Stefnir - 01.03.1951, Síða 57
KYNNI ÁSTRALÍUM. OG NÝ-SJÁL. AF SÓSÍALISMANUM
55
Sósía'istanna þanið svo út skrif-
stofuveldi ríkisins, að nú vinnur
þar fjórði hver vinnufær maður
í þjónustu ríkisins. Skattar námu
þar síðastliðið ár nær 40% af
heildartekjum þjóðarinnar.
Bæði í Ástraíu og Nýja Sjá-
landi hefur verðbólga sú, sem
ríkisstjórnirnar hafa skapað, gert
mönnum auðveldara að afla sér
peninga. Að þetta var „sósíal-
isma-velmegun“ var augljóst
hverri húsmóður, er hún fór til
að kaupa inn nauðsynjar handa
heimilinu. Frá því fyrir stríð hafa
Sósíalistar lækkað kaupmátt
pundsins um helming. Það hefur
þá einnig lækkað um helming
verðgildi sparifjár, líftryggingar-
skírteina, eftirlauna og bóta frá
alþýðutryggingunum.
Samtímis hafa árásir Sósíalista
á frjálst framtak, loforð þeirra
um „eitthvað fyrir ekkert,“ og hið
pólitíska dekur þeirra við Komm-
únista, leitt af sér aukin verkföll,
minna framtak og ískyggilegan
samdrátt hinna þýðingarmestu
framleiðslugreina.
Samkvæmt yfirliti, sem gert
var síðastiliðinn vetur, þá átti
Ástralía heimsmet í verkföllum
þrjú næstu árin á undan.
„Það er herfileg blekking Sós-
íalismans,“ stóð í áströlsku
kosningaávarpi, „að við getum
orðið auðugri með því að fram-
leiða minna.“ Þessi blekking hef-
ur orsakað mikinn samdrátt á
iðnaðinum. Þrátt fyrir 50% aukn-
ingu vinnuafls við ástralska iðn-
aðinn, þá hefur afkastaaukning
hans eftir stríðið orðið stórum
minni, en hjá nokkurri annarri
sambærilegri þjóð. Til þess að
halda framleiðslunni niðri og
tryggja næga atvinnu þá voru
margar iðngreinar settar undir
„The Darg“-skipan, sem samtök
iðnverkamanna komu á, þar sem
hámarksafköst hvers verkamanns
voru ákveðin, að viðlögðum
þungum sektum, ef útaf var
brugðið.
Þar sem Verkamannastjórnin
hafði lofað að auka kolafram-
leiðsluna þá hækkaði hún laun
námumanna mjög,veitti þeim
auknar tómstundir og stofnsetti
sérstakt ráðuneyti, til þess að
gæta hagsmuna þeirra. Á kostnað
ríkisins var námumönnunum séð
fyrir tennisvöllum, „bowling11-
brautum, íþróttatækjum, bóka-
söfnum og kvikmyndum.
Öll þessi fríðindi gátu þó ekki
þaggað niður hinn and-kapital-
istiska áróður hinna herskáu
leiðtoga námumannasamband-
anna. Er kolaframleiðslan á ár-
unum 1939—1948 jókst í Can-
ada um 17% í Suður-Afríku um