Stefnir - 01.12.1981, Page 41
fÆtir
Fundað uin velferðarríkið
Bókin Velferðarríki á villigötum”
var umræöuefniö á almennum félags-
fundi í Heimdalli miövikudaginn 18.
nóvember 1981. En síðasta hefti Stefnis
var einnig, svo sem kunnugt er, helgað
þessari sömu bók. Gestur fundarins var
höfundur bókarinnar, Jónas H. Haralz,
og var fundurinn vel sóttur og fjörlegar
umræður spunnust um vanda velferðar-
ríkisins.
Starfsemi Heimdallar hcfur verið með
óvenju fjölskrúðugum hætti það sem af
er vetri. Pannig má nefna aö auk fundar-
ins ni.eð Jónasi Haralz hélt Heimdállur
fjölmennan fund með þeim Davíð Odds-
syni og Albert Guðmundssyni fyrir próf-
kjörið í Reykjavík og gaf út bækling til
kynningar á ungu fólki í prófkjörinu. Þá
má nefna að skólanefnd félagsins hefur
starfað af miklum þrótti og haldið fundi
og skemmtanir. Einnig gáfu Heimdell-
ingar í framhaldsskólunum út vandað og
hressilegt blað sem ætlað er að komi út
reglulega í vetur. Blaðið nefnist Nýr
skóli og ritstjóri þess er Gylfi Sigfússon
nemandi í Menntaskólanum við Hamra-
hlíð.
Sjálfstæðis-
siefnan
Út er kominn á vegum fræðslunefndar
Sjálfstæðisflokksins bæklingur í hand-
hægu broti um grundvallarstefnu flokks-
ins. Bæklingur þessi Sjálfstœðisstefnan er
ritaður af Davíð Oddssyni, borgarfull-
trúa, en hann hefur stuðst við ýmsar
greinar og ritgerðir um sjálfstæðisstefn-
una. I formála að bæklingnum segir
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, formaður
fræðslunefndarinnar, meðal annars:
,,StjórnmáIaflokkar eru mikilvægir
homsteinar íslenskrar stjórnskipunar og
því afar brýnt að landsmenn séu vel upp-
lýstir um stefnu þeirra og hugsjónir.
Sjálfstæðisflokkurinn vill með útgáfu
þessa rits leggja sitt af mörkum til þess að
fyrrgreindum tilgangi sé náð og um leið
leggja áherslu á boðskap sjálfstæðis-
stefnunnar, sem er fyrst og fremst um
baráttuna fyrir réttlátu þjóðfélagi
frjálsra rnanna, er fái lifað við menningu
og mannsæmandi lífskjör.”
41