Stefnir - 01.03.1951, Side 61

Stefnir - 01.03.1951, Side 61
ISLENZKIR KAUPSTAÐIR NESKAUPSTAÐUR Kauptúnið Nes í Norðfirði tilheyrði frá fornu fari Norðfjarðar- hreppi, en var skipt úr og gert að sérstökum hreppi — Neshreppi — árið 1912. Ibúar voru ca. 150 um síðustu aldamót, en nú um 1400. Þá var ekki kosið í hreppsnefnd eftir landsmálaskoðunum, það varð ekki fyrr en þorpið fékk bæjarréttindi árið 1929. Alþýðu- flokksmenn urðu þá þegar all öflugir í bæjarstjórn og náðu þar síð- ar hreinum meirihluta og héldu honum um langt skeið. Þá var keyptur togari og sett upp síldarbræðsla, en hvorttveggja tapaðist aftur sök- um afkomuörðugleika. Við stofnun Sósíalistaflokksins efldust komm- úniistar mjög í bæjarstjórninni og náðu þar loks hreinum meirihluta árið 1946; hafa þeir látið mjög til sín taka um framkvæmdir síðan. Norðfjörður er einn af smáfjörðum þeim, er skerast inn úr fló- anum milli Barðsnesshorns og Dalatanga. Þangað er skammt inn að sigla af hafi og hrein leið, en góð fiskimið fyrir utan. Hafa Norð- firðingar jafnan, síðan þorp fór að myndast við fjörðinn, átt af- komu sína undir fiskveiðunum. Lengi vel var róið á smáum árabát- um — 3—4 menn á bát. Árið 1905 kom þangað fyrsti vélbáturinn og fjölgaði þeim býsna ört, en almenn velmegun jókst. Seinni hluta stríðsáranna 1914—18 og árin eftir stríðið varð hlé á bátakaupum, en árin 1924—35 bættust margir við og þrátt fyrir afleita afkomu útgerðarinnar árið 1935—39, var skipastóllinn, í byrjun síðara stríðs- ins, orðinn yfir 20 bátar frá 60—100 smál. Flestir bátanna fiskuðu á línu en nokkrir með dragnót, og mest af fiskinum verkað heima. í stríðinu 1939—45 og eftir það, varð þróunin sú, að línubátarnir

x

Stefnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stefnir
https://timarit.is/publication/1516

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.