Stefnir - 01.03.1951, Qupperneq 58
56
STEFNIK
43% og í Bandaríkjunum um
nær 50%, þá jókst hún um minna
en 10% í Ástralía. Framleiðslan
í námunum í Nýja Suður-Wales
— þýðingarmestu námum lands-
ins — minnkaði meira að segja
um 6,5%. Kolabirgðir Ástralíu
eru nægar, bæði fyrir þarfir nú-
tíðar og framtíðar, en vegna þess,
hve afköstunum hefur verið hald-
ið niðri, þá neyðist þjóðin á þessu
ári til þess að kaupa inn í landið
a.m.k. eina milljón tonna af kol-
um fyrir sinn takmarkaða erlenda
gjaldeyri.
Þrátt fyrir áður óþekkta eftir-
spurn og verulega aukna fram-
leiðslugetu, þá jókst framleiðsla
Ásítralíu á ómótuðu járni árin
1939—1948 aðeins um 5% og á
mótuðu stáli aðeins um 3%. Á
sama tíma jókst framleiðsla
Bandaríkjanna tilsvarandi um 72
-% og 68% og framleiðsla Can-
ada tilsvarandi um 132% og
92%.
Fyrir styrjöldina hlóðu ástr-
alskir múrarar að meðaltali úr
um 1000 múrsteinum á dag.
„The Darg“ takmarkaði afköst
þeirra við 300 múrsteina á dag.
Af þeim sökum meira en þre-
faldaðist kostnaðurinn við að
hlaða 1000 múrsteinum.
Verkamannastjórnin lofaði að
auka mjög hina þýðingarmiklu
flulninga á sjó. Hún veitti því
hafnarverkamönnum margvísleg
fríðindi og setti á laggirnar sér-
staka stofnun til þess að gæta
þessara fríðinda og efla þau. En
samtök hafnarverkaamnna, sem
hinir stjórnvernduðu Kommún-
istar réðu, færðu afköstin kerfis-
bundið niður til samræmis við
afköst þess seinlátasta. Nýtízku
vélar og tæki til uppskipunar
voru aðeins notuð með sama
hraða, sem tekið hefði að vinna
verkið með höndunum. I áströlsk-
um höfnum voru skip fermd með
hálfu minni hraða, en fyrir stríð,
þótt .fleiri menn ynnu verkið
Þótt tonnatala skipa í strandferð-
um hafi aukizt um 42% síðan
1939, þá flytur þessi aukni floti
7,5% minni farm.
En kjósendur í Ástralíu og
Nýja Sjálandi sneru ekki baki við
sósíalismanum aðeins vegna þess,
að þeir vildu vernda tekjur sín-
ar og sparifé. Þeir vissu að frelsi
þeirra var einnig að verulegu
leyti í hættu. Robert Menzies,
formaður Frjálslynda flokksins í
Ástralíu, sagði: „Það er ekki
hægt að framkvæma áætlunarbú-
skap, nema fólkið sé látið fylgj3
þeirri áætlun. Það er ekki hægt
að þjóðnýta framleiðslutækin,
nema með því að þjóðnýta einnig
menn og konur.“