Stefnir - 01.12.1981, Page 67
Dagblöð undir ráðstjóm
Útvarpshlustandi í Ráðstjórnarríkjunum.
grein mannréttindayfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna, um
tjáningar- og skoðanafrelsi, sem eins konar einkunnarorð. Par
fyrir neðan er númer og dagsetning tímaritsins, næst á undan
efnisyfirlitinu, sem ekki upplýsir um blaðsíðutal hinna ýmsu
greina.
I sérhverju tölublaði birtast sömu aðalkaflarnir aftur og
aftur. Þeir eru tilkynningar um handtökur og réttarhöld, upp-
lýsingar um önnur samisdat, sem birst hafa síðustu tvo mánuði
ásamt stuttu efnisyfirliti þeirra, tilkynningar um örlög póli-
tískra fanga í þrælkunarbúðum og geðveikraspítölum og að
lokum leiðréttingar og viðbætur við eldri útgáfur.
Tímaritið takmarkar svið sitt við tilkynningar og upplýsing-
ar. I því eru greinar, engir leiðarar og engar ritdeilur. Það
upplýsir lesendur um brot gegn mannréttindunum, sem átt
hafa sér stað í Sovétríkjunum undangengna tvo mánuði og
nefnir þau samisdat, sem fjalla um þessi málefni. Venjulega
hafa upplýsingar Annálsins reynst áreiðanlegar. Útgefendur
gera sér far um að taka fram hvað er orðrómur, ágizkanir eða
fréttir, sem ekki er mögulegt að sannreyna. Komi seinnafram,
að upplýsingamar reynist sannar eða rangar er þess getið í
næsta tölublaði undir fyrirsögninni, leiðréttingar og viðbætur.
Upplýsingar Annálsins em frá mörgum borgum Sovétríkj-
anna, einkum þó frá Moskvu, Leníngrad, Kraká, Riga,
Tallinn og Gorki. Hvers vegna kemur meira frá þessum borg-
urn en öðrum? Eru þeir fleiri í þessum borgum, sem berjast
fyrir mannréttindum en annarsstaðar og brot yfirvalda gegn
þessum réttindum þar af leiðandi fleiri? Eða eru sambönd
útgefenda ef til vill betri í þessum borgum en í öðrum? Svörin
við þessum spurningum em ókunn, og ekki er heldur kunnugt
um hver er útgefandi Annálsins. Stuttorður, hófsamur og
ástríðulaus stíllinn bendir til þess, að útgefendur séu vísinda-
lega menntaðir menn. ’Önnur merki benda til þess, að þessir
menn, eðaþessimaður, búií Moskvueðanágrenni. Mérhefur
reynst ómögulegt að komast að fleiru um útgefendur. Einnig er
ókunnugt um heimildir útgefanda og hvernig þeir sannreyna
upplýsingar sínar. Lesendur Annálsins eru hvattir til að miðla
upplýsingum um ólöglegar aðgerðir stjórnvalda til þeirra, sem
láta þá hafa Annálinn. Lfpplýsingarnar berast þannig frá
manni til manns uns þær berast útgefendum.
Annálinn er eina samisdat-ritið, sem birtist jafn reglulega
og raun ber vitni. Vorið 1970 gáfu sovéskir gyðingar út blað,
sem var eftirlíking Annálsins. Einnig það blað flutti einungis
fréttir. Titill þess var Exodus. í lok október sama árs hafði
annað hefti ekki enn komið út. Fyrsta heftið var 39 blaðsíður
að lengd og í sama sniði og Annálinn. Á titilblaðinu voru
tvenn einkunarorð: 5. ogó. vers úrsálminr. 137 (Ef éggleymi
þér, Jerúsalem, þá visni mín hægri hönd) og önnur málsgrein
úr 13. grein mannréttindayfirlýsingarinnar, en hún fjallar um
réttinn til að flytjast úr landi. Blaðinu var skipt í þrjá aðalkafla.
í fyrsta kaflanum voru afrit af bænabréfum sovéskra gyðinga
til U. Thants, Kosygins og annarra þekktra manna um að fá
leyfi til að flytjast til ísrael. í öðrum kafla voru bréf og yfirlýs-
ingar einstakra sovéskra gyðinga, og í þriðja kafla voru birt
lög, úrskurðir og leiðbeiningar til yfirvalda varðandi ferðir
sovéskra borgara til Vesturlanda. Öll birt bréf og yfirlýsingar
sýna nöfn, aldur, störf og heimilisföng þeirra, er hafa undir-
ritað þau.
Oljós afstaða flokksins
Ýmsar spumingar vakna í sambandi við það, þegar neðan-
jarðarritin þróast í að verða vettvangur stjórnmálalegs frétta-
flutnings og umræðna. Hvers vegna Iætur flokkurinn þetta
viðgangast? Hvers vegna eru sumir þeirra, sem eiga, afrita eða
dreifa samisdat handteknir og lokaðir inni en aðrir látnir
ganga lausir? Hvernig geta útgefendur Annálsins viðhaldið
jafn víðtæku og flóknu upplýsingakerfi og raun ber vitni?
Hvemig stendur á því, að svona margir menn bera traust hver
til annars, þrátt fyrir margra ára kerfisbundna uppljóstrunar-
starfsemi? Án þessa trausts væri hvorki heimildanetið né
dreifikerfið starfhæft.
Það er alls ekki hættulaust að eiga, afrita eða dreifa
samisdat. Fjöldi fólks hefur verið sviptur frelsi eða vikið úr
vinnu fyrir slíkar'yfirsjónir. Kvenstúdentinn Vera Laschkova
var t.d dæmd í eins árs þrælkunarvinnu af dómstól í Moskvu
1960 fyrir að hafa afritað samisdat á ritvél. Verkfræðingurinn
Irina Bjelogorozkaja var einnig dæmd í eins árs þrælkunar-
vinnu. Hún hafði gleymt böggli með samisdat ritum í leigubíl,
og bílstjórinn ljóstraði upp um hana. Aðrir, sem hafa tekið
saman, undirritað og dreift fjölda samisdata, hafa verið látnir
óáreittir. Hvers vegna? E.t.v. njóta sumir verndar vegna ætt-
ernis, hugsanlegt er, að aðrir leiki tveimur skjöldum þ.e.a.s.
séu jafnframt njósnarar öryggisþjónustunnar; enn aðrir,
eru e.tv. látnir óáreittir vegna þess að ríkisstjórnin vill ekki
missa starfskrafta þeirra eða þeir em of mikilvægir frá áróðurs-
legu sjónarmiði. Þótt allar þessar ástæður geti verið réttar,
nægja þær ekki til þess að útskýra hvert einstakt tilfelli.
Öryggisþjónustunni er yfirleitt kunnugt um höfunda
samisdatanna, því flest þeirra eru undirrituð. Svo er þó ekki
um höfunda og útgefendur Annálsins. Enginn virðist vita,
hverjir þeir em. Ætli öryggisþjónustan viti það? Ekki má
útiloka þann möguleika. Þótt hugsanlegt sé, að einstaklingar
eða fámennur hópur manna í Sovétríkjunum geti á tveggja
mánaða fresti dreift tímariti, sem skrifað er á ritvél, án þess að
upp um þá komist, þá er það ósennilegt. Tímaritið fær stöðugt
upplýsingar hvaðanæva úr landinu. Ef öryggisþjónustunni er
kunnugt um, hver útgefandinn er, hvers vegna er hann þá ekki
handtekinn? Ein ástæða gæti verið sú, að ríkisstjórninni sé það
áhugamál, að skoðanir erlendra manna á Sovétríkjunum
67