Stefnir - 01.03.1951, Page 36

Stefnir - 01.03.1951, Page 36
24 STEFNIR með rökum að full sanngirni er í })ví að 'þeir, sem afla gjaldeyr- isins fái að ráðstafa honum og nota hann. Hitt er einnig aug- ljóst að álagning á hann hlýtur að leiða til hækkaðs vöruverðs. Leið hins frjálsa gjaldeyris með þeim hætti, sem nú hefur verið ákveð- in, er þessvegna engan veginn til frambúðar. Hún er einungis neyðarúrræði. Annarra kosta var ekki völ. í framtíðinni verður ó- umflýjanlegt að ráðast á sjálfan framleiðslukostnaöinn. Hann verð ur að lækka ef vélbátaflotinn á að geta framleitt á samkeppnis- hæfum grundvelli. Styrkjastefnan er dauðadæmd. Að henni verður ekki unnt að hverfa að nýju. t Alþingi samþykkti 77 lög að þessu sinni 77 samþykkt. lög, þar af 54 stjórnarfrumvörp. Það samþykkti ennfremur 17 þingsályktunartillögur. Stefna þess var yfirleitt sú að lækka risið á ríkisbákninu. Ekki verð- ur þó sagt að árangur þeirrar viðleitni hafi orðið mikill. En hér er við ramman reip að draga. Það er erfiðara að draga saman en þenja út. En meirihluta Al- þingis er orðið það ljóst að þetta litla þjóðfélag hefur yfirbyggt sig. Eitt hundrað og fjörutíu þús- und manna þjóð veröur að kunna sér hóf í eyöslu til þess að halda uppi óarðbærri umbúðastefnu. Hún veröur að leggja allt kapp á framleiðslu sína, eflingu þeirrar starfsemi, sem skapar verðmæti og leggur grundvöll að þjóðar- auðnum. Á því byggist afkoma hennar í nútíö og framtíÖ. Fjárlög þessa árs Fjárlög og eru svipuð að ríkisskuldir. upphæð og s. 1- árs. Innborganir á sjóðsyfirliti eru áætlaðar 303,9 millj. kr., en voru á s.l. ári áætl- aðar 300.8 millj. kr. Greiöslu- jöfnuður er nú áætlaður 1,3 millj. kr., en rekstrarhagnaður á rekstraryfirlit 36,9 millj. kr. Stefnan í fjármálunum er því sú, að koma á hallalausum ríkis- búskap. Frá henni má ekki hvika. Að því verður einig að vinna markvíst að lækka skuldir ríkis- sjóðs, sem voru í árslok 1950 327,5 millj. kr., þar af erlendar skuldir um 106 millj. kr. Þessi skuldabaggi er allþungur enda þótt hann nálgist ekki þá skulda- súpu, sem stjórn Framsóknar- og Alþýöuflokksins skilaði þjóð- stjórninni árið 1939 þegar þessir flokkar gáfust upp við stjórn landsins og leituðu ásjár hjá Sjálfstæðisflokknum. Þá voru

x

Stefnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stefnir
https://timarit.is/publication/1516

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.