Stefnir - 01.12.1981, Page 54

Stefnir - 01.12.1981, Page 54
Bókmenntir Baldur Guðlaugsson: Bók um baráttumann Jafnvel á velmektardögum fréttaskýr- inga og ,,rannsóknarblaðamennsku” eins og þeim sem nú ríkja, vantar mikið á að almenningi séu 1 jósir þeir straumar og undiröldur sem á hver jum tíma setja svip sinn á stjórnmálaframvindu og oft ráða úrslitum um ákvarðanatöku á stjórn- málasviðinu. Má því nærri geta hversu fáfróður almenningur hefur verið um baksvið stjórnmálanna á þeim tíma þegar opin fjölmiðlun svonefnd þekktist ekki. Ahugamönnum um stjórnmál þykir því gjarnan fengur í ritum þar sem „innvígðir” þátttakendur í stjórnmála- legum ákvörðunum svipta hulunni af yfirborðinu og greina frá því sem gerðist á bak við tjöldin. Ekki svo að skilja að þeir séu margir stjórnmálamennirnir íslenzku sem ritað hafa endurminningar sínar, þeir eru reyndar næsta fáir og enn færri eru þeir sem hafa haft frá einhverju markverðu að segja. Engu að síður hefur margur sjálfstæðismaðurinn áreiðanlega harmað það í gegnum tíðina að ekki skuli til að dreifa endurminningum eða ævisögu neins af foringjum Sjálfstæðisflokksins, heldur skuli bókakostur af þessu tagi svo til allur ættaður frá annarra flokka mönnum. Á þessu eru m .a. þær nærtæku skýringar að velflestir forystumenn Sjálfstæðisflokksins hafa fallið frá eða forfallast frá störfum mjög óvænt og skyndilega. Ekki gildir það að vísu um Olaf Thors, en hann stóð hins vegar svo mjög í eldlínunni fram undir það síðasta að varla var við því að búast að honum gæfist næði til stjórnmálalegra endur- minninga, þótt hann hefði haft á slíku hug, en um það liggur vitaskuld ekkert fyrir. Matthías Johannessen hefur nýlega sent frá sér í tveimur þykkum bindum ritið Olafur Thors - Ævi og störf. Með riti þessu hefur Matthías rétt af á gagn- merkan hátt það sem hallað hefur á S jálf- stæðisflokkinn í ritun stjórnmálasögu þessarar aldar. Nú er að sjálfsögðu eðlis- munur á ævisögu og sjálfsævisögu, en það sem gerir það að verkum, að með meiru er unnt að flokka rit Matthíasar með endurminningum rituðum af öðrum stjórnmálamönnum íslenzkum er sá haf- Ólafur Thors sjór minnisblaða og sendibréfa Ólafs Thors sem Matthías hefur haft aðgang að og leiðir til þess að Ólafur hefur orðið í ríkum mæli. Ekki ber að skilja þessi orð þannig að skerfur Matthíasar til verksins hafi verið sá einn að safna saman og rit- stýra fyrirliggjandi gögnum frá Ólafi sjálfum. Sá þáttur er aðeins einn angi þessa mikla rits og er mála sannast að höfundur hefur unnið mikið stórvirki með riti sínu. Engin leið er að rekja í stuttri ritfregn 54

x

Stefnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stefnir
https://timarit.is/publication/1516

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.