Stefnir - 01.03.1951, Side 28

Stefnir - 01.03.1951, Side 28
26 STEFNIK Reynistaður í Skagafirði. búendatals í Skagafirði frá árun- um 1781 til þessa dags, sem nú er að koma út. Fjölda ritgerða hefur hann skrifað um búnaðar- mál og ættfræði. Jón á Reynistað er fjölfróður maður, hugkvæmur og glögg- t-kvggn á nýjungar, er til heilla horfa. En hann stendur föstum fótum á grundvelli þjóðlegra og sögulegra verðmæta og minja. Um það getur engum blandast hugur, sem sækir hann og konu hans heim á heimili þeirra að Reynistað. Þar mætast á skemmt- legan hátt nýtízku búskapur og rótgróin sveitamenning liðins tíma. Þar standa gamla baðstof- an og viðhafnarstofa nýja tím- ans hlið við hlið og milli þeirra er hvorki ósamlyndi né ósam- ræmi. Aþ ví fer vel, að þingmað- ur hinis fagra Skagafjarðarhér- aðs skuli sitja þetta þjóðlega og fagra óðal við vinsældir og virð ingu héraðsbúa sinna. En Jón á Reynistað er hlédrægur maður og sækist lítt eftir mannvirðingum. Hæfileikar hans og starfhæfni hafa hinsvegar skapað honum traust og álit allra er kynnast honum. Þessvegna hefur honum verið falinn fjöldi trúnaðarstarfa fyrir hérað sitt, íslenzka bænda- stétt og fyrir þjóðina í heild. ■5. Bj.

x

Stefnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stefnir
https://timarit.is/publication/1516

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.