Stefnir - 01.12.1981, Blaðsíða 60
Bókafregnir
um stjórnmálaskoðanir Gunnars á árun-
um rétt fyrir síðari heimsstyrjöldina.
Áhugavert hefði verið að fá álit og skýr-
ingar Gunnars á þessu efni og mörgu
öðru svo sem borgarstjóratíð hans; af-
skiptum hans af dagblaðinu Vísi á árun-
um eftir 1960, hvernig fjárhagsvandi Vísis
var leystur og hverjir leystu hann; nánar
hefði mátt fjalla um forsetakosningarnar
1968 og Landsbankamálið - en allt hafði
þetta ásamt mörgu öðru þýðingu þegar
skýra á þá mótstöðu sem endurkoma
Gunnars mætti í forystu flokksins 1970.
Meint píslarvætti Gunnars í forsetakjör-
inu 1952 megnar ekki eitt að skýra þá
miklu andstöðu. Ekki má heldur gleyma
borgarstjórnarkosningunum 1970 sem
raktar eru í bókinni Valdatafl í Valhöll.
Þá vekur það sérstaka athygli að
Gunnar kýs að sleppa úr frásögn sinni
öllum áttunda áratugnum- sagan er rakin
fram til ársins 1970 og þráðurinn tekinn
upp aftur þegar Gunnar var að mynda
stjóm sína í janúar-febrúar 1980. Enn
má nefna að frásögn Gunnars af
stjómarmynduninni er í sama anda og
alltaf áður - þótt vitað sé að sú frásögn
hans er ekki í samræmi við raunveruleik-
ann, líkt og fram kemur í samtölum Dag-
blaðsins og Vísis við verkfræðingana
Edgar Guðmundsson og Benedikt Boga-
son laugardaginn 5. desember 1981.
Hvers vegna er Gunnar enn að reyna að
breiða yfir fyrstu daga stjómarmyndun-
arinnar?
Loks vekur athygli hve frásögnin af
síðasta landsfundi er lituð og hlutdræg -
þar sem mönnum eru gefnar upp skoðan-
ir eftir geðþótta Gunnars og án sam-
ræmis við það sem fram kom á fundin-
um. Gildir þetta ekki síst þegar Gunnar
fjallar um skipulagsbreytingahugmyndir
ungra sjálfstæðismanna. Sú frásögn er öll
hin einkennilegasta svo ekki verði meira
sagt.
Bók þessi getur alls ekki talist vönduð
samtalsbók eða heimildarrit - hún er að-
eins það sem Gunnar vill segja og kýs
að segja með þessum hætti. Höfundur-
inn lætur nota sig sem einskonar málpípu
og virðist ekki hafa haft metnað til að
spyrja um annað en það sem Gunnari var
þóknanlegt. Því hefði í sjálfu sér verið
eins gott að gefa út spólurnar, sem við-
talið hefur verið tekið upp á, þannig að
menn hefðu milliliðalaust getað ,,með-
tekið boðskap Gunnars heima í stofu, á
sama hátt og skrásetjarinn á ,,veröndinni
í Barmahlíð” við ritun bókarinnar.
Stétt með stétt
Út er komið rit um sjálfstæðismenn í
verkalýðshreyfingunni í samantekt
Hannesar H. Gissurarsonar, sagnfræð-
ings. Ritið er gefið út í tilefni 30 ára
afmælis Verkalýðsráðs Sjálfstæðis-
flokksins 4. nóvember 1981. í ritnefnd
áttu sæti þeir Gunnar Helgason, Hannes
H. Gissurarson, Hilmar Guðlaugsson og
Sigurður Óskarsson.
Gunnar Helgason, fyrrverandi for-
maður Verkalýðsráðsins og Sigurður
Óskarsson, núverandi formaður Verka-
lýðsráðs rita ávarpsorð en Hannes H.
Gissurarson fjallar síðan um baráttu
sjálfstæðismanna í verkalýðshreyfing-
unni síðustu þrjátíu ár. Ritið skiptist í sex
kafla sem nefnast: Verkalýðshreyfingin
til 1938; Sjálfstæðismenn í sókn og vörn;
Baráttan um Alþýðusambandið 1948-
1968; Verkalýðshreyfingin frá 1968; Við-
horf Sjálfstæðismanna í verkalýðsmál-
um; Hvað sýnir reynslan.
Ritið er 90 síður að stærð prýtt miklum
fjölda mynda og er hið vandaðasta að
allri gerð.
Pessi mynd var tekin rétt áður en hinn örlagaríki
þingflokksfundur sjálfstœðismanna hófst 1. febrúar
1981. Gunnar Thoroddsen, þáverandi
varaformaður Sjálfstœðisflokksirts og Ólafur G
Einarsson, formaður þingflokksins,
rœðast við. Fjœr sést inn íþingflokksherbergi
sjálfstœðismanna í Alþingishúsinu.
TÖLVUPAPPÍR
í ÖLLUM
STÆRÐUM OG
GERÐUM.
1111_________1
FORMPRENT
HVERFISGÖTU 78 — SÍMI 25960
Leiðrétting
Fallið hafa niður nöfn fundarritara á fjórða
fundi landsfundarins í Sigtúni 30. október kl.
14.30.
En þeir voru: Þórunn Sigurbjörnsdóttir,
Akureyri og Kjartan Rafnsson, Keflavík. Við
biðjumst velvirðingar á þessum mistökum.
50