Stefnir - 01.12.1981, Blaðsíða 42

Stefnir - 01.12.1981, Blaðsíða 42
SUS-fréttir Fundur um PóUand Miðvikudaginn 21. október gekkst utanríkismálanefnd SUS fyrir fræðslu- fundi um málefni PóIIands. Gestur fund- arins var dr. Arnór Hannibalsson, lektor, og flutti hann yfirgripsmikið erindi um baksvið þeirra atburða, sem svo m jög hafa verið í fréttum undanfarin misseri. Skal hér drepið á nokkur atriði, sem fram komu í máli hans. Þegar pólska alþýðulýðveldið var stofnað árið 1948 voru tvær trúarsetn- ingar kommúnista hafðar að leiðarljósi við mótun hins nýja ríkis. Önnur var sú, að lögð skyldi höfuðáherzla á þunga- iðnað við uppbyggingu atvinnulífsins enda þótt Pólland búi ekki yfir þeim nátt- úruauðlindum, sem nauðsynlegar eru til þess að slíkur rekstur verði hagkvæmur. Hráefni til iðnaðarins eru flutt inn frá Sví- þjóð og Rússlandi. Hin trúarsetningin er sú, að litið skal á bændur sem stéttaróvini (enginn veit af hverju) og skulu þeir sæta mcðferð af hálfu ríkisvaldsins samkvæmt því og starfa á samyrkjubúum. Ritskoð- un var og talin skilyrði fyrir viðgangi hins kommúníska ríkis. Þegar Gomulka kom til valda árið 1956 naut hann stuðnings þjóðarinnar og mun það einsdæmi í ríkjum Austur- Evrópu. Valdaskeiði hans lauk hins vegar í desember 1970 með blóðbaði í Gdansk eftir að verkamenn höfðu risið upp til að andmæla þeirri fyrirætlan stjórnarinnar að draga úr niðurgreiðsl- um á neýzluvarningi. Átti að verja auknum fjármunum í þungaiðnaðinn en minni niðurgreiðslur hefðu haft í för með sér skerta kaupgetu almennings. Gizkað hefur verið á að um 400 manns hafi fallið í Gdansk en opinbera talan er 27. Hrakt- ist Gomuika frá völdum í niðurlægingu og fyrirlitningu, og belgískur námu- verkamaður af pólsku foreldri, Gierek, tók við. Myndun Samstöðu, þjóðarhreyfingar Pólverja, og samkomulag hennar og stjórnarinnar 21. ágúst 1980 mörkuðu þáttaskil í sögu Póllands. Það, sem Sam- staða hefur Iagt áherzlu á, eru einkum eftirfarandi atriði: (a) verkfallsréttur, (b) afnám ritskoðunar, (c) náðun þeirra sem fangelsaðir voru eftir uppþotin 1970 og 1976, (d) verðlag hækki ekki nema kaupgjald fylgi á eftir, (e) starfsráðning- ar fari ekki fram gegn framvísun flokks- skírteinis heldur ráðist af hæfileikum, getu og menntun, (f) heilsugæzla verði bætt. Nú er málum svo komið í Póllandi, að hagkerfið er nánast hrunið ef undan er skilinn einkageirinn í landbúnaði. Hag- stjórn verður engri komið við. Ríkiskerf- ið er lamað og flokkurinn tvístraður. Kveður svo rammt að matvælaskorti, að hungursneyð blasir við verði ekki að gert. Við bætist að orkuframleiðsla er í lág- marki, neyzlurafmagn er skammtað og kolavinnsla e.t.v. þriðjungur af því, sem gerist í meðalári. Dr. Arnór Hannibalsson skýrði frá því, að hvað sem öllum réttindamálum liði, væri krafa Pólverja á hendur stjóm- inni nú fyrst og fremst sú, að fólkið fái mat. En í ljósi þess að fyrirsjáanlegt er að Eyjapistill Laugardaginn 7. nóv. héldu Eyverjar aðalfund sinn. Fráfarandi formaður Magnús Kristinsson flutti skýrslu stjórnar, þar kom fram að mikil gróska var í starfi félagsins s.l. starfsár. Fjöl- margir stjórnar- og fulltrúaráðsfundir voru haldnir auk þess voru aðrir fastir liðir á sínum stað, má þar nefna þrett- ándagleði og vorhátíð Eyverja. Þá stóðu Eyverjar fyrir útgáfu upplýsingaritsins eins og áður. Upplýsingarit þetta er símaskrá Vestmannaeyja auk f jölmargra annarra upplýsinga um stofnanir bæjar- sjóðs Vestmannaeyinga. Eyverjar efndu til hópferðar á Keflavíkurflugvöll sl. Pólverjar sjá nú fram á að þurfa að þrauka veturinn vannærðir í illa hituðum húsum virðist spurningin þessi: hversu margir farast fyrir vorið? Ljóst er að verði Pól- verjum ekki komið til hjálpar munu þeir þola miklar hörmungar þennan vetur. Skorar Stefnir á lesendur sína og aðra íslendinga að leggja veglega af mörkum í söfnun þá, sem Hjálparstofnun kirkj- unnar og fleiri aðilar standa að til bjargar pólsku þjóðinni. Á fundi utanríkismálanefndar kom ungur Pólverji, sem stundar nám við Há- skóla íslands, og svöruðu þeir Arnór spurningum fundarmanna að framsögu- erindinu Ioknu. Fundurinn var hinn fróðlegasti og gagnlegur þeim er hann sóttu. Ólafur Ísíeifsson. vetur, einnig skoðuðu þeir Stjórnarráðið og Alþingishúsið. I þessari ferð voru Heimdellingar okkur innan handar svo og Jón Magnús- son þáverandi form. S.U.S. og Geir Haarde núverandi form. S.U.S. Hópur Eyjverja fór á S.U.S. þing á Isafirði í ágúst s.l. svo og á landsfund eins og venja er. í skýrslu formanns kom fram að fjár- hagur félagsins er góður. Magnús Kristinsson gaf ekki kost á sér til endurkjörs, en undir hans stjórn hefur starf Eyjverja verið mjög blómlegt, en eins og kunnugt er þá er Magnús stjórn- armaður í Sambandi ungra sjálfstæðis- manna svo hann er ekki að draga sig neitt í hlé. Ég vil á þessum vettvangi enn ítreka þakklæti til Magnúsar fyrir hans 42
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Stefnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stefnir
https://timarit.is/publication/1516

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.