Stefnir - 01.03.1951, Qupperneq 66
64
STEFNIR
arins, holræsagerð hefur verið mikil og nýtt rafmagnskerfi hefur
verið lagt í bæinn, en rafmagnsorkan er fengin frá Andakílsárvirkj-
uninni, sem er í sameign bæjarins og Mýra- og Borgarfjarðarsýslna.
Fyrir skömmu var ákveðið að reisa skyldi fyrirhugaða sements-
verksmiðju á Akranesi, enda er bærinn einkar vel settur með tilliti
til þess að hún verði staðsett þar. Nægilegt rafmagn og vatn og að-
stæður til flutninga á sjó og landi, hvort tveggja hinar beztu. Skelja-
sandur, sem er aðalhráefni sementsins svo mikill, á næstu slóðum,
að nægja mundi mörgum verksmiðjum í hundrað ár. Væntanlega
verður hafist handa um að reisa sementsverksmiðjuna hið bráðasta,
enda er þess sízt vanþörf núna.
Á Akranesi eru íbúar nú kringum 2600 og fer ört fjölgandi. Bú-
ast má þó fynst við verulegri fjölgun, þegar hafist verður handa
um byggingu sementsverksmiðjunnar, enda verður athafnalíf þá fjöl-
breyttara á Akranesi, heldur en verið hefur. Má með sanni segja,
að atvinnuvegir Akurnesinga séu ekki aðrir en sjávarútvegur og lítils
háttar landbúnaður og jarðrækt. Þetta er alltof einhæft og þarfn-
ast skjótra breytinga, ef bærinn á að halda viðgangi sínum og vexti.
Möguleikar til stóraukins landbúnaðar og efling iðnaðar á staðnum
er rík nauðsyn.
Það verður ekki isvo við þessar línur skilið, að maður hljóti ekki
að minnast á það, að einmitt einstaklingsframtakið hefur hér átt
sinn ríkasta og snarasta þátt í framförum og framkvæmdum þessa
bæjar. Hinir ötulu og framsæknu dugnaðarmenn, sem hafa rutt bæn-
um braut til velfarnaðar hafa allir verið ótrauðir merkisberar sjálf-
stæðisstefnunnar, þeirrar einu stefnu sem lætur eftir sig veruleg
merki framkvæmda.
Gucjl. Einarsson.
MAÐUR skyldi aldrei treysta konu, sem- segir rétt til uni aldur
sinn, 'því a3 sú kona getur ekki þagaS yfir neintt. — Oscar lP'ilde.