fram í sækir og sitja sem fastast. Þetta er eins og með ketti sem eitt sinn voru góðir veiðikettir — það vill enginn taka að sér að lóga þeim þegar þeir eru hættir að gera gagn, enda vinaleg og góð dýr, segir Hafsteinn Stefánsson, fyrrverandi starfsmaður Verkalýðsfélagsins Þórs á Selfossi og baráttumaður ævilangt fyrir bættum kjörum og jafnrétti. Hafsteinn er sjötíu og þriggja ára og ber aldurinn með reisn. Hann talar hægt, en með áherslu, og kveður fast að orði þegar við á. Hann er þó enginn orðhákur og fer ekki með dylgjur og sví- virðingar um það sem honum mislíkar. Samt fer ekki á milli mála að þar talar maður sem hef- ur skoðanir, og skiptir þá engu þótt þær séu ekki alltaf samstiga almannarómi og þeim sem með völdin fara hverju sinni. Hafsteinn hætti störfum hjá Þór um síðustu áramót eftir tíu ára starf. Honum er auðheyrilega ekki eiginlegt að tala um sjálfan sig en hann fæst þó til þess að segja okkur undan og ofan af um það helsta sem hann hefur tekist á hendur innan hreyfingarinnar. Aðeins sextán ára gekk hann til liðs við Verkalýðfélagið Ár- vakur á Eskifirði. — I mínum huga er Árvakur alltaf dálítið merkilegt félag. Það stóð fyrir stofnun samvinnufé- lags og keypti fjóra báta sem gerðir voru út með samvinnufé- lagsformi um nokkurra ára skeið. Fólk fann fyrir þessu á ekki stærri stað en Eskifjörður var þá og atvinna af skornum skammti. Frá Eskifirði lá leið Hafsteins til Eyja en þar gekk hann til að byrja með í Sjómannafélagið Jötunn. — Á þessum árurn voru hatrömm pólitísk átök innan verkalýðshreyfingarinnar. Við sem kallaðir vorum kommúnisÞ ar náðum völdum í félaginu á lýðræðislegan hátt á aðalfundi. Eg vona að ég móðgi engan þó að ég slái því fram að Jötunn hafi verið leiðandi í kjaramálum sjómanna um langan tíma. Við stóðum í hörðurn verk- föllum og við lá að hendur væru látnar skipta. Það var staðið í ströngu. Þegar barist var fyrir kauptryggingunni um miðjan fimmta áratuginn kostaði það tveggja mánaða verkfall og við komumst ekki á sjó fyrr en undir lok febrúar. Meðan á verkfalli stóð höfðum við ekkert annað en lánstraust til að lifa á. Við lentum í öðru löngu og ströngu verkfalli og frá áramót- urn var fyrst farið á sjó síðasta dag febrúar. Út úr því verkfalli náðum við fram örlítilli hluta- hækkun sem þótti mikil ósvinna að fara fram á. Af reynslunni vorum við búnir að læra það að ef við settum fram nokkuð háar kröfur gætum við slegið talsvert af við samningaborðið en samt fengið okkar fram. Þetta gekk nú svona heldur betur eftir, segir Hafsteinn og það fer vart milli mála að þessir atburðir eru hon- um enn í fersku minni. Eftir nokkurra ára vist í Jötni var vettvangur Hafsteins um skeið í Iðnaðarmannafélagi Vestmannaeyja en hann er lærð- ur skipasmiður auk þess að vera með skipstjórnarréttindi. Því næst lá leiðin í Skipstjóra- og stýrimannafélagið Verðandi. Meðfram félagmálastappi innan verkalýðshreyfingarinnar tók Hafsteinn virkan þátt í stjórn- málum, fyrst í Sósíalistaflokkn- um og síðar Alþýðubandalaginu. Um tíma sat hann í bæjarstjóm Vestmannaeyjabæjar. — Fljótlega eftir að við flutt- um hingað á Selfoss eftir gos tók ég við starfi hjá Verkalýðsfélag- inu Þór og var kjörinn varafor- maður, sem ég á víst að heita enn. Mér fannst þá við hæfi að ganga einfaldlega í félagið og hafa það sem félagsmönnum hafðist. Hafsteinn segir tildrög þess að hann og eiginkona hans, Guð- munda Gunnarsdóttir, fyrrver- andi formaður Verkakvennafé- lagsins Snótar, settust að á Sel- fossi þau helst að um þær mund- ir hafi hann setið í bæjarstjórn Vestmannaeyja. — Eg var eini iðnaðarmaður- inn sem þar átti sæti og ég var kosinn til þess að fara með verk- fræðingum út til að velja þau hús sem til greina kom að kaupa og flytja hingað upp. í því var ég að snúast næstu tvö árin og var síð- an fenginn til að sjá um uppsetn- ingu húsanna á Selfossi. Það fæddist lítil mús Hafsteinn segir að eigi hann að bera saman verkalýðshreyf- inguna eins og hún er í dag og hún var um miðja öldina felist gleggstur munur í því getuleysi sem virðist allt um lykjandi í starfsháttum hreyfingarinnar um þessar mundir og trúleysi-á eigin mátt. — Ef til vill má velta því fyrir sér hvort það hafi einatt verið ár- STYRKJUM LANDGRÆÐSLU MEÐ Mest seldu dekk á íslandi íslensk framleiðsla á frábæru verði Af hverjum seldum hjólbaröa renna 10 kr. til Landgrœöslu ríkisins 814009 Skipholtí 35 s, 31055 VINNAN

x

Vinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.