Stefnir - 01.12.1981, Qupperneq 49

Stefnir - 01.12.1981, Qupperneq 49
Eriend málefni Hannes H. Gissurarson ræðir við James Prior: „Bretar gegnaskyldu sinni á Noröur-írlandi” Fangar í Maze-fangelsinu efndu til hungurverkfalls síðastliðið haust. Pessi 400 manna stuðningshópur þeirrafór ífjögurra daga göngu, frá landamœrum írska lýðveldisins til Dublin, til að vekja athygli á málstað fanganna. Það er ekki heiglum hent að vera ráð- herra í Bretlandi. Arlega reynir fjár- málaráðherrann að fá samráðherra sína til þess að lækka fjárkröfur í örvænt- ingarfullri tilraun til að bjarga áætlun stjórnarinnar um lækkun ríkisútgjalda, ársfjórðungslega eru birtar nýjar tölur um atvinnuleysið, sem er óskaplegt, nokkrum sinnum á ári eru einnig birtar tölur um stórkostlegan taprekstur ríkis- fyrirtækjanna, og mánaðarlega að- minnsta kosti sprengja I.R.A.-menn ein- hverja meðbræður sína í tætlur. Ráð- herrunum þykir sennilega verst, að þeir eiga minnsta sök á öllu þessu. Það voru ekki þeir, sem töfðu hagræðingu í rekstri, heldur verkalýðshreyfingin. Það voru ekki þeir, sem þjóðnýttu stórfyrir- tæki, heldur stjórn Verkamannaflokks7 ins. Það voru ekki þeir, sem ollu vand- ræðunum í Norður-írlandi, heldur Crom- well og allir þeir, sem á eftir honum komu. Ég hafði tækifæri til þess ásamt nokkrum öðrum útlendum gestum á landsfundi Breska íhaldsflokksins í októ- ber 1981 að ræða um vandræðin á Norður-írlandi við einn þessara þrekuðu ráðherra. Hann var James Prior, sem hefur nýlega tekið við írlandsmálum í stjórn Margrétar Thatchers. Prior er meðalmaður á hæð, fremur feitlaginn, minnir jafnvel stundum á Kristinn Hallsson söngvara. Hann er rjóður í andliti og heldur góðmannlegur að sjá, tungulipur eins og flestir aðrir breskir stjórnmálamenn, sem hafa haft tækifæri til þess að þjálfa sig í orðsins list á óteljandi málfundum í Oxford eða Cambridge. Hann hefur verið talinn einn af heybrókunum í stjórn Thatchers (,,the Wets”, eins og þeir eru kallaðir), sem leggja ekki sama ofurkapp og forsætis- ráðherrann á að draga úr ríkisafskiptum, auka atvinnufrelsi og Iækka skatta. Sagt er, að Thatcher hafi fengið honum þetta verkefni, af því að henni hafi ekki þótt hann nægilega herskár í starfi verkalýðs- ráðherra, sem hann gegndi áður. Og vera kann, að honum henti vel þetta nýja starf, því að hann virðist vera laginn samningamaður, orðvar og þó viðmóts- þýður. En ekki sýndist mér gusta af honum. Prior hóf umræðurnar með því að segja í stuttu máli forsögu átakanna í Norður-írlandi. Kjarni málsins væri að sjálfsögðu sá, að meiri hlutinn væri mótmælendatrúar og kysi áframhaldandi samband við Breta, en minni hlutinn væri kaþólskrar trúar og kysi samband við íra. í báðum hópunum væru öfga- menn, sem beittu ofbeldi, þótt þeirra gætti fremur í kaþólska minni hlutanum en hinum hópnum, enda væru þeir, sem ætluðu að breyta einhverju, að öllu jöfnu herskárri en hinir, sem reyndu að halda því óbreyttu. Hann sagðist þó ekki halda, að I.R.A.-menn hefðu mikinn stuðning kaþólska minni hlutans. En vandinn væri sá, að ekki væri litið á þá sem glæpamenn. Fólk væri tilbúið til þess að skjóta yfir þá skjólshúsi og hylma yfir með þeim, þótt það styddi þá alls ekki. Prior sagði, að hatrið væri rótgróið, það hefði verið vökvað í blóði margra áratuga og jafnvel alda. Vandræðin leystust, og átökunum linnti, þegar og ef mönnum tækist að losna við þetta hatur. Hann sagði, að eitt fyrsta verk sitt í hinu nýja starfi hefði verið að ganga um Mazefangelsið. Hann hefði rekist á tvo unga menn, sem hefðu verið að vinna sama í mesta bróðerni á einu verkstæði 49
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Stefnir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stefnir
https://timarit.is/publication/1516

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.