Stefnir - 01.03.1951, Side 84

Stefnir - 01.03.1951, Side 84
82 STEFNIR í dag. En enda þótt bilið milli Tékka og Slóvaka hafi aldrei ver- ið stærra, og þótt Slóvakarnir þrái sjálfstjórn, geta þeir þó ekki gleymt fortíðinni og líla með vantrausti á nágranna sína í suðri, Ungverjana. Þegar allt kemur til alls eru slóvakísku íbú- arnir ekki fleiri en þrjár milljón- ir. Það kann að vera, að lausn- ina á þessu vandamáli sé að finna í nánara samstarfi Dónár- landanna. í FJÓRTÁN RÍKJUM hafa oknur ekki enn kosningarétt: Afg- hanistan, Colombiu, Costa Rica, Honduras, Egyptalandi, Iran, Iraq, Sviss, Sýrlandi, Lebanon, Jordan, Ethiopiu og Saudi Arabiu. Mesta eftirtekt vekur þaS, að konur skuli ekki hafa enn hlotið þessi réttindi í hinuni mikla lýðræðisríki Sviss, þar sem stundum er tuttuug sinnum á ári þjóðaratkvæðagreiðsla um ýms vanda- mál. í einu héraði landsins fór fyrir skömmu fram prófkosning (meðal karlmannanna auðvitað) um kosningarétt kvenna. Tæp- lega 36 þúsund kjósenda vildu ekki láta konur hafa kosningarétt, en rúmlega 23 þúsund vildu veita konum kosningarétt. Einkenni- legast var það, að sterkasta andstaðan var frá konum bænda, sem mjög eindregið hvöttu menn sína til að greiða mótatkvæði. Kváð- ust þær hafa of mikið að gera við heimilisstörf til þess að vera að skipta sér af kosningum. Einn karlmannanna færði hins vegar fram aðra ástæðu fyrir andstöðu sinni. Hann sagði: „Ég verð nú þegar að eyða of miklum tíma í að tala við konu mína. Ef hún fengi nú einnig stjórnmálin til að tala um, þá mundi ég aldrei fá að hlusta á útvarpið mitt á kvöldin."

x

Stefnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stefnir
https://timarit.is/publication/1516

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.