Blik - 22.04.1947, Síða 11

Blik - 22.04.1947, Síða 11
B L I K 7 viðkomandi húsbóndanum eða íorfeðrum hans. Húsið var aflangur ferhyrn- ingur, hliðarveggirnir oftast að norðan og sunnan en gaflarnir að austan og vestan. Á hliðunum voru gluggarnir, á göflunum dyrnar, aðrar fyrir karla, hin- ar íyrir konur. Að útidyr væri á báðum end- um hússins, hefir ekki verið al- mennt hér á landi. Hinsvegar finnst þess víða getið, að gengt skamms tíma hafa sézt á einstöku Þegar komið var inn í stof- una, sá maður beint fram undan sér eldinn og mjaðarkerið, en bekkina til beggja hliða, þá svo- kölluðu langbekki, sem voru iangsum eftir húsinu. Sá bekkur, sem lá með suðurveggnum, var hinn æðri bekkur, en með norð- ur veggnum var hinn óæðri. Há- sæti var sitt á hvorum bekk. Það var nokkurskonar hægindastóll með háu baki og bar sjálft sætið hærra en önnur sæti á bekknum. Það var kallað öndvegi. Framan- til á því voru tveir stólpar. Það voru öndvegissúlurnar og voru þær prýddar útskornum mynd- um, helzt goða-myndum. Önd- vegissúlurnar voru álitnar nokk- urskonar helgidómur. Þess vegna valdi Ingólfur sér bústað, sem öndvegissúlur hans, er hann hafði kastað útbyrðis í hafi , bar að landi, því að þá áleit hann, að sjálf goðin ákvæði bústað hans. Hásæti hafa helzt verið í hús- um konunga, jarla og annara stórhöfðingja, en fárra óbreyttra bænda, þótt gildir væru. Svo mun það hafa verið hér á landi a. m. k. þegar fram á söguöld- ina leið. Því taldi Flosi það gjört til spotts við sig, þegar Hildi- gunnur lét gjöra honum hásæti og kastaði því undan sér. Bekkirnir voru klæddir voð- um eða skinnum. Væri húsið stórt og ætlað til að rúma marga menn, voru lægri bekkir fyrir framan langbekkina, sem kallaðir voru forsæti. Það sést meðal annars í Njálu, að þeir voru lausir og mátti taka þá burt, þegar þeirra var ekki þörf, því að þegar Flosi heimsótti Ásgrím Elliðagrímsson, lét Ás- grímur setja forsæti með endi- löngum bekkjunum um alla stof- una „. . . . og þeir sátu í for- sætum, er ekki máttu uppi sitja á bekkjunum“. Hásætið á hinum æðra bekk eða æðsta sætið í húsinu, var sæti húsbóndans sjálfs, en sætið gagnvart því, þ. e. a. s. hásætið á liinum óæðri bekk, skipaði hinn göfugasti gestur húsbóndans. Hirðmenn eða heimamenn sátu á báðar hendur húsbóndan- um á hinum æðri bekk, en föru- neyti gestsins út frá honum á hinum óæðri bekk. Því nær dyr- unum, sem sætið var, því rninna þótti í það varið. Bak við sæti

x

Blik

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Blik
https://timarit.is/publication/1522

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.