Blik - 22.04.1947, Page 5

Blik - 22.04.1947, Page 5
BLIK ÁRSRIT GAGNFRÆÐASKÓLANS í VESTMANNAEYJUM Vestmannaeyjum í apríl 1947 HELGA SCHEVINGS MINN2T Sunnudaginn 16. marz s.l. voru 15 ár liðin £rá stofnun Sam- bands bindindisfélaga í skólum í tilefni afmælisins var lagður blómsveigur á leiði Helga Schev- ings, aðalforgöngumanns sam- bandsins og fyrsta forseta þess. Athöfnina framkvæmdi skóla- stjóri Gagnfræðaskólans, en nem- endur skólans og kennarar, góð- templarar og skátar og fl. bæjar- búar gengu í skrúðgöngu í kirkjugarð undir íslenzka fánan- um. Við leiði Helga Schevings flutti skólastjóri þetta ávarp: í dag minnumst við hér við þetta leiði mikils menningar- starfs og líknarstarfs, sem stofnað var til fyrir 15 árum. Ungi maðurinn, sem hér livíl- ir, hóf merkið. Skólasystkini hans liðu undir áþján og ógæfu, sem er samfara drykkjuskap og ann- ari óreglu. Þá var það, sem Helgi Scheving fékk nokkra heilbrigða æskumenn í lið með sér til þess að stofna og starfrækja bindindis félag með nemendur Mennta- skólans í Reykjavík. Þeir beittu sér síðan fyrir stofnun bindindis- félaga með æskulýð annara fram- haldsskóla. Þessi æskulýðsfélög mynduðu síðan með sér samband, sem er 15 ára í dag. Helgi Scheving var fyrsti forseti þess og fórnaði því mikilli orku og miklu starfi, meðan hans naut við. Við misst- um hann óvænt og skyndilega tvítugan að aldri og mun það sár seint gróa þeim, sem þekktu hann bezt. Helgi var einn af fyrstu nem-

x

Blik

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Blik
https://timarit.is/publication/1522

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.