Stefnir - 01.12.1981, Blaðsíða 33
Störf landsfundar
var samþykkt samhljóða að miðstjórn
skyldi skipa nýja málefnanefnd um
íþrótta- og æskulýðsmál.
Var nú lýst kjöri varaformanns Sjálf-
stæðisflokksins.
Friðrik Sophusson, alþingismaður,
Reykjavík, var kjörinn varaformaður
Sjálfstæðisflokksins með 549 atkvæðum.
Ragnhildur Helgadóttir, Reykjavík,
hlaut 381 atkvæði.
Aðrir fengu 5 atkvæði og auðir seðlar
voru 6. Alls tóku því þátt í þessari kosningu
941 landsfundarfulltrúi.
Nýkjörinn varaformaður Sjálfstæðis-
flokksins, Friðrik Sophusson, Reykja-
vík, tók til máls og þakkaði fundar-
mönnum það traust og þann stuðning er
hann hefði fengið, en landsfundarfull-
trúar risu úr sætum og hylltu hinn ný-
kjörna varaformann með langvinnu lófa-
taki.
Þá tók til máls Ragnhildur Helgadótt-
ir, Reykjavík og óskaði nýkjörnum for-
manni og varaformanni til hamingju með
kjörið og þakkaði fundarmönnum þann
stuðning er hún hefði hlotið. Fundar-
stjóri greindi frá að úrslit miðstjómar-
kjörs yrði tilkynnt síðar.
Eftirtaldir 11 hlutu kosningu í mið-
stjórn Sjálfstæðisflokksins: Björn
Þórhallsson, Reykjavík, 832 atkvæði,
Davíð Scheving Thorsteinsson, Garða-
bæ, 749 atkvæði, Jónas H. Haralz, Kópa-
vogi 720 atkvæði, Ellert B. Schram,
Reykjavík, 704 atkvæði, Þorsteinn Páls-
son, Reykjavík 704 atkvæði, Einar K.
Guðfinnsson, Bolungarvík, 686 atkvæði,
Gísli Jónsson Akureyri 629 atkvæði,
Oðinn Sigþórsson, Borgarfirði 502.
atkvæði, Jón Ásbergsson, Sauðárkróki,
465 atkvæði, Sigurlaug Bjarnadóttir,
Reykjavík 426 atkvæði og Björg Einars-
dóttir, Reykjavík4ll atkvæði.
í kosningu miðstjórnar greiddu
atkvæði alls 947 landsfundarfulltrúar,
þar af voru 3 seðlar ógildir og 1 auður.
Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins kýs
fimm menn í miðstjórn flokksins, svo
sem skipulagsreglur mæla fyrir um, en
því kjöri var ekki lokið á landsfundinum
sjálfum, en fór fram nokkrum dögum
síðar og voru kjörnir í miðstjórn alþingis-
mennirnir Albert Guðmundsson,
Matthías Bjarnason, Matthías Á.
Matthiesen, Salome Þorkelsdóttir og
Steinþór Gestsson.
Auk þeirra, sem landsfundur kýs í
miðstjórn og þeirra sem þingflokkur kýs
í miðstjórn eru sjálfkjömir í miðstjórn
formenn landssamtaka flokksins,
Sambands ungra sjálfstæðismanna,
Landssambands sjálfstæðiskvenna og
verkalýðsráðs. Þá eru sjálfkjörnir for-
menn kjördæmisráða flokksins. Seturétt
á miðstjórnarfundum hafa, samkvæmt
skipulagsreglum, formaður fjármálaráðs
og formenn fræðslunefndar og út-
breiðslunefndar.
Að loknum umræðum og afgreiðslu
mála tók til máls formaður Sjálfstæðis-
flokksins Geir Hallgrímsson. Lýsti hann
ánægju sinni með störf landsfundarins og
óskaði nýkjörnum varaformanni ög ný-
kjörinni miðstjórn allra heilla í starfi sínu
fyrir hugsjónir Sjálfstæðisflokksins. Geir
Hallgrímsson gat þess að Gunnar
Thoroddsen, sem lét af störfum vara-
formanns flokksins á þessum landsfundi,
myndi nú jafnframt láta af störfum í mið-
stjórn hans. Geir þakkaði Gunnari góð
störf í þágu flokksins um áratugaskeið og
tóku fundarmenn undir þessar þakkir
með langvinnu lófataki og risu úr sætum
sínum.
Að lokum óskaði formaður þeim fundar-
mönnum, sem langt væru að komnir,
góðrar heimferðar og heimkomu og bað
menn að minnast fósturjarðarinnar.
Risu landsfundarfulltrúar úr sætum og
hylltu ísland með ferföldu húrrahrópi.
Að því loknu sleit formaður 24. lands-
fundi Sjálfstæðisflokksins.
Að landsfundi loknum var haldinn
kvöldfagnaður í Sigtúni og sóttu fagnað-
inn um 1000 manns.
IV. Nefndir og nefndastörf
Á 24. landsfundi starfaði ein aðal-
Jónas H. Haralz, formaður, Kópavogi
Amar Sigurmundsson, Vestmannaeyjum
Árni Emilsson, Grundarfirði
Árni Ol. Lárusson, Garðabæ
Árni Sigfússon, Reykjavík
Ásdís Rafnar, Reykjavík
Auður Auðuns, Reykjavík
Bjarni Snæbjörn Jónsson, Mosfellssveit
Björg Einarsdóttir, Reykjavík
Erna S. Kristinsdóttir, Hafnarfirði
GeirH. Haarde, Reykjavík
Gísli Blöndal, Seyðisfirði
Guðmundur Hallvarðsson, Reykjavík
Guðmundur Hansson, Reykjavík
Gunnar Ragnars, Akureyri
Guttormur Einarsson, Reykjavík
Hilmar Jónasson, Hellu
Ingólfur Falsson, Keflavík
Jón Ormur Halldórsson, Reykjavík
Jóna Gróa Sigurðardóttir, Reykjavík
nefnd, sem fundurinn kaus, stjórnmála-
nefnd. Formaður hennar var Jónas H.
Haraiz, Kópavogi Aðrar nefndir eða
starfshópar, sem störfuðu á fundinum
voru þessar: allsherjarnefnd, formaður
Salome Þorkelsdóttir, Mosfellssveit,
atvinnumálanefnd, fonnaður Árni Grétar
Finnsson, Hafnarfirði, heilbrigðis- og
tryggingamálanefnd, formaður Ólafur
Örn Arnarson, Reykjavík, húsnæðis-
málanefnd, formaður Jón Þorgilsson,
Hellu, nefnd um kjördæmaskipan og
kosningafyrirkomulag, formaður Gísli
Jónsson, Akureyri, menningamála-
nefnd, formaður Hulda Valtýsdóttir,
Reykjavík, samgöngumálanefnd, for-
maður Ágúst Hafberg, Reykjavík,
skattamálanefnd, formaður Pétur H.
Blöndal, Reykjavík, skipulagsnefnd,
formaður Ólafur B. Thors, Reykjavík,
skóla- og fræðslunefnd, formaður, Guð-
mundur Heiðar Frímannsson, Akureyri,
sveitarstjórna- og byggðamálanefnd,
formaður Jón Gauti Jónsson, Garðabæ,
umhverfis- og skipulagsmálanefnd, for-
maður Gestur Ólafsson, Reykjavík,
utanríkis- og varnarmálanefnd, for-
maður Geir H. Haarde Reykjavík,
vinnumálanefnd, formaður Magnús L.
Sveinsson, Reykjavík.
Allar voru þessar nefndir opnar lands-
fundarfulltrúum til starfa í samræmi
við áhugamál þeirra.
Pá störfuðu á landsfundinum átta
kjördæmisnefndir og ennfremur komu
saman til funda og ræddu sérmál sín
ungir s jálfstæðismenn og konur er voru
fulltrúar á landsfundi.
Jónas Elíasson, Reykjavík
Margrét Einarsdóttir, Reykjavík
Matthías Bjarnason, Garðabæ
Ólafur G. Einarsson, Garðabæ
Ólafurísleifsson, Reykjavík
Ólína Ragnarsdóttir, Grindavík
Ólöf Benediktsdóttir, Reykjavík
Ottó Michelsen, Reykjavík
Ragnhildur Helgadóttir, Reykjavík
Richard Björgvinsson, Kópavogi
Siggeir Björnsson, Holti
Sigurður Óskarsson, Hellu
Stefán A. Jónsson. Kagaðarhóli
Svanhildur Björgvinsdóttir, Dalvík
Sverrir Hermannsson, Reykjavík
Porsteinn Pálsson, Reykjavík
Þorvaldur Mawby, Reykjavík
Þórir Lárusson, Reykjavík
Þórunn Einarsdóttir, Selfossi
(Skýrsla þessi um störf landsfundar var tekin saman af Kjartani Gunnarssyni).
í stjórnmálanefnd landsfundarins áttu þessir sæti:
33