Stefnir - 01.12.1981, Blaðsíða 47

Stefnir - 01.12.1981, Blaðsíða 47
Innlend málefni Björn Bjamason: Umræður um stríð og f rið Kjarnorkuvopnum mótmœll í Amsterdam 21. nóvember 1981. Dagskráin 1. desember á vegum stúdenta um baráttuna gegn kjamorku- vopnum einkerfjndjst af því viðhorfi, að yrðu kjarnor'kuvöpn ekki þurrkuð af yfirborði jarðar væri heimsendir á næsta ileiti. Töldu ræðumenn, að ragnarökin myndu annað hvort verða fyrir tilstilli stríðsóðra valdamanna eða af slysni. í 1. des. blaði þeirra, sem að fundinum í Háskólabíói stóðu, er meðal annars komist svo að orði: „Vökumenn bjóða sig nú fram (þ.e. fyrir 1. desember innsk. Bj.Bj.) undir kjörorðinu „Atvinnu- möguleikar að námi loknu.” Pað virðist næsta fánýtt umræðuefni og til lítils að velta vöngum yfir því, ef Gjöreyðing er það sem koma skal.” Og síðar segir í sömu grein, sem er undirrituð af þremur konum en ber yfirskriftina: „Framboðs- ræða flutt á kjörfundi til 1. des. nefndar 20.10. 1981”: „Astandið í heiminum er ekki afleiðing mannlegrar greindar, eða skorts á henni, heldur sprettur það af dauðateygjum samfélagskerfisins sem hefur skapað gífurleg auðæfi en er nú í þann mund að eyða þeim. Eigum við að láta markaðsöflin ráða örlögum kjarn- orkunnar? Ef það yrði gert myndi heim- urinn farast..” Þær skoðanir, sem fram koma í til- vitnaðari framboðsræðu hinna þríeinu höfunda, eru í stuttu máli þessar: Fyrst skulum við útrýma bombunni og síðan huga að því, hvort ástæða sé að fá vinnu að námi loknu - ragnarökin verða kannski áður en okkur tekst að ljúka námi. Kjarnorkusprengjan í höndum þeirra, sem hafna markaðsöflunum, er hættulaus. Heimurinn ferst ekki, ef þeir ráða yfir sprengjunni, sem aðhyllast sósíalisma og fylgja fátæktarstefnu kommúnismans. Heimsendaspár byggjast yfirleitt á þeirri forsendu, að mannkyninu hafi hnignað svo mjög, að það kunni ekki lengur fótum sínum forráð. Það er sam- dóma álit allra, sem reynt hafa að finna þá leið, er svonefndar friðarhreyfingar vilja fara að markmiði sínu, að sú leit sé næsta vonlaus. Sumir krefjast einhliða afvopnunar, aðrir vilja stuðla að við- gangi Atlantshafsbandalagsins. Sumum finnst réttlætanlegt, að Sovétmenn miði SS-20 eldflaugum á öll ríki Vestur- Evrópu, aðrir segjast vera jafn mikið á móti þeim og kjamorkueldflaugum Vesturlanda. Höfundar framboSsræðu vinstri manna fyrir 1. des. kosningarnar í vetur eru þeirrar skoðunar, að mein- semdin sé ekki sprengjan, heldur þeir, sem hafi vald yfir henni í deyjandi sam- félögum Vesturlanda. Frá því að kjarnorkuvopn voru fundin upp, hefur hver ný kynslóð orðið að gera upp hug sinn til þeirra eins og allra annarra vopna. Þegar menn taka til við að íhuga ógnarmátt kjarnorkuvopn- anna, er eðlilegt, að þeir vilji helst út- rýma þeim öllum tafarlaust. Þeir eru í miklum minnihluta, sem vilja láta ein- ræðisherrum kommúnistaríkjanna eftir að vera einráðir í krafti kjarnorkuvopna, og fæstir þeirra þora að láta skoðanir sínar í ljós opinberlega með jafn skýrum hætti og í framboðsræðunni hér að ofan. Sænskur prófessor og sérfræðingur í alþjóðamálum var að því spurður í sjón- varpsþætti síðsumars, hvort hann teldi, að líkur á kjamorkustyrjöld ykjust með til- komu nifteindarsprengjunnar. Prófessor- inn svaraði með þeim orðum, að þeim mun meiri líkur, sem menn teldur vera á kjarnorkuátökum, þeim mun minni líkur væru á styrjöld. Segja má, að í þessu ein- falda svari komi fram það viðhcrrf, sem mótar skoðanir þeirra á Vesturlöndum, er færa rök fyrir nauðsyn þess, að varnir vestrænna þjóða séu í samræmi við víg- búnað hugsanlegs árásaraðila. Hið eina, sem réttlætir kjarnorkuvopn, ef þannig má taka til orða, er, að þau eru svo ægi- leg, að þau fæla öflugustu herveldi veraldar frá því að takast á hvort við annað og koma þannig í veg fyrir heims- átök. Það er athyglisvert við málflutning þeirra, sem leggja sig fram um að skýra rök hinna svonefndu friðarhreyfinga, að þeir reyna að grafa undan trú manna á það, að kjarnorkuátök hljóti að leiða til heimsátaka milli risaveldanna. í hinu orðinu slá þeir því svo föstu, að tilvist kjarnorkuvopna sé ávísun á gjöreyð- ingu. Oftar en einu sinni hefur því verið haldið á loft í umræðunum hér á landi, að líkur séu á svokölluðu „takmörkuðu” kjarnorkustríði í Evrópu. Aróðurinn um „takmarkað” kjarn- orkustríð samrýmist illa heiiúsenda- kenningunni, enda er honum sérstaklega beitt í Mið-Evrópu, sem verður að mati 47
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Stefnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stefnir
https://timarit.is/publication/1516

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.