Stefnir - 01.12.1981, Side 53
eöa gögnum annarra? Anderson benti í
þessu viðfangi á, að lýðfræðin væri ekki
vísindaleg, þótt hún væri athyglisverð,
fróðleg o.s.frv. / fjórða lagi: Hvaða rök
fyrir einstökum aðgerðum má sækja í
lýðfræðina? Anderson minnti á, að lýð-
fræðin væri ekki tæknileg grein, í henni
væri engan fróðleik að finna um það,
hvað ætti að gera eða hvaða tæki ætti að
nota, hún væri miklu fremur lýsing vanda
eða upptalning möguleika.
Anderson varaði síðan við öllum ,,um-
ræðunum” um ,,þjóðfélagsvandamál”
og „herferðunum” gegn þeim, sem vel-
ferðarfólkið efndi til. Það hagaði þeim'
þannig, að það hlyti alltaf að sigra í þeim.
Hann nefndi níu ástæður til þess, að
frjálslyndir menn hlytu að tapa í um-
ræðum um velferðar- eða félagsmála-
stefnu. I fyrsta lagi þætti velferðarríkið
sjálfsagt, og flestir tortryggðu nýjungar,
væru íhaldssamir í eðli sínu. í öðru lagi
þætti það áhættulítið, og flestir veldu
öryggi. í þriðja lagi hefðu margir hag af
því, bæði starfsmenn þess og styrkþegar.
í fjórða lagi væru það alltaf starfsmenn
þess, sem könnuðu þörfina fyrir nýjar
aðferðir - og fyrir meira vald sitt. í
fimmta lagi viðurkenndu embættismenn
aldrei, að einhverjar■ aðgerðir þeirra
hefðu verið mistök. í sjötta lagi hefðu
velferðarsinnum tekist að spilla tung-
unni, læða nýrri merkingu inn í orð
hennar. I sjöunda lagi væri alltaf gerður
greinarmunur á „jákvæðum” tillögum
velferðarsinnanna og „neikvæðum” til-
lögum hinna, sem teldu heppilegra að
leysa málin á markaðnum. í áttunda lagi
réðu velferðarsinnar yfir flestum upplýs-
ingum um málin, enda störfuðu þeir að
þeim. í níunda lagi gætu þeir alltaf skotið
sér undan, ef pundað væri á þá upplýsing-
um, sagt, að þær skiptu ekki máli „í
þessu sambandi”, því að öll hugtök og
rök væru svo óskýr í þessum málum.
Anderson sagði, að frjálshyggjumenn
yrðu því að koma sönnunarbyrðinni af
sér og yfir á velferðarsinna, þeir yrðu að
snúa umræðunum við.
Julius Gould talaði síðastur, en erindi
hans var ekki um nýjar hugmyndir um
stjórnmál, heldur um yfirgang róttækl-
inga í skólum, svo að það er fyrir utan
þau takmörk, sem þessari frásögn voru
sett. En að loknum umræðufundinum,
sem Bo Eriksson, formaður Fria moder-
ata studentförbundet, stjórnaði sköru-
lega, voru allir sammála um, að hann
hefði varla getað heppnast betur, enda er
frjálshyggjan miklu frjósamari stjórn-
málakenning en samhyggjan, setur
fræðimenn ekki í spennitreyju, heldur
auðveldarþeimaðskapa. H.H.G.
Brautryðjanda
minnst
Hinn fjórða október síðastliðinn
lést í Reykjavík Sigurbjörn Þorkels-
son í Vísi 96 ára að aldri. Sigurbjörn
var helsti hvatamaður að stofnun
Heimdallar og alla tíð málsvari
þeirrar stefnu sem ungir sjálfstœðis-
menn berjast fyrir. í ævisögu sinni
Himmneskt er að lifa segir Sigurbjöm
um tildrög þess að Heimdallur var
stofnaður:
„Eins og áður um getur, hafði ég
oftast valist til þess að kalla saman
unga menn, sem fylgdu borgara-
flokkunum að málum, til starfa fyrir
kosningar. Þegar nú Vörður hafði
verið stofnaður með talsverðum
glæsibrag, þá mátti segja, að stjórn-
málastarfsemi þeirra eldri væri borg-
ið. En hvað um þá yngri? Þeir virtust
ekki ganga inn í Vörð, enda var
félagið aðallega hugsað sem félag
atkvæðisbærra manna, þó að aldurs-
takmark til inngöngu í félagið væri
bundið við það. Ég hugsaði sem svo,
að auk þeirrar miklu fyrirhafnar, að
safna ungum mönnum saman rétt
fyrir kosningar, þá vœri miklu
ánœgjulegra fyrir þá yngri að hafa
sinn eiginn sjálfstæða félagsskap, þar
sem þeir í jafningjahópi gætu óþving-
aðir rætt hin mörgu og margvíslegu
áhugamál œskunnar og þá sérstak-
lega stjórnmálin, án þess að truflast
af afskiptasemi þeirra eldri. Ég vissi
af reynslu, að ífélagsskap þeirra eldri
hefðu þeir hvorki þrek néframfærni
til þess að grípa inn í mál, sem þeir
voru ekki að öllu leyti samþykkir, ef
hinir gamalreyndu og þroskuðu
stjórnmálamenn væru áheyrendur.
Að þessu athuguðu fannst mér réttað
þreifa fyrir mér, hvort ekki væri
kominn tími til að stofna slíkan félags-
skap í Reykjavík. ”
Þetta var haustið 1926. - í febrúar
1927 var félagið stofnað og varfyrst
samtök ungra manna í íhaldsflokk-
num uns Sjálfstæðisflokkurinn var
stofnaður 1929.
Sigurbjörn Þorkelsson
Sigurbjörn í Vísi var í stjórn
Varðar 1932-1933. Hann var í
stjórn KFUM í 56 ár (1911-1966).
Hann átti sæti í niðurjöfnunarnefnd
Reykjavíkur 1917-1953 og rak
verslunina Vísi á árunum
1915-1943. Þá var hann forstjóri
Kirkjugarða Reykjavíkur 1951-
1965. Ævisögu sína í fimm bindum
ritaði Sigurbjörn á árunum 1953-
1977, en hún er hafsjór fróðleiks
og minninga frá langri ævi mikils
sjálfstæðismanns.
53