Stefnir - 01.12.1981, Side 43
SUS-frétUr
störf á þágu Eyverja og sjálfstæðisfélag-
anna í Eyjum.
Ný stjórn var kjörin og hana skipa:
Ásmundur Friðriksson form., Georg Þór
Kristjánsson varaform., Geir Jón Þóris-
son gjaldkeri, Jóhannes Long ritari, Geir
Sigurlásson form. stjómmálanefndar,
Grímur Gíslason meðstj. og Guðjón
Hjörleifsson meðstjórnandi. Einnig var
kostið í fulltrúaráð og stjórnmálanefnd.
Gestur fundarins var Jón Magnússon
fyrrverandi form. S.U.S. Jón flutti góða
ræðu um st jómmálaviðhorfið að loknum
landsfundi og ástandið í Sjálfstæðis-
flokknum., ekki var það að merkja á
ræðu Jóns að um neina uppgjöf væri að
ræða hjá sjálfstæðismönnum þvert á
móti hvatti hann sjálfstæðisfólk til meiri
samstöðu og stórhugs í framtíðinni.
Baráttukveðja,
Ásmundur Friðrikssqn
Fjarmal
S.U.S.
Stefni hefur borist eftirfarandi
athugasemd vegnafréttar um
fjármál S.U.S. í 3. tbl. 1981.:
Guðjón Kristjánsson:
Fréttabréf f rá
Akranesi
Aðalfundur Þórs, félags ungra sjálf-
stæðismanna á Akranesi, var haldinn í lok
nóvember. Á dagskrá voru venjuleg
aðalfundarstörf. Formaður var kosinn
Guðjón Kristjánsson og aðrir í stjórn
þeir, Benjamín Jósefsson, Halldór Karl
Hermannsson, Guðjón Þórðarson og
Bjarni Guðmundsson. Var það mál
manna að fundurinn hefði tekist mjög
vel og væri vonandi upphafið að öflugra
starfi en verið hefur undanfarin ár.
Eitt fyrsta verk stjómarinnar verður
að stuðla að stofnun félags hægri sinn-
aðra nemenda innan Fjölbrautaskóla
Akraness. Skólinn hefur stækkað ört frá
stofnun og er orðinn einn af stærri skól-
um landsins. Það er mjög mikilvægt
verkefni fyrir unga sjálfstæðismenn hér á
Akranesi, að ná upp einhverju afli innan
skólans, til að vega upp á móti þeirri
óheilla þróun sem þar hefur átt sér stað.
Vaxandi fjöldi kennara við skólann
vinnur skipulega að því að innprenta rót-
tækar vinstri skoðanir í nemendur sína,
bæði með vali á námsbókum og fyrir-
lestrum. Það verður að vera eitt helsta
verk okkar ungra sjálfstæðismanna að
spoma við þessari slæmu þróun með
skipulögðum vinnubrögðum og áróðri.
Komandi bæjarstjórnarkosningai
munu einnig setja mikinn svip á starfið i
vetur. Á aðalfundinum var rætt um fram-
boðsmái ungra manna og kvenna, og
hvernig stuðla beri að auknum áhrifum
þeirra á stjórn bæjarins. Munum við eftir
megni reyna að ná inn ungum manni í
bæjarstjórn.
Síðastliðinn vetur bám ungir sjálf-
stæðismenn hér á Akranesi fram tillögu á
fundi Fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna
á Akranesi, um, að Öðmm stjórnmála-
flokkum hér yrði sent bréf þar sem reifuð
yrði hugmynd um sameiginlegt prófkjör
fyrir bæjarstjómarkosningar vorið 1982.
Áfraksturinn varð sá að skipuð var nefnd
fjögurra manna, einum frá hverjum
flokki, til að koma saman reglum fyrir
slíkt prófkjör. Nefndin hefur lokið
störfum og er ákveðið að halda próf-
kjörið helgina30. og 31. janúar 1982
Það má segja að þessi tillaga ungra
sjálfstæðismanna á Akranesi hafi reynst
stefnumarkandi, því nú er í gangi við-
ræður um slíkt prófkjör á nokkmm
stöðum á landinu.
Um kosti og galla þeirra reglna sem
gilda munu fyrir prófkjörið hér á Akra-
nesi er það helst að segja, að minni líkur
eru taldar á því að fólk úr einum flokki
reyni að hafa áhrif á niðurröðun fram-
bjóðenda hjá öðrum flokki, þar sem að-
eins má raða einum lista. Fólk sem áður
vildi ekki taka þátt í prófkjöri, vegna
þess að það vildi ekki láta í Ijós hvaða
flokk það aðhyltist, getur áfram átt sitt
leyndarmál, þó að það taki þátt í sam-
eiginlegu prófkjöri, því enginn getur séð
hjá hvaða flokki var raðað. Ætti því að
fjölga því fólki sem tekur þátt í prófk jöri
og vill hafa einhver áhrif á röðun fram-
boðlistans. Ákveðið var að nöfnip
skyldu vera 9 hjá hverjum flokki og
röðun bindandi fyrir þrjú efstu sætin.
Um þessi atriði má eflaust endalaust
deila. Fyrir jafn stóran flokk og Sjálf-
stæðisflokkinn getur reynst erfitt að
koma frambjóðendum í prófkjöri niður í
9. Hentugra væri að hafa hámark og lág-
mark þátttakenda sem raða má. Ungir
sjálfstæðismenn hér á Akranesi vildu að
niðurstöður um niðurröðun í prófkjörinu
yrðu bindandi fyrir þá aðila sem hlytu
25% af þeim sem röðuðu hjá flokknum,
eða meira. En því miður fékkst það ekki
samþykkt. Þrátt fyrir allt er eitt ljóst:
Með sameiginlegum prófkjörum er enn
eitt ákrefið stigið í þá átt að gera niður-
röðun á framboðslista lýðræðislegri.
í síðasta tölublaði tímaritsins Stefnis,
er sagt frá fjármálum S.U.S. og þess
getið, að reikningar þeir sem lagðir voru
fyrir síðasta S.U.S. þing hafi verið rangir
í veigamiklum atriðum. Verulega háar
upphæðir væru ógreiddar, sem ekki
hefði verið gert grein fyrir í reikningum
og fjárhagsstaða S.U.S. væri ekki eins
góð og reikningar gáfu til kynna. Þá er
einnig sagt, að stefnt sé að því að fjár-
hagur sambandsins verði kominn í við-
unandi horf fljótlega eftir áramótin.
Vegna þessara skrifa sem komu mér
nokkuð á óvart vil ég taka fram eftir-
farandi:
1. Mér hefði fundist eðlilegt og sjálfsögð
kurteisi að haft væri samband við fyrr-
verandi gjaldkera og formann S.U.S.
um þessi mál, áður en gefið er til
kynna opinberlega, að fjármál og
bókhaid S.U.S. sé í ólestri frá hendi
fyrrverandi stjórnar.
2. Hreinar tekjur skv. rekstrarreikningi
S.U.S. fyrir tímabil síðustu stjómar
em kr. 114.127,-. Eignir umfram
skuldir skv. efnahagsreikningi 28.8.
1981 eru kr. 113.900,-. Þetta sýnir að
á tímabili síðustu stjómar varð veru-
leg breyting á fjármálum sambands-
ins, þannig að síðasta stjórn skilar
verulegum tekjuafgangi til núverandi
stjörnar og stöðunni er breytt á tíma-
bilinu úr tapi í hagnað.
3. Mér hefur verið tjáð að í uppgjöri því
sem lagt var fyrir síðasta S.U.S. þing
hafi láðst að geta um 2 víxla að höfuð-
stól um kr. 10.000,00. Það er vissu-
lega slæmt að umræddra víxilskulda
skuli ekki getið, en það gefur hins
vegar ekki tilefni til ummæla af því
tagi sem um getur í síðasta tölublaði
Stefnis, nema ætlunin sé að kasta rýrð
á störf síðustu stjórnar sambandsins.
4. Síðasta S.U.S. stjóm beitti ítrasta
sparnaði við rekstur sambandsins og
útgáfu Stefnis s.l. tímabil. Þess vegna
tókst að breyta fjárhagsstöðunni á
þann veg, að núverandi stjórn S.U.S.
43