Stefnir - 01.12.1981, Page 42

Stefnir - 01.12.1981, Page 42
SUS-fréttir Fundur um PóUand Miðvikudaginn 21. október gekkst utanríkismálanefnd SUS fyrir fræðslu- fundi um málefni PóIIands. Gestur fund- arins var dr. Arnór Hannibalsson, lektor, og flutti hann yfirgripsmikið erindi um baksvið þeirra atburða, sem svo m jög hafa verið í fréttum undanfarin misseri. Skal hér drepið á nokkur atriði, sem fram komu í máli hans. Þegar pólska alþýðulýðveldið var stofnað árið 1948 voru tvær trúarsetn- ingar kommúnista hafðar að leiðarljósi við mótun hins nýja ríkis. Önnur var sú, að lögð skyldi höfuðáherzla á þunga- iðnað við uppbyggingu atvinnulífsins enda þótt Pólland búi ekki yfir þeim nátt- úruauðlindum, sem nauðsynlegar eru til þess að slíkur rekstur verði hagkvæmur. Hráefni til iðnaðarins eru flutt inn frá Sví- þjóð og Rússlandi. Hin trúarsetningin er sú, að litið skal á bændur sem stéttaróvini (enginn veit af hverju) og skulu þeir sæta mcðferð af hálfu ríkisvaldsins samkvæmt því og starfa á samyrkjubúum. Ritskoð- un var og talin skilyrði fyrir viðgangi hins kommúníska ríkis. Þegar Gomulka kom til valda árið 1956 naut hann stuðnings þjóðarinnar og mun það einsdæmi í ríkjum Austur- Evrópu. Valdaskeiði hans lauk hins vegar í desember 1970 með blóðbaði í Gdansk eftir að verkamenn höfðu risið upp til að andmæla þeirri fyrirætlan stjórnarinnar að draga úr niðurgreiðsl- um á neýzluvarningi. Átti að verja auknum fjármunum í þungaiðnaðinn en minni niðurgreiðslur hefðu haft í för með sér skerta kaupgetu almennings. Gizkað hefur verið á að um 400 manns hafi fallið í Gdansk en opinbera talan er 27. Hrakt- ist Gomuika frá völdum í niðurlægingu og fyrirlitningu, og belgískur námu- verkamaður af pólsku foreldri, Gierek, tók við. Myndun Samstöðu, þjóðarhreyfingar Pólverja, og samkomulag hennar og stjórnarinnar 21. ágúst 1980 mörkuðu þáttaskil í sögu Póllands. Það, sem Sam- staða hefur Iagt áherzlu á, eru einkum eftirfarandi atriði: (a) verkfallsréttur, (b) afnám ritskoðunar, (c) náðun þeirra sem fangelsaðir voru eftir uppþotin 1970 og 1976, (d) verðlag hækki ekki nema kaupgjald fylgi á eftir, (e) starfsráðning- ar fari ekki fram gegn framvísun flokks- skírteinis heldur ráðist af hæfileikum, getu og menntun, (f) heilsugæzla verði bætt. Nú er málum svo komið í Póllandi, að hagkerfið er nánast hrunið ef undan er skilinn einkageirinn í landbúnaði. Hag- stjórn verður engri komið við. Ríkiskerf- ið er lamað og flokkurinn tvístraður. Kveður svo rammt að matvælaskorti, að hungursneyð blasir við verði ekki að gert. Við bætist að orkuframleiðsla er í lág- marki, neyzlurafmagn er skammtað og kolavinnsla e.t.v. þriðjungur af því, sem gerist í meðalári. Dr. Arnór Hannibalsson skýrði frá því, að hvað sem öllum réttindamálum liði, væri krafa Pólverja á hendur stjóm- inni nú fyrst og fremst sú, að fólkið fái mat. En í ljósi þess að fyrirsjáanlegt er að Eyjapistill Laugardaginn 7. nóv. héldu Eyverjar aðalfund sinn. Fráfarandi formaður Magnús Kristinsson flutti skýrslu stjórnar, þar kom fram að mikil gróska var í starfi félagsins s.l. starfsár. Fjöl- margir stjórnar- og fulltrúaráðsfundir voru haldnir auk þess voru aðrir fastir liðir á sínum stað, má þar nefna þrett- ándagleði og vorhátíð Eyverja. Þá stóðu Eyverjar fyrir útgáfu upplýsingaritsins eins og áður. Upplýsingarit þetta er símaskrá Vestmannaeyja auk f jölmargra annarra upplýsinga um stofnanir bæjar- sjóðs Vestmannaeyinga. Eyverjar efndu til hópferðar á Keflavíkurflugvöll sl. Pólverjar sjá nú fram á að þurfa að þrauka veturinn vannærðir í illa hituðum húsum virðist spurningin þessi: hversu margir farast fyrir vorið? Ljóst er að verði Pól- verjum ekki komið til hjálpar munu þeir þola miklar hörmungar þennan vetur. Skorar Stefnir á lesendur sína og aðra íslendinga að leggja veglega af mörkum í söfnun þá, sem Hjálparstofnun kirkj- unnar og fleiri aðilar standa að til bjargar pólsku þjóðinni. Á fundi utanríkismálanefndar kom ungur Pólverji, sem stundar nám við Há- skóla íslands, og svöruðu þeir Arnór spurningum fundarmanna að framsögu- erindinu Ioknu. Fundurinn var hinn fróðlegasti og gagnlegur þeim er hann sóttu. Ólafur Ísíeifsson. vetur, einnig skoðuðu þeir Stjórnarráðið og Alþingishúsið. I þessari ferð voru Heimdellingar okkur innan handar svo og Jón Magnús- son þáverandi form. S.U.S. og Geir Haarde núverandi form. S.U.S. Hópur Eyjverja fór á S.U.S. þing á Isafirði í ágúst s.l. svo og á landsfund eins og venja er. í skýrslu formanns kom fram að fjár- hagur félagsins er góður. Magnús Kristinsson gaf ekki kost á sér til endurkjörs, en undir hans stjórn hefur starf Eyjverja verið mjög blómlegt, en eins og kunnugt er þá er Magnús stjórn- armaður í Sambandi ungra sjálfstæðis- manna svo hann er ekki að draga sig neitt í hlé. Ég vil á þessum vettvangi enn ítreka þakklæti til Magnúsar fyrir hans 42

x

Stefnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stefnir
https://timarit.is/publication/1516

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.