Vinnan


Vinnan - 01.04.1994, Blaðsíða 36

Vinnan - 01.04.1994, Blaðsíða 36
36 Helga Stefánsdóttir, Akureyri: "Fæ enga fræðslu um hreyfinguna" Helga Stefánsdóttir býr í Þorpinu á Ak- ureyri og vinnur í Strýtu sem er niðursuðu- verksmiðja byggð á rústum hins gjaldþrota K. Jónsson hf. Helga er að verða tvítug en hefur unnið í fyrirtækinu frá árinu 1988, ef frá er talið barneignaleyfi sem hún fékk þegar hún eignaðist dóttur sína sem nú er hálfs annars árs gömul. Helga segist einmitt hafa verið í því leyfi þegar K. Jónsson varð gjaldþrota en hvað segir hún um starfsemi verkalýðs- hreyfingarinnar, sér hún mikið til hennar á vinnustað sínum? „Nei, það verður lítið vart við þá nema eitthvað sé um að vera, eitthvað mikið.“ Helga hefur farið á námskeið fyrir fisk- vinnslufólk, en hún hefur ekki hlotið neina fræðslu um starfsemi stéttarfélaganna. „Það hefur enginn gefið sig fram til að segja mér neitt og ég hef aldrei þurft að leita til félagsins, nema þegar ég missti helminginn af vinnunni og fékk bætur á móti. Þá þurfti ég að mæta til að stimpla mig og ná í bætumar.“ - Hefurðu velt því fyrir þér hvert pen- ingamir fara sem dregnir eru af þér? „Nei, ég hef ekki pælt í því, kannski er ég ekki komin á þann aldur þegar fólk gerir það. Ég hef heldur aldrei fengið neitt til baka, aldrei farið í orlofshús svo dæmi sé tekið. Ég hef bara borgað í þetta,“ segir Helga Stefánsdóttir. Hollustuvernd ríkisins Heilbrigö þjóð í hreinu landi SENDUM BARÁTTUKVEÐJUR I TILEFNI AF 1. MAÍ IL Landssamband vörubifreiðastjóra Verkamannasamband Islands PJÓNUSTUSAMBAND ÍSLANOS J jto l ir Sairnðn SAMBAND IÐNFÉLAGA Landssamband iðnverkafólks Sjómannasamband íslands Rafiðnaðarsamband (slands íslenzkra verzlunarmanna

x

Vinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.