Stefnir - 01.03.1951, Side 34

Stefnir - 01.03.1951, Side 34
32 STEFNIK heimskingi séð.“ Ég leit á hann og um leið datt mér nokkuð í hug. Eins og þú manst var þessi maður vélamaður, sem þekkti og elskaði vélar. Hann átti líka nið- urnítt land og ekkert til að vinna það með nema brotinn tréplóg. Og eins og óafvitandi komu orð- in fram á varir mér: „Mér þykir vænt um að þér finnst það, Martin. Það er þitt að líta eftir honum fyrir hæjar- búa.“ I fyrstu hélt hann, að ég væri að hæða sig, og andlit hans roðn- aði af reiði. En hann vissi að vél- in var keypt fyrir bæinn, og eitt- hvað í svip mínum hlýtur að hafa sannfært hann um, að mér var alvara. Hann reyndi að tala en varir hans skulfu. Þó að hann biti saman tönnunum gat hann ekki haft vald á vöðvunum í and- litinu. Ég sá að honum vöknaði um augu. Ég sneri mér frá hon- um og gekk burtu.“ Félagi minn laut áfram og lagði hendina á handlegg mér, í senn hæðinn og alvarlegur á svip. „Eftir þelta gekk allt vel. Smá vottur göfuglyndis getur áorkað meiru í að eyða illvilja og öfund heldur en hundrað brennur á bálkesti. Auðvitað notum við allir traktorinn, en hann er und- ir eftirliti Martins. Hann er stoltur af honum og af ábyrgð- inni. Með honum hefur hann ekki aðeins breytt landi sínu heldur einnig sjálfum sér.“ Þegar hann hafði lokið sögu sinni var löng þögn. Ég sneri mér hægt að honum og tók í liönd hans. „Já,“ sagði ég, „þorpið þitt hefur sál. Ég trúi því að þú hafir bjargað því.“ Snemma næsta morgun ók ég frá gistihúsinu. Hálft þorpið var enn í svefni. En herra borg- arstjórinn var þegar kominn til vinnu sinnar. Hann veifaði til mín um leið og hann opnaði gluggann á litlu skrifstofunni sinni. Ég get enn séð fyrir mér þennan granna mann, þennan auðmjúka höfðingja, kinnfiska- soginn með spaugilega mittis- lindann Isinn. Manninn sem mæt- ir heiminum með sífelldri sam- úð, hjálpar nágrönnum sínum, sameinar hinn æðsta og lægsta og vinnur með heilum hug og með styrkleik að því, að halda logandi kyndli frelsisinss í land- inu, sem hann elskar.

x

Stefnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stefnir
https://timarit.is/publication/1516

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.