Stefnir - 01.12.1981, Qupperneq 58

Stefnir - 01.12.1981, Qupperneq 58
Bókmenntir Hvernig hugsa breskir íhaldsmennum stjórnmál? Breski íhaldsflokkurinn bauö mér að sit ja landsfund sinn í Blackpool í október 1981, og ég þáði að sjálfsögðu boðið með þökkum, því að af því má hafa gagn og gaman að sitja slíka fundi og bera þá saman við landsfundi okkar gamla, góða Sjálfstæðisflokks, en ekki síður að skipt- ast á skoðunum við gestgjafana og aðra gesti. Mér varð á fundinum gengið fram hjá bóksölu íhaldsmannanna, og fyrir forvitni sakir keypti ég þrjá bæklinga frá einum hugmyndabanka þeirra, Centre for Policy Studies, og um þá ætla ég að fara örfáum orðum í þessari grein, enda hljóta lesendur Stefnis að hafa áhuga á því hvernig breskir íhaldsmenn hugsa um stjórnmál. Þennan hugmyndabanka stofnuðu þau Margrét Thatcher og sir Keith Joseph eftir ósigur íhaldsflokksins í kosningunum 1974. Sá ósigur breytti miklu um viðhorf margra íhaldsmanna. Þeir skildu, að án eigin hugmynda hlyti þá alltaf að hrekja af leið eins og íhalds- stjórnina 1970-1974. Þeir skildu, að það væri til lítils að sitja við stýrið, ef ferðinni væri heitið til samhyggjuskipulags (sósíalisma). Þessum hugmyndabanka er stjórnað af frjálslyndari mönnum í Ihaldsflokknum, þeim. sem telja rétt að auka atvinnufrelsið, skila almenningi aftur fyrirtækjum, sem samhyggjustjórn- ir hafa tekið af honum (eða „þjóðnýtt”), að lækka skatta og leyfa fólki að velja um vörur og þjónustu. í bæklingnum History, Capitalism and Freedom ræðir Hugh Thomas um þau áhrif, sem sagan (eða öllu heldur sögu- skoðanir okkar) hefur á stjórnmála- skoðanir okkar. Thomas er einn kunn- asti sagnfræðingur Breta og hefur skrifað undirstöðurit um spænsku borgara- styrjöldina og sögu Kúbu. Hann fylgdi áður Verkamannaflokknum að málum, en skipti um skoðun á áttunda áratugn- um. Hann nefnir í bæklingnum tvær rangar söguskoðanir. Önnur er, að vest- rænar þjóðir hafi valdið eymdinni í þriðja heiminum og ekki fært þjóðum hans annað en böl. Hin er, að kjör almennings hafi versnað í iðnbyltingunni 18 og vegna hennar. Þetta telur Thomas hvort tveggja öfugmæli og vitnar í ýmsar staðreyndir máli sínu til stuðnings. Ein er, að meðalaldur Blálendings (Afríku- manns) var forðum um 30 ár, en er á okkar dögum að nálgast 60 ár. Önnur er, að í byrjun 19. aldar bjuggu um 9 millj- ónir manna í Englandi og Wales, en í lok aldarinnar um 32 milljónir að þeim um 17 millj., sem fluttu til Bandaríkjanna, ótöldum. Þessar tölur sýna hinar miklu framfarir, sem orðið hafa, betur en nokkuð annað. Hvað er þetta annað en kraftaverk? Thomas kann þó skýringu þess: Það varð vegna einkaframtaks, við- skiptafrelsis, séreignar og samkeppni. I bæklingnum The New Conservatism ræðir Nigel Lawson, sem var aðstoðar- fjármálaráðherra í stjórn Thatchers, þangað til hann varð orkumálaráðherra mánuði fyrir landsfundinn 1981, um stefnubreytingu Ihaldsflokksins, en Lawson er einn efnilegasti og snjallasti ungi stjórnmálamaðurinn í Ihaldsflokkn- um. Hann bendir á, að flokkurinn tapaði í hverjum kosningunum af öðrum á sjö- unda og áttunda áratugnum undir forystu svonefndra „miðjumanna”, en með því er átt við hentistefnumenn. Hann tapaði 1964, 1966, tvisvar 1974, en sigraði 1970. Hann dregurþá ályktun, að það hafi ekki reynst flokknum vel að keppa við Verkamannaflokkinn um það, hvor væri meiri miðjuflokkur, þ.e. meiri „sósíaldemókrataflokkur”. Þeirri keppni væri líklegt, að hann tapaði. Flokkurinn ætti heldur að snúa sér að því hlutverki sínu að halda í frelsið, verja það og jafnvel auka, og það væri stjórn Thatchers að reyna að gera. Hann vitnar til þeirra Roberts Nozicks og Friedrichs A. Hayeks, tveggja kunnustu heimspek- inga okkar daga, sem báðir hafa leitt rök að því, að víðtæk ríkisafskipti séu órétt- lætanleg. Rætt er bersýnilega um svipuð efni í Ihaldsflokknunr breska og í Sjálfstæðis- flokknum. Sumir, einkum eldri menn- irnir og atvinnustjómmálamennirnir, telja, að þessi áhersla á atvinnufrelsið sé ekki samkvæmt gömlum hefðum og venjum og að stefnan sé of fræðileg og „öfgakennd” (þótt aldrei sé skýrt, hverjar öfgarnar séu). Lawson svarar þeim og segir, að tímabili hagstjórnar í anda Keyness lávarðar sé lokið. Reynsl- an hafi sýnt, að menn geti ekki leyst allan vanda, ekki heldur atvinnuleysisvand- ann, með því að auka ríkisafskipi. Peningamagnssinnar (mónetarist- ar) kenni engin ný sannindi, heldur þau gömlu og hversdagslegu sannindi, að því meira sem framleitt sé af vöru því meira falli hún í verði (en það gildi ekki Hugh Thomas: History, Capitalism and Freedom Centre forPolicy Studies 1979,15 bls. Nigel Lawson: The New Conservatism Centre for Policy Studies 1980,18 bls. Lord Harris of High Cross: The Challenge of a Radical Reactionary Centre for Policy Studies 1980,11 bls.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Stefnir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stefnir
https://timarit.is/publication/1516

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.