Stefnir - 01.12.1981, Side 50

Stefnir - 01.12.1981, Side 50
Erlend málefni Ráðist var að James Priorþegar hann fylgdi sér Robert Bradford til grafar í síðasta mánuði. Bradford áttisæti í breska þinginu. Hann var myrttir af IRA þarsem hann ávarpaði ellilífeyrisþega ísuðurhluta Belfast. fangelsisins. Hann hefði spurt þá, úr hvorum hópnum þeir væru, mótmæl- endahópnum eða hinum kaþólska. Þeir svöruðu: ,,Báðum. Annar okkar er kaþólskur, hinn mótmælendatrúar.” Hann sagðist þá hafa spurt þá: „Hvernig í ósköpunum stendur á því, að þið vinnið saman í mesta bróðerni hér innan fangelsismúranna, en skjótið hvor á annan, þegar þið eruð komnir út fyrir?” Þeir urðu undirfurðulegir á svipinn og sögðu síðan: „Þannig varokkur kennt að hugsa. Þannig vorum við aldir upp. Þannig eru stjórnmál.” Prior minnti á, að þetta hugarfar væri ekki eina málið, sem yrði að finna lausn á. Atvinnuleysi væri miklu meira á Norður-írlandi en annars staðar í konungsríkinu, hvergi væru fleiri heilsu- spillandi vistarverur, og atvinnulíf væri síður en svo blómlegt, enda hættu menn ekki á að fjárfesta, þar sem ófriðar væri von. Hann sagði, að breska stjórnin myndi ekki hvika frá því að líta á hryðju- verkantennina sem glæpamenn, ekki semja við þá um neitt og ekki láta undan hótunum, heldur gegna þeirri skyldu sinni að halda uppi lögum og friði á Norður-írlandi. Við spurðum Prior, hvort írska stjórn- in liti eins á þessa menn og hin breska. 50 Hann svaraði, að stjórnir ríkjanna tveggja hefðu samtök um að berjast gegn hryðjuverkamönnum og treystu hvor annarri. Hitt væri verra,-að hryðjuverka- mennirnir fengju hjálp frá Bandaríkjun- um. Þar væri safnað fé, sem nota ætti til sóttvarna og annarra mannúðarmála í Norður-írlandi, en því væri í rauninni varið til vopnakaupa. Þetta væri regin- hneyksli. Menn yrðu að skilja, hverja menn þeir hefðu að geyma, í hverju hryðjuverk þeirra væru fólgin. Nýlega hefði til dæmis varalögreglumaður - ekki einu sinni venjulegur lögreglumaður, heldur maður í varaliði hennar - verið skotinn fyrir framan konu sína, er hann var að heimsækja hana á sjúkrahús skömmu eftir að hún hafði alið honum barn. ,,Þetta er fullkomin villimennska. Engin orð fá lýst verkum eins og þessum”, sagði Prior. Við spurðum Prior einnig, hvort bresku stjórnmálaflokkarnir væru sam- mála um þessi vinnubrögð. Hann sagðist ekki vita annað, enda reyndi forsætis- ráðherrann alltaf að ráðfæra sig við leið- toga stjórnarandstöðunnar um þau. Allir Bretar hlytu að telja það fullkominn glæp, þegar sprengdar væru nagla- sprengjur, sem grönduðu fjölda manns, eins og I.R.A.-menn hefðu nýlega gert í Chelsea, einu svæði Lundúna. Prior sagði að lokum, að menn mættu þó ekki gera of mikið úr átökunum. Fækkað hefði verið í breska setuliðinu á Norður-Irlandi og hungurverkfallinu í Mazefangelsinu væri sem betur fer lokið. Hann sagðist vona, að hann gæti gert eitthvað til þess að draga úr viðsjám á næstu árum. Málstaður Breta hefði víða verið rangfærður. Þeir hefðu engan áhuga á að kúga einn né neinn á Norður- írlandi, en þeir neyddust til að vera þar til þess að afstýra enn frekari ófriði en orðið væri. - Og að þessu sögðu reis ráð- herrann úr sæti sínu, kvaddi okkur út- lendu gestina og hélt ^ftur inn í veröld breskra stjórnmála - veröld óleystra og jafnvel óleysanlegra verkefna. Hannes H. Gissurarson cr sagnfræöingur að mennt og stundar nú framhaldsnám í Ox ford. Hannes hefur séö um út- gáfu fjölda bóka; verið dálka- höfundur viö Morgunblaðið og er einn helsti hugmynda- fræöingur íslenskra frjáls- hyggjumanna.

x

Stefnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stefnir
https://timarit.is/publication/1516

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.