Stefnir - 01.03.1951, Page 39

Stefnir - 01.03.1951, Page 39
Hve gamctll eruð þér — í múgnum? Marghöfðaða ófreskjan. ÞVÍ STÆRRI sem hópurinn er, því barnslegar hagar hann sér, enda þótt hann samanstandi af þúsundum af fullorðnu fólki. Okkar samtíð hefur orðið vitni að fæðingu almáttugrar veru, sem öll stjórnarvöld taka meira og meira tillit til, veru með kröft- ugum viðbrögðum, sem bæði geta verið grimmileg og hrærandi, sem annað augnablikið er reiðu- búin að fremja glæp og það næsta drýgir hetjudáðir, vera, sem ekki ennþá hefur náð mynd- ugsaldri: Múgurinn. Nokkrum árum fyrir síðustu styrjöld har það við í Kaup- mannahöfn, að haldinn var þýð- ingarmikill pólitískur fundur. Ræðumaðurinn, sem var ungur, myndarlegur og ákaflega vin- sæll, tjáði sig með undraverðri mælsku. Hinn myndríki stíll hans og skýru röksemdafærslur hryfu allan áheyrendahópinn. Svo var það, að maður nokkur, sem var að baki áhevrendahópnum, sleppti lausum 50 rauðum belgj- um, eins og þeim sem börn leika sér með. Á samri stundu sneri allur áheyrendahópurinn sér við. Fólkið hló og hrópaði hvað til annars, og teygði hendurnar upp í loftið. Ræðumaðurinn var gleymdur. Hann reyndi öll hugsanleg ráð til að vinna aftur eftirtekt fólks- ins, en allar tilraunir hans voru árangurslausar. Að síðustu, þeg- ar hann var að því kominn að gefast upp við þennan, í fyrstu vel heppnaða fyrirlestur, fékk hann skyndilega hugmynd. Hann fór að tala um belgina. „Fylgist vel með rauðu belgjunum, hvern- ig þeir stíga til himins líkt og von okkar.“ Áhugi fólksins sner- ist við. Múgurinn hlustaði aftur. ekki sízt af því, að belgirnir höfðu nú misst ljóma nýungar- innar. Ræðumaðurinn átti ó- skipta athygli allra og var hyllt- ur með kraftmiklu klappi. Einn og einn hefðu áheyrendurnir ekki látið þessi leikföng afvegaleiða eftirtekt sína, en þegar í fjöldann kom urðu þeir ný vera — múg-

x

Stefnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stefnir
https://timarit.is/publication/1516

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.