Stefnir - 01.03.1951, Page 47

Stefnir - 01.03.1951, Page 47
KARFI OG KARFAVEIÐAR 45 eggja ferst mjög verulegur hluti áður en lirfan skríður úr egginu, þar sem aftur á móti karfalirfan hefur miklu meiri möguleika til að lifa. Eru lirfurnar 6 mm. að lengd þegar þær koma í sjóinn og lifa þá við yfirborð sjávar- ÍD(S. Um vaxtarhraða eða aldur karfans eru fræðimenn ekki á einu máli. Er erfiðleikum bundið að sannprófa það, þar sem ald- urinn sést ekki af hreistrinu og heldur ekki öruggt um að kvarn- irnar gefi vissu um aldurinn. Á móti þessu vegur hins vegar það, isem áður segir um hina miklu víðáttu hrygningarsvæðis- ins og það, hversu eggin eru ör- ugg meðan þau klekjast og miklu öruggari en egg flestra annarra nytjafiska. Ennfremur er karfinn yfirleitt á mjög djúpu vatni og botni, þar sem erfitt er að ná til hans með botnvörpu. Líklegt er þó talið að hann vaxi seint og nái seint kynþroska jafn- vel ekki fyrr en 10—15 ára gam- all. Þetta gæti bent til þess að kap-fastofninn þyldi ekki mikla veiði. Bendir þetta á, að með þeirri tækni, sem nú er notuð við veið- arnar sé karfastofninum sem slík- um ekki hætta búin af otveiði. Hins vegar er hugsanlegt, að svo verði gengið á þann hluta stofns- Ins, eem til næst, að að því geti komið, að ekki svari kostnaði að stunda karfaveiðar.

x

Stefnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stefnir
https://timarit.is/publication/1516

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.