Vinnan


Vinnan - 01.04.1994, Qupperneq 43

Vinnan - 01.04.1994, Qupperneq 43
LÆKNAR GETA SPARAÐ 200-300 MILLJÓNIR KRONA1 LYFJAKOSTNAÐI Á ÞESSU ÁRI. VONANDI GERAÞEIRÞAÐ! Heildarkostnaður við lyfjanotkun á íslandi á árinu 1993 var u.þ.b. 5,1 miiljarður króna. Þetta er há fjárhæð. Ekkcrt bendir til annars en að útkoman verði jafnvel hærri á þessu ári. Þegar sama virka lyfjaefnið er skráð undir mismunandi lyfjaheitum. frá mismunandi framleiðendum, eru þau lyf kölluð SAMHEITALYF. Þetta eru lyf sömu tegundar, samskonar Iyf. Þau eru ekki aðeins markaðssett hvert undir sínu heiti, heldur eru þau einnig í ólíkum umbúðum. Lyfin eru engu að síður talin jafngild (bio-equivalent) af heilbrigðisyfirvöldum, enda gerðar til þeirra nákvæmlega sömu gæðakröfur. Mikilvægt er að gera sér grein fyrir því að samheitalyf geta verið á afar mismunandi verði og stundum er sá munur margfaidur. Ef læknar ávísa ætíð á samheitalyf með því að merkja (§) í stað (R) við lyfjaheiti, þegar mögulegt er, má ætla að þessi upphæð verði mun lægri en hér að framan greinir, eða sem nemur 200-300 milljónum króna. Þetta sýnir okkur, hve niiklu skiptir fyrir íslenska sjúklinga og þjóðarbú að skynsamlega sé staðið að ávísun lyfja í landinu. Aðhald og sparnaður í rekstri veitir aukið svigrúm til hetri heiibrigðisþjón ustu. Merki læknir bókstafinn ® við lyfjaheiti á lyfseðli, fær sjúklingur eingöngu afgreitt tiltekið lyf. Merki læknir hins vegar bókstafinn(S)við lyfjaheiti, fær sjúklingur afgreitt ódýrasta samheitalyf í sama lyfjaflokki. HEILBRIGÐIS- OG TRYGGINGAMÁLA- RÁÐUNEYTIÐ TRYGGINGASTOFNUN K& RÍKISINS

x

Vinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.