Vinnan - 01.04.1994, Side 38
38
Benedikt Davíðsson, forseti ASI, Ingeborg Vinther,formaðurfœreyska Verkamannasambandsins, og Ole Kristian Klein, fulltrúi grœnlenska
Alþýðusambandsins, hittust á samráðsfundi í Reykjavík fyrir skömmu. Þar var samþykkt að stefna að því að halda aðalfund
Verkalýðssambandsins í Norður-Atlantshafi í Fœreyjum í haust.
Samstarfsfundur Verkalýðssambandsins í NorSur-Atlantshafi:
„Enginn skilur ástandið í Færeyjum
nema upplifa þaB sjálfur77
— segir Ingeborg Vinther, formaöur færeyska
Verkamannasambandsins.
— Danir hafa smeygt snöru um
háls Færeyinga. Peningar sem frá
þeim koma fara einungis í aö
bjarga færeyskum og dönskum
bönkum, ekkert af þeim hefur fariö
til fólksins, sagði Ingeborg Vinther,
formaöur færeyska Verkamanna-
sambandsins, meöal annars á sam-
starfsfundi Verkaiýðssambandsins í
Norður-Atlantshafi sem var haldinn
í Reykjavík seint í mars.
Ingeborg Vinther upplýsti að skráð at-
vinnuleysi í Færeyjum væri 21 prósent en
væru taldir með þeir sem flutt hefðu á brott
auk annarra sem eru horfnir af vinnumark-
aði, þar á meðal í nám, sagði hún að at-
vinnuleysið væri álitið vera um 35 prósent.
Hún lét í ljós mikla vantrú á færeyskum
stjómmálamönnum sem hún sagði að hugs-
uðu einungis um hvernig hægt væri að
mæta kröfum dönsku ríkisstjórnarinnar.
— I rauninni getur enginn skilið ástand-
ið án þess að hafa upplifað það á sjálfum
sér — og í Færeyjum er farið að tala um
það í fullri alvöru að verkalýðssamtökin
bjóði fram í lögþingskosningunum í nóv-
ember í haust, sagði Ingeborg Vinther.
Island, Grænland og Færeyjar eiga aðild
að Verkalýðssambandinu í Norður-Atlants-
hafi en samstarf þessara þjóða í verkalýðs-
málum hefur staðið í 12 ár. A fundinum í
Reykjavík hittist samráðsnefnd sambands-
ins, sem í eiga sæti formenn verkalýðssam-
banda landanna þriggja, og ræddu stöðu
þessa samstarfs og framhald þess. Þegar
hefur verið ákveðið að aðalfundur sam-
bandsins verði haldinn í Færeyjum í sept-
ember.
Ole Kristian Klein, fulltrúi grænlenska
Alþýðusambandsins, sagði að atvinnuleysi
þar væri um 15 prósent og færi vaxandi.
Astæðan er minnkandi þorskafli og menn
hafa einnig áhyggjur af verðfalli á rækju.
— Hjá okkur snýst umræðan um að
finna eitthvað annað en fisk til að lifa af og
þar er einkum litið til þjónustu við ferða-
menn, sagði Ole Kristian Klein.
Vandi Grænlendinga er ekki aðeins
minnkandi þorskveiði. Allur námarekstur
liggur niðri; gull hefur raunar fundist en of
dýrt er að vinna það. Grænlendingar hafa
einnig miklar áhyggjur af áhrifum starf-
semi og málflutnings Grænfriðunga á at-
vinnulíf sitt.
Grænlendingar hafa sýnt mikinn áhuga á
að læra af okkur Islendingum hvemig við
höfum staðið að ýmsum málum og nefndu
sérstaklega félagslega íbúðakerfið og líf-
eyrissjóðakerfið. Grænlenska landstjómin á
mestallt húsnæði á Grænlandi og leigir það
út. Af þeim sökum þarf oft að semja um
húsaleigu í kjarasamningum. Stutt er síðan
farið var að koma upp lífeyrissjóðum á
Grænlandi en við uppbyggingu þeirra hefur
til þessa verið litið til danskrar fyrirmynd-
ar.
VINNAN