Stefnir - 01.12.1981, Qupperneq 16

Stefnir - 01.12.1981, Qupperneq 16
Landsfundur 1981 undir fjörutíuára aldri. Þá er það einnig íhugunarefni - og raunar sorglegt - að af 22 þingmönnum flokksins er aðeins ein kona! Skipta þingmenn flokksins verkum með sér þannig að einn sé talsmaður í einhverjum ákveðnum málaflokki og einbeiti sér að honum? Nefndaskipun þingsins skiptir með nokkrum hætti verkum á milli þing- manna og afmarkar þeim starfssvið, þingflokkurinn skipar einnig þingmenn í málefnanefndir flokksins. En reynsla og áhugamál hvers og eins vega þungt á metunum um það í hvaða nefndir hann fer. Að öðru leyti er ekki um beina starfsskiptingu að ræða. Leitað er út fyrir þingflokkinn til ýmissa sérfræðinga varðandi ráðgjöf í mismunandi málaflokkum enda fær þingflokkurinn f jármuni til þess að kosta starfsmann og vinnu sérfræðinga. Það hefur mjög verið gagnrýnt að einn af þingmönnum flokksins skuli taka laun sem framkvæmdastjóri þingflokksins í stað þess að ráða þarna sérstakan starfs- mann. Hvað vilt þú segja um þetta? Núverandi starfsmaður er jafnframt þingmaður og ég hef ekki farið dult með þá skoðun mína að ráða eigi sérstakan starfsmann sem ekki er í röðum þing- manna í þetta starf. Þetta er ekki sagt af því að ég sé óánægður með störf viðkom- andi þingmanns heldur vegna þess að ég tel það eðlilegra og heppilegra að ráðinn sé framkvæmdastjóri, sem ekki er þing- maður. Þetta álit mitt var á sínum tíma staðfest af nefnd, sem skrifaði niður- stöðu til miðstjórnar flokksins. Það er mikilvægt verkefni slíks starfs- manns að tengja þingmenn og þá flokks- menn saman sem taka þátt í stefnumörk- un flokksins. Þingmenn koma úr mis- munandi kjördæmum og eru ábyrgir fyrir kjósendum. Stefnumörkun í ein- stökum málaflokkum er hins vegar oft í höndum manna utan þingflokksins t.d. í málefnanefndum og þess vegna er afar nauðsynlegt að þær séu í góðu sambandi við þingflokkinn því að þingmenn eiga að túlka þessa stefnu í kjördæmunum og koma henni í framkvæmanlegan búning á Alþingi. Þú kvartaðir áðan yfir lítilli endur- nýjun í þingflokknum. Hafa prófkjörin brugðist í þeim efnum? Það hefur þrisvar farið fram opið próf- k jör til alþingiskosninga hér í Reykjavík. í fyrsta prófkjörinu komst Ellert B. Schram ofarlega á lista, ég náði þingsæti í prófkjöri 1977 og Birgir ísleifur Gunnarsson í prófkjöri 1979. Það eru því aðeins þrír menn sem hafa náð þingsæti í 16 Reykjavík í prófkjöri og það eru mörg- um vissulega vonbrigði að prófkjörin hafa ekki leitt til meiri endurnýjunar en raun ber vitni um. Ég var einn þeirra sem hvað harðast börðust fyrir opnum prófkjörum og það var ekki aðeins spurningin um endumýj- unina sem fyrir okkur vakti. Aðalatriðið var að gefa stuðningsmönnum, flokks- bundnum sem óflokksbundnum, rétt til viðbótar kosningaréttinum. Það er að segja Ieyfa þeim að ráða vali og röð manna á listanum í stað þess að þeir hefðu aðeins tækifæri til að kjósa listann. Framboðslisti sem þannig væri valinn var að okkar mati óumdeildari og um leið sigurstranglegri. Það var að mínu viti áfall fyrir þessa stefnu þegar niðurstaða prófkjörs fyrir alþingiskosningarnar í Reykjavík var ekki virt og úrslit prófkjörsins þannig vé- fengd og ennfremur þegar sú ákvörðun var tekin að heimila einungis flokks- bundnum þátttöku í prófkjöri. Ég tel að þetta hafi verið rangar ákvarðanir en viðurkenni þó að prófkjörin hafi að vissu leyti gengið sér til húðar í því efni að erfitt hefur reynst að finna nógu eftir- sóknarverða og frambærilega menn til að taka þátt í prófkjörinu. Þetta er vandi sem flokkurinn verður að Ieysa á næstunni. Ef við vendum okkar kvæði í kross þá varst þú kjörinn formaður SUS á átaka- miklu Egilsstaðaþingi 1973. Urðu engin eftirmál eða hvernig tókst að jafna þann mikla ágreining sem þama var? Vissulega urðu átökin á SUS þinginu til þess að skerpa skilin á milli þeirra sem studdu mig annars vegar og þeirra sem studdu mótframbjóðanda minn, Björn Bjarnason, hins vegar og þessa gætti nokkuð í starfi SUS fyrst á eftir. En þegar við héldum þingið í Grindavík 1975 höfðu þessar fylkingar riðlast og menn störfuðu ötullega saman að stefnu- mörkun þeirri sem hlaut nafnið Báknið burt! Þá kom í ljós eins og endranær í flokknum að ágreiningsmál eru yfirleitt ekki af málefnalegum toga. Meginsjónarmiðin í þessari stefnu voru þau, að hafna aukinni ríkisforsjá en treysta þess í stað á einstaklingsframtak- ið. Við vildum vinda ofan af ríkisbákninu og óþarfa afskiptum af málum einstakl- inga. Þetta var kjarni stefnunnar og er í raun kjarni sjálfstæðisstefnunnar. Tekið var meira „konkret” á málum en oftast áður og nefnd voru raunveruleg dæmi sem byggð voru á rannsóknum og vinnu. Þótt sala ríkisfyrirtækja og afnám stofnana hafi aðeins verið lítill kafli í þessari stefnu þá var hann sá sem vakti mesta athygli. Þáverandi starfsmaður SUS - Vilh jálmur Egilsson sem nú er við doktorsnám í Bandaríkjunum - kannaði umræður á þingi og markmið með stofn- un margra ríkisfyrirtækja og þá kom í ljós að upphafleg markmið höfðu oft náðst en fyrirtækið lifið áfram eða þá að aðstæður þær sem knúðu á um stofnun þessara fyrirtækja voru ekki lengur fyrir hendi. Það er eins og opinberar stofnanir og fyrirtæki hér á landi hafi tilhneigingu til að öðlast eilíft líf eins og mætur maður orðaði það. Gegn þessu vildum við vinna og um það var eining í SUS. Þessi stefna: Báknið burt! gerði skilin skarpari milli stefnu SUS og annarra stjórnmálaafla í landinu. Það er alveg ljóst að áhrif þess- arar sveiflu má finna í stefnumörkun flokksins í efnahagsmálum sem hlaut nafnið Endurreisn í anda frjálshyggju, en hún var grundvöllur kosningastefnunnar haustið 1979. Það sem má læra af þessu er það að unnt er að sameina sjálfstæðis- menn ef málefnin eru sett ofar mönnum eins og þarna var gert. Nú má segja að Leiftursóknin sé sprottin úr þessum jarðvegi - hvers vegna misheppnaðist hún? Leiftursóknin var ekki sjálfstæð stefna heldur aðferð til að koma efnahagsstefn- unni í framkvæmd með miklu hraðari hætti en áður hafði þekkst. Ástæðan þess að farið var í leiftursókn var sú að menn töldu sigurlíkur flokksins mjög miklar. Spumingin var ekki hvort við myndum sigra heldur hvað við skyldum gera að unnum sigri. Margir vildu leggja fram ákveðna stefnu til að binda forystuna eftir kosningar við stjómarmyndunar- viðræður við aðra flokka. Ýmsum þótti sem sumir ráðherranna hefðu verið lausir í stefnurásinni eftir kosningarnar 1974. Tíminn fyrir kosningar 1979 var því miður svo naumur að ekki gafst tækifæri fyrir frambjóðendur til að ræða nægilega mikið saman og koma í veg fyrir þau áróðurslegu mistök sem meðal annars komu fram í óheppilegu slagorði. Stefn- an sjálf var hins vegar góð og betur væri ef henni hefði verið fylgt í landsmálun- um. Þú segir að menn hafi verið „lausir í stefnurásinni” eftir kosningar 1974. Ertu þá með Framkvæmdastofnunina í huga? Ekkert hana frekar en annað - en það er rétt að loforðin fyrir kosningar um að hún yrði leyst upp vom brotin og við hreiðruðum þess í stað um okkur í þeirri stofnun. Þetta varð nokkurs konar tákn um það að flokkurinn stóð ekki við sín fyrirheit. Hitt er síðan annað mál að Framkvæmdastofnun er nú allt annað
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Stefnir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stefnir
https://timarit.is/publication/1516

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.