Stefnir - 01.12.1981, Qupperneq 45

Stefnir - 01.12.1981, Qupperneq 45
SUS-frétfir Úr handraöanum Þaö er til einfalt ráð til að vita hvernig röddin í sjálfum manni hljómar í annarra eyrum. Maður styður flötum lófanum á bæði eyrun og þrýstir þeim lítið eitt fram á við og talar svo. Útvarpsræðumenn nota oft þetta ráð til að vita, hvernig rödd þeirra hljómar í útvarpi. Þjóðin 4.tbl. 1941. Rottugildrur og gólfmottur Vilhjálmur heitinn Finsen, blaða- maður og ritstjóri Morgunblaðsins, segir tvær sögur um auglýsingasöfnun í bók sinni Hvað landinn sagði erlendis. Önnur sagan er á þá leið að Viihjálmur hafði mikið reynt að fá auglýsingu í blað sitt frá verslun nokkurri sem einkum hafði vefnaðarvöru og ýmislegan smávarning á boðstólum. ,,Það var liðið nokkuð á desembermánuð, en mér hafði ekki tekist að fá auglýsingu hjá verslunar- stjóranum”, segir Vilhjálmur. ,,Hann kvaðst enga trú hafa á auglýsingum, var nokkuð íhaldssamur og töluvert ein- þykkur, en ágætur náungi að öðru leyti. ,,Fólk les ekki auglýsingar fyrir jólin”, sagði verslunarstjórinn þegar ég kom að ,,trúkka” um auglýsingu í blaðið. ,,Þú hefur svo mikið af auglýsingum í blaðinu núna, að auglýsing frá mér mundi alveg drukkna í fjöldanum”, hélt hann áfram. ,,Ég skal sýna þér það”, sagði ég.” Varð það nú að samkomulagi, að við skyldum finna einhverjar þær vörur, sem ólíklegastar væru til sölu um jólin, og skyldi ég taka þrjár slíkar smáauglýs- ingar í blaðið, honum að kostnaðar- lausu. Ef vörurnar seldust, ætti hann að taka stóra, helst heilsíðu auglýsingu í Morgunblaðinu fyrir jólin. Við völdum rottugildrur og gólfmottur. Síðan var hátíðlega talið í hillunum - og ég fór. ■ Nokkru seinna kom verslunarstjórinn og hafði þá með sér handrit að stórri auglýsingu. Hann hafði selt þó nokkuð af rottugildrum og gólfmottum, vitanlega eingöngu vegna þess, að þær voru aug- lýstar.” Upphafið að auglýsingaveldi Morgunblaðsins Hin sagan sem Vilhjálmur Finsen segir er aftur á móti gott dæmi um brögðin, sem stundum eru höfð í frammi til að lokka að auglýsendur. Þannig var að Vilhjálmi leiddist það magn smáauglýs- inga sem birtust í Vísi og vildi fá hlutdeild í þeim markaði. ,,Þá var það, að mér datt í hug þetta „snjalla” ráð, sem ég hefi oft og mörgum sinnum blygðast mín fyrir og engum sagt frá fyrr en nú”, segir Vilhjálmur Finsen og við skulum gefa honum orðið: „Ég settist niður og „fabrikeraði” fjölda af smáauglýsingum: „Pils tapað í þvottalaugunum. Finnandi hringi í Morgunblaðið"„Lyklakippa fundin á Laugaveginum, vitjist í afgreiðsluna”. „Budda fundin á Vesturgötu, vitjist í MbL”. „Ung stúlka óskast í vist utan- bæjar” o.s.frv. Svo voru þessar augiýs- ingar allar birtar í blaðinu. í skrifborðs- skúffunni hafði ég ævinlega tvær buddur, aðra gráa, hina svarta, lyklakippu og veski og slíkt, þannig að ef einhver kom að spyrja um hið fundna, þá varð sá fyrst að lýsa hlutnum, sem hann haföi týnt o.s.frv. Það var aldrei hans hlutur, sem ég dró fram úr skúffunni. Árangurinn varð sá, að smátt og smátt fór fólkið að koma með smáauglýsingar til okkar og mætti segja, að þetta tiltæki mitt hafi lagt undirstöðuna að þeim mikla fjölda smá- auglýsinga, sem „mitt gamla blað” birtir nú daglega.” Það kvað vera fallegt í Kína Það var á velmektarárum Sjálfstæðis- flokksins í Reykjavík - þegar flokkurinn var í meirihluta í borgarstjórn - að þeim Birgi ísleifi Gunnarssyni, þáverandi borgarstjóra, og Ólafi B. Thors, þá- verandi forseta borgarstjórnar, var boðið að kvöldi til í kínverska sendiráð- ið. Dvöldu þeir félagar kvöldlangt í sendi- ráðinu og sátu meðal annars undir langri kínverskri kvikmynd um ballett. Undir myndinni var leikin skerandi kínversk tónlist. Ekki fer miklum sögum af hrifningu þeirra félaga af kvikmyndinni, en fyrir kurteisissakir létu þeir þess getið í lok sýningarinnar hve tónlistin hefði verði skemmtileg og hældu henni á hvert reipi. Það var ekki að sökum að spyrja að starfsmaður í sendiráðinu fór þegar upp á háaloft og kom þaðan að vörmu spori klyfjaður plötum með kínverskri tónlist. Máttu þeir félagar síðan sitja undir tón- list þessari það sem eftir lifði kvöldsins. Gengu þeir út á tröppur hlaðnir gjafa- plötum og kvöddu þar hina kínversku gestgjafa sína. Þeir voru þó ekki verr á sig komnir en það að annar sagði við hinn á leiðinni niður tröppumar: „Ja, það var nú eins gott hjá okkur að fara ekki að hæla konunum þeirra!” Sterk var blandan Fyrst farið er að rifja upp sögur af framámönnum Sjálfstæðisflokksins í sendiráðum kommúnistaríkjanna er ekki úr vegi að minnast þess þegar þeir Ólafur Thors og Gunnar Thoroddsen skröltu úr veislu í sovéska sendiráðinu. Fóm þeir heim til Ólafs í Garðastræti og settust að drykkju. Ólafur spurði Gunnar hvað mætti bjóða honum og þáði hann Johnny Walker. Gunnar veitti því hinsvegar athygli að Ólafur fyllti glas sitt af óbiönduðu gini. Varð hann undrandi á drykkjusiðum formannsins og spurði hverju þetta sætti. „Jú, sjáðu til”, sagði Ólafur. „Það er til þess að hún Ingibjörg mín sjái ekki hversu sterkt er blandað!” Guðmundur kinkaði koUi Guðmundur Þ. Jónsson heitir einn af borgarfulltrúum Alþýðubandalagsins í Reykjavík. Hann hefur m.a. unnið sér það til frægðar að hafa verið í skóla hjá K.G.B. í Moskvu. Sagan segir að skömmu eftir valda- töku vinstri meirihlutans í Reykjavík hafi nokkrir borgarfulltrúar þekkst boð til Kaupmannahafnar í boði borgar- stjómarinnar þar. Guðmundur þessi var einn þeirra. Hlýddu þeir þar meðal annars á gagnmerkan fyrirlestur dansks íhaldsmanns um yfirgang og frekju vinstri manna og hættuna sem hinu opna og frjálsa samfélagi stafaði af kommúnist- um. Tók ræðumaður eftir því að einn íslendinganna veitti máli hans sérstaka athygli og virtist honum sammála um rauðu hættuna. Kinkaði sá kolli þegar ræðumaður lagði áherslu á einhver atriði og virtist honum hjartanlega sammála. Eftir því sem á leið ræðuna beindi ræðumaður orðum sínum einkum að þessum áhugasama „skoðanabróður” sínum og kinkað sá kolli í sífellu. Ekki fór þá hjá því að hinir íslendingarnir veittu þessu eftirtekt og hentu menn gaman að - nema flokksbróðir Guð- mundar sem þarna var og flokksliturinn færðist meir og meir yfir andlit hans. Sá var Gunnar Eydal, skrifstofustjóri borgarstjórnar, en hann er lögfræðingur að mennt og talandi á danska tungu. 45
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Stefnir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stefnir
https://timarit.is/publication/1516

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.