Stefnir - 01.03.1951, Page 77
BRAUÐBITI OG LÍKKISTA
75
dagarnir liðu hver af öðrum, án þeiss að hann kæmi. Svo var það
kvöld nokkurt að einhver kom með þá fregn, að hann hefði fallið.
Hvernig? Hvar? Hvenær?
Hann var dáinn, svo mikið var víst, en hvernig það bar að var
óljóst.
í tvær vikur, eins og venja var eftir siðvenjum staðarins, sá eng-
inn Katrínu. Hún lokaði sig inni með sorg sína, ásamt nokkrum kon-
um úr nágrenninu.
Á meðan reyndi svo bróðir hennar að fá gleggri upplýsingar um
hvernig dauða sonarins hefði borið að höndum. Allt, sem hann gat
komist að, var að drengurinn hafði verið drepinn ekki langt frá
þorpinu, þegar styrjöldin var alveg á enda eða jafnvel búin. Það
hafði heldur ekki skeð í raunverulegri orustu heldur í minniháttar
bardaga eða skærum, og einhvern veginn var erfitt að skilja það allt
saman.
„Hvar jörðuðu þeir hann,“ spurði ICatrín. „Bara úti á víðavangi
eða í kirkjugarði.
Hún fór til sóknarprestsins til að fá upplýsingar og ráð, en hann
gat hvorugt gefið henni.
„Þessi styrjöld var flóknari en aðrar styrjaldir,“ sagði hann.
„Sumir voru skotnir í ennið, aðrir í bakið.“
Katrín vann bug á hlédrægni sinni og fór til oddvitans.
„Ég verð að minnsta kosti að fá að vita,“ sagði hún auðmjúklega,
„hvort vesalings sonur minn hefur verið jarðaður í vígðri mold?“
„Ég skil ekki þessa forvitni yðar,“ svaraði oddvitinn. „Hann er
hvort sem er dáinn, svo ég skil ekki hvaða mismun það gerir?“
Þá leitaði Katrín uppi hermanninn, sem hafði flutt fregnina um
fall sonarins. Dag nokkurn fór hún svo ásamt honum, með asnann í
taumi, í áttina til þess landshluta, þar sem sonur hennar hafði verið
drepinn. Og viku síðar komu þau til baka og nú var á baki asnans
löng og þung tinlíkkista, sem þau fluttu til kirkjugarðsins í þorpinu.
„Gaztu nú ekki látið hann vera, þar sem búið var að grafa hann?“
sagði kirkjugarðsvörðurinn gremjulega. „Nú verð ég að tilkynna þetta
til yfirvaldanna."
„Hann var ekki jarðaður í kirkjugarði,“ sagði Katrín. „Þeir höfðu
bara kastað honum í dýki í hnotviðarskógi, ásamt öðrum.“