Stefnir - 01.03.1951, Page 40
38
STEFNIR
mennið. Þeir misstu hin persónu-
legu einkenni sín og urðu að ver-
um, sem höguðu sér meira eftir
eðlishvötum en hugsun og, sem
auðveldlega létu hrífast.
MENN HAFA athugað lögmálið
fyrir hegðun múgsins og fundið
út hina góðu og slæmu eiginleika
hans, sem að miklu leyti falla
saman við eðli hins frumstæða
einstaklings. Það sýnir sig að
múgurinn hefur greindaraldur
talsvert langt fyrir neðan með-
allag. Greindaraldur manns, á-
kveðinn eftir Binet Simon regl-
unni, er aldrei meiri en 15—16
ár. Greindaraldur múgsins er aft-
ur á móti í öfugu hlutfalli við
stærð hópsins. Hann er 13, 12,
11, eða 9 ár, eftir því hvort hóp-
urinn er 2, 4, 8 eða 16 þúsund
manns. Sennilega hefur greind-
araldur múgsins eitthvert ákveðið
lágmark, en þau takmörk má
draga mjög lágt. Múgurinn er
reiðubúinn að láta stjórnast af
hinum heimskasta, fljótfærnasta
og þeim sem auðveldast lætur
hrífast. Því fjölmennari sem múg-
urinn er, því meira fær undir-
meðvitundin yfirhöndina. Múgur-
inn hefur svo þau áhrif á ein-
staklinginn, að hann verður all-
ur annar. Jafnvel hinn skapstillt-
asti og rólegasti verður æstur.
Stríðið hefur gert lyddur að hetj-
um, af því að þær hafa fundið
sig öruggar meðal félaga sinna.
Þegar verið var að endurheimta
París úr óvinahöndum, drap
kraftalítill og óframfærinn 18
ára unglingur fjóra Þjóðverja á
stuttum tíma. Áhrif múgsins
gerðu hann að hetju.
Hegðan múgsins orsakast oft
af hinum og þessum hugmynd-
um, sem ekki eiga meira skilt við
veruleikann en goðsagnir. Hann
er fullkomlega á valdi orðsins.
Þann 2. september 1792 var stór-
bóndi nokkur, sem grunaður var
um að vera konungssinni, ákærð-
ur fyrir hamstur og svartamark-
aðsbrask. Það átti að fara að
hengja hann, þegar faðir Phil-
ippe de Ségurs hlóp til og gat
talið fólkið á að láta náðina
ganga fyrir réttlætinu. Eftir fá-
einar mínútur var það búið að
gleyma ástæðunni fyrir því, að
það vildi drepa bóndann, og hann
fékk bæði að dansa og drekka
með þeim.
Þeir, sem koma með slœmar
nýungar náðaðir.
Á sama tíma var það, að lýð-
urinn kom auga á aðalsmann
nokkurn og vildi hengja hann án
dóms og laga. Það var þegar bú-
ið að setja lykkjuna um hálsinrt