Stefnir - 01.03.1951, Page 43

Stefnir - 01.03.1951, Page 43
M ARGHÖFÐAÐA ÓFRESKJAN Á sama tíma áttu sér stað svip- aðir atburðir í Lorraine, Saint Claude, Jura og Labourd í Pyr- cneunum. Allir vitnisburðirnir voru líkir, bæði hvað viðvék lýsingu á stöðunum og atburð- unum. Þeir, sem séð höfðu sýn- irnar, komust ekki í mótsagnir hver við annan, þótt þeir væru yfirheyrðir hver í sínu lagi. Þessi hópímyndun á sennilega eitthvað skylt við taugaáfall og þau tengsl. sem fylgja slíku sálarástandi. Uppþot getur orsakast af svip- uðum ástæðum: mikilli sefjunar- hæfni og fullkominni vöntun á sjálfsstjórn. Ef maður hrópar „EIdur“, fyrir aftan mann, sem gengur á götunni eða situr heima og les í blaði, snýr viðkomandi sér áreiðanlega við, en hann krefst strax nánari skýringa. Segjum nú að maður heyri hróp- að í dimmum samkomusal, með ákveðinni röddu, „Eldur“, þá flykkjast allir til dyranna, án þess að hugsa sig um, til þess að flýja frá ímyndaðri hættu. í ÖÐRU LAGI er hægt að rekja aðdáun múgsins á einstökum per- sónum til sömu ástæðna. Hitler, Mussolini og hinir guðlegu feð- ur Harlem-svertingjanna, bæði hugsuðu, töluðu, skjátlaðist og ímynduðu sér eins og múgurinn. 41 Þeir trúðu, að þeir væru sendir af guði, örlögunum eða forsjón- inni. Menn verða að trúa öllu, sem múgurinn trúir og meiru til. Þar fyrir utan er mest undir því komið að koma áheyrendunum í létt dá, sem kemur þeim til að trúa öllum hugmyndum og gerir (þá móttækilega fyrir sérhverja sefjun. Hér eru t. d. ráðlegging- ar um það, hvernig menn eiga að fara að því að skapa hrifningu á fundi: 1) Valinn er stór samkomusal- ur eða fundurinn haldinn undir berum himni og reynt að hafa á öllu svo viðkunnanlegan og hátíðlegan blæ, sem frekast er unnt. Mussolini var mjög hrif- inn af því að halda ræður sínar þannig, að hann sneri sér að haf- inu, þannig að niður þess væri eins og bergmál af fagnaðarlát- um múgsins. 2) Áður en fundurinn hefst eru leikin í hátalarann dægurlög og vinsæl sönglög, sem sjaldan eru í nokkru sambandi við fund- arefnið. 3) Þegar ræðumaðurinn kem- ur inn er leikinn hátíðlegur marz. 4) Öðru hvoru beinir ræðu- maðurinn spurningum beint til mannfjöldans og krefst svars allra: já eða nei.

x

Stefnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stefnir
https://timarit.is/publication/1516

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.